Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Side 176
174
Árbók Háskóla íslands
fékkst við gæðarannsóknir á olíu (olíurann-
sóknir) fyrir olíufélögin, og þar starfaði hann
um árabil. Jóhann var yfirverkfræðingur
Sementsverksmiðju ríkisins 1969-1971,
stofnaði ásamt öðrum Polyplast hf. 1973 og
var framkvæmdastjóri þess 1973-1980. Hann
var kennari við Verzlunarskóla íslands 1945-
1953, við læknadeild Háskóla íslands 1955-
1957 og 1961-1964 (lyfjafræði lyfsala 1963-
1964) og verkfræðideild frá 1957. Jóhann sat
í Atvinnumálanefnd ríkisins 1955-1963, í
stjóm undirbúningsfélags um stálvinnslu frá
1970, var stjórnarformaður Stálfélagsins hf.
1982-1983. Jóhann var framkvæmdastjóri
Kjamfræðinefndar íslands 1962-1964 og for-
stöðumaður Almannavama ríkisins 1964-
1968 (Verkfrœðingalal, Rvk. 1996; MA-stúd-
entar I, Rvk. 1988, Mbl, 14. júlí 1994).
Háskólaráð árið 1993-1994. Talið frá vinstri: fulltrúar stúdenta: Hrönn Hrafnsdóttir, Andri M;u
Þórarinsson, Guðmundur Steingrimsson, Brynhildur Þórarinsdóttir; - Sigurjón Björnsson,
forseti félagsvísindadeildar, Helgi Valdimarsson, forseti læknadeildar, Gunnar G. Schram,
forseti lagadeildar, Jón Sveinbjörnsson, forseti guðfræðideildar, Sveinbjörn Bjömsson, rektor,
Gunnlaugur H. Jónsson, háskólaritari, Vésteinn Ólason, forseti heimspekideildar, Júlms
Sólnes, forseti verkfræðideildar, Guðntundur Magnússon, forseti viðskipta- og hagfra-’ði'
deildar, Þórður Eydal Magnússon, forseti tannlæknadeildar, Sigurður Steinþórsson, forseú
raunvísindadeildar; fulltrúar Félags háskólakennara, SverrirTómasson, fræðimaður, og Hörður
Filippusson, dósent.