Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Side 273
jtarfsemi háskóladeilda
271
Rannsóknarstofnun uppeldis- og mennta-
niála
Háskóli Islands, Kennaraháskóli íslands og
Háskólinn á Akureyri eiga aðild að Rannsókn-
arstofnun uppeldis- og menntamála. Forstöðu-
maður frá hausti 1994 var Þórólfur Þórlindsson.
Félagsvísindastofnun
I stjóm Félagsvísindastofnunar sitja 3
menn, kosnir til 2ja ára. Á deildarfundi, 13.
ntars 1992, voru Stefán Ólafsson og Jón Torfi
Jónasson endurkosnir í stjóm, en auk þess
var Friðriks H. Jónsson kosinn. Varamaður
var Gísli Pálsson. Úr stjóminni gekk þá
Ólafur Þ. Harðarsson, sem gaf ekki kost á sér
til áframhaldandi stjómarsetu. Formaður
stjómar Félagsvísindastofnunar var Stefán
Ólafsson. Á deildarfundi, 11. maí 1994, var
kosin ný stjórn. Kosningu hlutu Jón Torfi
Jónasson, Friðrik H. Jónsson og Stefán
Ólafsson, og hélt Stefán áfram stjómarfor-
mannsstörfum.
Raunvísindadeild
Inngangur
Arið 1951 var tekin upp kennsla í heim-
spekideild til B. A. prófs í stærðfræði, eðlis-
ræði, efnafræði og landafræði. Árið 1965
‘Uttust raunvísindagreinamar úr heimspeki-
c e'ld í verkfræðideild, og við bættust líffræði
°g jarðfræði. Með reglugerðarbreytingu
969 var nafni deildarinnar breytt í verk-
ræði- og raunvísindadeild. Ári síðar hófst
,ru ára nám til lokaprófs í verkfræði og 3ja
“ra H. S. nám í stærðfræði, eðlisfræði, efna-
rreði, lfffræði, landa- og jarðfræði, svo og
Ja ara fyrrihlutanám í eðlis- og efnaverk-
ræði- Síðar bættust við nýjar námsleiðir í líf-
emafræði, tölvunarfræði, jarðeðlisfræði,
matvælafræði og haffræði. Kennsla deildar-
'nnar varð þannig stöðugt umfangsmeiri og
margþættari.
Með reglugerðarbreytingu árið 1985 var
'jerkfræði- og raunvísindadeild skipt í tvær
eildir, verkfræðideild og raunvísindadeild,
í hlut raunvísindadeildar kom að annast
ennslu í ýmsum undirstöðugreinum verk-
rmðinnar svo sem stærðfræði og eðlisfræði.
uk þjónustukennslu fyrir verkfræðideild
annast raunvísindadeild kennslu í efnafræði
-v' " læknadeild og tannlæknadeild og efna-
ræði og örverufræði fyrir lyfjafræði lyfsala
°8 hjúkrunarfræði.
Raunvfsindadeild skiptist eftir fræði-
Sminum í sex skorir: stærðfræðiskor, tölvun-
arfræðiskor (frá hausti 1988), eðlisfræðiskor,
efnafræðiskor, líffræðiskor og jarð- og land-
fræðiskor (heitir svo frá hausti 1988).
Helstu viðfangsefni deildar
Á tímabilinu 1990-1994 vom helstu við-
fangsefni raunvísindadeildar þrjú: efling
M. S. náms, hagræðing og endurskipulagn-
ing vegna niðurskurðar fjárveitinga samfara
fjölgun nemenda og breytingar í kennslu-
háttum. Gerð er grein fyrir þessum málum
undir sérstökum fyrirsögnum hér að neðan.
Stjórnsýsla
Forsetar raunvísindadeildar eru skv. hefð
kjömir til tveggja ára og er fylgt fastri röð
skora: eðlisfræði, tölvunarfræði, líffræði,
efnafræði, stærðfræði, jarð- og landfræði.
Varaforsetar hafa verið kjömir með sama
hætti og síðan tekið við af forseta, þannig að
samfella hefur fengist við stjóm deildarinnar.
Unnsteinn Stefánsson, dr. phil., gegndi starfí
deildarforseta 15. september 1989 til jafn-
lengdar 1991, eða fyrsta hluta þess tímabils,
sem hér er lýst. Varadeildarforseti hans, Egg-
ert Briem, lic. scient., tók við starfinu í sept-
ember 1991, en varaforseti hans, Sigurður
Steinþórsson, Ph. D., haustið 1993. Varafor-
seti frá 1993 var Öm Helgason, mag. scient.
Raunvísindadeild og verkfræðideild reka
sameiginlega skrifstofu í VR-II við Hjarðar-