Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Qupperneq 192
190
Árbók Háskóla íslands
og lagði fram sjö tillögur um framkvæmd
málsins. Málið var rætt, og urðu skoðanir
skiptar. Stefnumálin þrjú voru borin upp
þannig: 1) Staða kennaramenntunar í
Háskóla Islands verði styrkt með því að
leggja áherslu á menntun kennaraefna í ein-
stökum deildum og námsbrautum, þannig að
nemendur geti valið sér nám, sem geri þeim
kleift að stunda kennslu eða önnur störf að
námi loknu; 2) Aukin verði tengsl náms í
kennslugreinum í Háskóla Islands við nám í
uppeldis- og kennslufræðum svo líta megi á
nám í grein og nám í uppeldis- og kennslu-
fræðum sem heildstætt nám; 3) 30e námið í
uppeldis- og kennslufræðum verði bætt, bæði
fræðilegir og verklegir þættir þess. - Stefnu-
málin voru samþykkt.
Ennfremur var samþykkt eftirfarandi til-
laga: „Kennaramenntunamefnd verði skipuð
til þriggja ára og hafi það hlutverk að vinna
að samstilltri uppbyggingu kennaramennt-
unar í Háskóla Islands, m. a. með aukinni
samvinnu greina og uppeldis- og kennslu-
fræða. Nefndin vinni að því að efla samstarf
Háskólans við aðra skóla, bæði þá, sem fást
við kennaramenntun og þá skóla, sem kenn-
araefni koma til með að starfa við, og leiti
samráðs við menntamálaráðuneytið og fram-
haldsskóla varðandi reglur um embættis-
gengi kennara. Með nefndinni starfar
kennslustjóri í uppeldis- og kennslufræðum.“
Nefndin var skipuð og jafnframt samþykkt,
að framkvæmdastjóri kennslusviðs sitji fundi
nefndarinnar.
12.08.93: Lagt fram bréf mm., dags. 6. þ. m.
Oskað er svara við spumingum nefndar, sem
ráðherra skipaði til að undirbúa rammalög-
gjöf um kennaramenntun. Hlutverk nefndar-
innar er að semja drög að frumvarpi til laga
um uppeldis- og kennaramenntun ásamt
greinargerð. Erindinu var vísað til Kennara-
menntunamefndar háskólaráðs og svör
hennar send ráðuneytinu með bréfi rektors
23. nóvember 1993.
Ljósmæðranám
12.08.93: Með bréfi, dags. 27. f. m., óskaði
menntamálaráðuneytið eftir því, að Háskóli
íslands tilnefndi fulltrúa í nefnd, sem ráðu-
neytið hafði ákveðið að koma á fót til að gera
tillögur um flutning á ljósmæðranámi frá
heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu til
menntamálaráðuneytisins. Nefndin skyldi
ennfremur skoða sérstaklega inntökuskilyrði
og tímalengd ljósmæðranámsins.
Nefndin var skipuð 29. nóvember 1993.
Fulltrúi Háskólans í henni var Herdís Sveins-
dóttir, dósent.
Nám í kvennafræðum
03.02.94 og 17.02.94: Guðný Guðbjöms-
dóttir, dósent, og Þórunn Sigurðardóttir, fram-
kvæmdastjóri Rannsóknarstofu í kvenna-
fræðum, mæltu fyrir tillögu, um að háskóla-
ráð skipaði nefnd til að móta tillögur um frain-
tíðarskipan kennslu og náms í kvenna-
fræðum. Samþykkt.
Nám í táknmálstúlkun
10.12.92: Lagt var fram bréf mm., dags. 20.
nóvember sl., og samrit af bréfi til Sam-
skiptamiðstöðvar heymarlausra og heymar-
skertra, þar sem lýst var stuðningi ráðuneyt-
isins við menntun táknmálstúlka, og var
Samskiptamiðstöðinni falið að vinna að
nauðsynlegum undirbúningi, þar á meðal að
leita eftir skriflegum samningi við Háskóla
íslands um framkvæmd kennslunnar með
fyrirvara um samþykki ráðuneytisins.
Kynnt var erindi frá Samskiptamiðstöð
heymarlausra og heymarskertra um menntun
táknmálstúlka, sbr. bréf dags. 8. desember sl.
Rektor kynnti viðræður milli menntamála-
ráðuneytisins og Samskiptamiðstöðvarinnar.
09.12.93: Með bréfi til rektors kynnti forseti
heimspekideildar samþykkt deildarinnar fra
3. desember sl. að gera tilraun með kennslu i
táknmálsfræði og táknmálstúlkun í samvinnu
við Samskiptamiðstöð heymarlausra og
heymarskertra, sem hæfíst haustið 1994 og
lyki sumarið 1997. Samþykktinni fylgd*
greinargerð fyrir náminu.
03.02.94: Samþykkt var, að Margrét Jóns-
dóttir, dósent, yrði fulltrúi háskólaráðs i
stjómamefnd náms í táknmálsfræði og tákn-
málstúlkun
Sumarnámskeið
18.02.93: Fram var borin tillaga Guðmundar
Birgissonar, fulltrúa stúdenta, um sumarönn:
„Háskólaráð beinir því til deildarforseta, að
þeir kanni, hvort og þá með hvaða hætti