Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Side 195
jjr gerðabókum háskólaráðs
193
þessum sökum sitjum við hjá við afgreiðslu
framkvæmdaáætlunar fyrir árið 1994.“
Samþykkt var eftirfarandi bókun: „Há-
skólaráð samþykkir, að Starfsnefnd um
nýbyggingar á háskólalóð láti hanna hús á
lóðarreit austan Norræna hússins fyrir starf-
semi líffræði og Norrænu eldfjallastöðvar-
■nnar.“ Ennfremur var samþykkt „að fela
Starfsnefnd um nýbyggingar á háskólalóð að
§era í samráði við læknadeild tillögur um
framhald bygginga fyrir starfsemi deildar-
'nnar (læknisfræði, hjúkrunarfræði, sjúkra-
Þjálfun, rannsóknastofnanir). Tillögumar
æ«u að fela í sér endurskoðun á áætlun
Weeks um byggingaframkvæmdir umhverfis
Læknagarð í samráði við Yfirstjóm mann-
virkjagerðar á Landspítalalóð." Fram-
kvæmdaáætlun 1994 með ofangreindri breyt-
mgu var samþykkt með fyrirvara um að
áætlun um framlag Happdrættis H. í. standist.
ÖÍQL94: Fram var lögð til kynningar hug-
n>ynd stúdenta að nýtingu Aðalbyggingar
Háskólans eftir flutning bókasafnsins í Þjóð-
arbókhlöðu.
2^08^94; Rætt var um framtíðamotkun hús-
n®ðis, sem losna myndi í Aðalbyggingu
Háskólans, þegar Háskólabókasafn flytti í
f’jóðarbókhlöðu. Hafði rektor falið Magga
Jónssyni, arkitekt, að leggja fram tillögur um
nýtingu húsnæðisins.
-HLQL94: Þórður Kristinsson gaf yfírlit yfir
þörf á kennsluhúsnæði. Benti hann á, að
studentum í Háskólanum fjölgaði á hverju ári
°§ sýnt væri, að með óbreyttum kennslu-
háttum stefndi í óefni með kennsluhúsnæði.
Nú þegar væri mikill skortur á kennslu-
stofum, einkum stofum, sem tækju 30-50
neinendur, og væri mjög erfitt að koma
kennslu fyrir. Lagt var fram yfirlit yfir
nytingu kennsluhúsnæðis á haustmisseri
1994 og töflur um fjölda stúdenta. Nokkrar
ttrnræður urðu um yfirlit Þórðar.
Lélagsstofnun stúdenta, stúdentagarðar
2J-JL91i Valdimar K. Jónsson, prófessor, og
Arnar Þórisson, framkvæmdastjóri Félags-
stofnunar stúdenta, gerðu grein fyrir fyrir-
hiiguðum framkvæmdum á svæði, sem
nthlutað hefur verið til byggingar stúdenta-
§arða. Byggingamefnd Reykjavíkurborgar
nefur samþykkt með fyrirvara skipulag
byggðar fyrir 400 stúdenta. Fram kom fjöldi
spuminga, sem Valdimar og Amar svömðu.
Rektor hefur óskað eftir því, að Maggi Jóns-
son, arkitekt, ráðgjafi rektors í byggingar-
málum, skoði fyrirhugað skipulag með tilliti
til nýtingar landsvæðisins og ekki síst með
tilliti til bílastæða.
05.12,91: Maggi Jónsson, arkitekt, greindi
frá athugun sinni á framlögðum teikningum
af stúdentahverfi við Háskóla íslands og
einkum aðkomu að svæðinu og bílastæðum.
Lögð var fram eftirfarandi ályktun: „Háskóli
Islands samþykkir fyrir sitt leyti áform, sem
fram koma á uppdrætti Egils Guðmunds-
sonar og Þórarins Þórarinssonar, arkitekta,
dags. 8. júlí 1991, um stúdentabyggð á syðsta
hluta háskólalóðar. Sá fyrirvari er gerður, að
aðkoma að bílastæðum á norðurjaðri stúd-
entabyggðar verði aðlöguð bflastæðum á lóð
Háskóla íslands til samræmis við uppdrátt
Magga Jónssonar að skipulagi frá maí 1990,
svo að fyrirhuguð 232 bílastæði komist fyrir
á lóð Háskólans.“ Málið var rætt, og Maggi
svaraði athugasemdum og spumingum. Til-
lagan var síðan samþykkt einróma.
13.05.93: Rektor bar fram tillögu um framlag
H. í. til Byggingarsjóðs stúdenta, dags. 1.
apríl 1993: Sjá Byggingamál, 13.05.93.
íþróttahús
29.04,93: Gunnar G. Schram, forseti laga-
deildar, lagði fram svofellda bókun: „Forsögn
þeirri, er rektor hyggst láta vinna fyrir íþrótta-
hús, verði hraðað sem mest.“ Samþykkt.
04.08.94: Fram var lögð tillaga um byggingu
nýs íþróttahúss Háskóla Islands, undirrituð af
nokkrum háskólaráðsmönnum. Gunnar G.
Schram, fyrsti flutningsmaður tillögunnar,
skýrði hana og lagði áherslu á mikilvægi
þess, að Háskólinn fengi nýtt og stærra
íþróttahús til viðbótar við það gamla, sem nú
væri nær hálfrar aldar gamalt. A þessum tíma
hefði fjöldi stúdenta tífaldast. Málið var rætt
af áhuga og eftirfarandi tillaga samþykkt:
„Háskólaráð skorar á menntamálaráðherra
og fjármálaráðherra að beita sér fyrir því, að
fjárveiting fáist til þess að hefja byggingu
nýs íþróttahúss Háskóla íslands.“ Háskólaráð
fól íþróttanefnd að vinna með rektor að fram-
gangi málsins.