Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Blaðsíða 184
182
Árbók Háskóla íslands
gr. bætist ný málsgrein, sem verður 8. mgr.,
87. gr. svohljóðandi:
„I lagadeild er heimilt að stunda nám til
doktorsprófs í lögfræði samkvæmt nánari
reglum, sem lagadeild setur og háskólaráð
samþykkir."
01.09.94: Fram var lagt bréf Þórðar Kristins-
sonar, framkvæmdastjóra kennslusviðs,
dags. 29. f. m., varðandi tillögu að breytingu
á 56. gr., upphafi X. kafla og 74. gr. reglu-
gerðar fyrir Háskóla íslands. Breytingamar
eru í þrem liðum.
1. Við 56. gr. bætist nýr málsliður: Reglur,
sem deildir kunna að setja um slíkt nám
skulu staðfestar af háskólaráði.
2. í upphaf X. kafla á undan bókstafslið A
bætast sex nýjar málsgreinar svohljóð-
andi: Læknadeild veitir kennslu sem hér
segir. Til kandídatsprófs í læknisfræði. Til
lyfjafræðingsprófs. Til B. S. prófs í hjúkr-
unarfræði. Til B. S. prófs í sjúkraþjálfun.
Til meistara- og doktorsprófs í heilbrigðis-
og lífvísindunt á fræðasviðum, þar sem
nauðsynleg aðstaða er fyrir hendi. Deildin
setur nánari reglur um nám til meistara- og
doktorsprófs, sem háskólaráð staðfestir.
3. I 74. gr., 3. mgr. bætast tveir nýir máls-
liðir: Stúdent er ekki heimilt að gangast
undir próf í lok haustmisseris fyrsta árs
nema tvisvar sinnurn. Þeir stúdentar, sem
standast öll próf í annarri tilraun, en öðl-
ast ekki rétt til framhaldsnáms, fá þó að
reyna í þriðja sinn.
Liðir 1 og 2 voru samþykktir, en lið 3 var
frestað.
20.09.94: Samþykkt var breyting á reglugerð
Háskóla íslands. Fremst í 66. gr. bætast fimm
nýjar málsgreinar við svohljóðandi: Guð-
fræðideild veitir kennslu sern hér segir: Til
kandídatsprófs í guðfræði. Til B. A. prófs í
guðfræði. Til djáknaprófs. Til meistara- og
doktorsprófs í guðfræði samkvæmt nánari
reglum, sem guðfræðideild setur og háskóla-
ráð staðfestir.
• Stofnanir
02.01.92: Menntamálaráðuneytið sendi með
bréfi, dags. 23. f. m., ljósrit af reglugerð um
breytingu á reglugerð nr. 598/1982 um
Stofnun í erlendum tungumálum við heim-
spekideild Háskóla íslands.
04,03.92: Lagt fram bréf mm., dags. 26. f. m.
Sent ljósrit af nýrri reglugerð um Verkfræði-
stofnun Háskóla íslands.
07.04,94: Vésteinn Ólason, forseti heim-
spekideildar, mælti fyrir breytingu á reglu-
gerð um Stofnun í erlendum tungumálum við
heimspekideild Háskóla íslands nr. 598/
1982. Breytingin varðar skipun stjómar. Til-
lagan var samþykkt.
Rektorskjör
28.04.94: Fram var lögð greinargerð kjör-
stjómar rektorskjörs, dags. 11. þ. m. Föstu-
daginn 8. þ. m. fór fram rektorskjör við
Háskóla Islands. A kjörskrá kennara og ann-
arra starfsmanna voru 488, og greiddu 224
atkvæði eða 45,9%. Á kjörskrá stúdenta voru
5.240, og greiddu 271 atkvæði eða 5,2%-
Sveinbjöm Bjömsson hlaut 80,84% atkvæða
og var því rétt kjörinn rektor Háskóla íslands
til þriggja ára frá og með byrjun næsta
háskólaárs, það er frá og með 5. september
1994. Greinargerðina undirrituðu Jón Ragnar
Stefánsson, formaður kjörstjómar og aðrir
kjörstjómarmenn.
Sjálfseignarstofnun
04.08.94: Gunnar G. Schram, forseti laga-
deildar, mælti fyrir tillögu, sem hljóðaði svo:
„Háskólaráð samþykkir að láta fara fram
könnun á kostum þess og göllum, að Háskóli
íslands verði rekinn sem sjálfseignarstofnun.
Ráðið kýs nefnd 5 manna til þess að fram-
kvæma könnunina, og skulu niðurstöðumar
lagðar fyrir háskólaráð." Umræðu var frestað
(sjá Árbók 1994-1997).
Umhverfismál
28.04.94: Júlíus Sólnes, forseti verkfræði-
deildar, mælti fyrir skipun nefndar á vegum
háskólaráðs, sem ynni að stefnumörkun
Háskólans í umhverfismálum. Tillaga, undir-
rituð af Júlíusi og Gunnari G. Schram, for-
seta Iagadeildar, lá fyrir á fundinum. Málinu
var frestað.
23.06,94: Júlíus Sólnes hóf umræðu um
skipun nefndar um mótun stefnu Háskólans i
umhverfismálum. Samþykkt var að skipa
nefndina