Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Side 240
238
Árbók Háskóla íslands
nóvember 1993. Sigríður Halldórsdóttir,
lektor, sagði upp stöðu sinni frá 1. september
1991. Hún gegndi lektorsstöðu í heilbrigðis-
fræðslu ásamt skipulagningu á námi hjúkrun-
arfræðinga til B. S. prófs í hjúkrunarfræði.
Steinunn Garðarsdóttir, lektor, óskaði ekki
eftir, að ráðningarsamningur hennar, sem
rann út 30. júní 1993, yrði endurnýjaður.
Eftirtaldir lektorar hlutu framgang í
stöður dósenta á árunum 1990-1994: Guðrún
Kristjánsdóttir frá 1. mars 1992, Herdís
Sveinsdóttir frá 1. maí 1991, Inga Þórsdóttir
frá 1. október 1992, Kristín Bjömsdóttir frá
1. desember 1993 og Rúnar Vilhjálmsson frá
1. ágúst 1991.
Eftirtaldir kennarar voru skipaðir í stöður
sínar: Helga Jónsdóttir, lektor, frá 1. sept-
ember 1993, og Kristín Bjömsdóttir, lektor,
frá l.júlí 1991 til 31. júní 1992.
Eftirtaldir kennarar nýttu sér ákvæði í
kjarasamningi Félags háskólakennara um
rannsóknarleyfi: Guðrún Pétursdóttir, dós-
ent, á vormisseri 1994; Guðrún Kristjáns-
dóttir, dósent, skólaárið 1992-1993; Guðrún
Marteinsdóttir, dósent, á vormisseri 1993;
Hildur Sigurðardóttir, lektor, skólaárið 1993-
1994; Jón Olafur Skarphéðinsson, dósent,
skólaárið 1994-1995; Kristín Bjömsdóttir,
dósent, skólaárið 1994-1995; Marga Thome,
dósent, skólaárið 1992-1993; Margrét Gúst-
afsdóttir, dósent, skólaárið 1992-1993;
Rúnar Vilhjálmsson, dósent, skólaárið 1992-
1993. Helga Bragadóttir, hjúkrunarfræð-
ingur, var fastráðin stundakennari skólaárið
1992-1993. Hún hafði umsjón með kennslu
í barnahjúkrun, því umsjónarkennari nám-
skeiðsins, Guðrún Kristjánsdóttir, dósent,
var í leyfi frá kennslu og stjórnun. Ingibjörg
Sigmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur, var
fastráðin stundakennari á vormisseri 1993.
Hún hafði umsjón með kennslu í heilbrigð-
isfræðslu, en ekki hafði verið ráðinn kennari
í stað Sigríðar Halldórsdóttur. Jóhannes
Gíslason, næringarfræðingur, var fastráðinn
stundakennari í 28% stöðu skólaárið 1992-
1993. Hann kenndi næringarfræði í bams-
burðarleyfi Ingu Þórsdóttur, lektors. Tekin
var sú ákvörðun árið 1991 að ráða deildar-
stjóra í verknámsstofu, sem hefði umsjón
með rekstri stofunnar og þeirrar kennslu,
sem þar fer fram. Frá 15. september 1991
hefur Hlíf Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræð-
ingur, gegnt þessari stöðu, fyrst í 37% starfí,
en í 74% starfshlutfalli frá 1. september 1992.
Frá 1. júní 1993 hefur kennslustjóri
starfað við námsbrautina. Hlutverk kennslu-
stjóra er að hafa umsjón með gerð stunda-
skrár, skipulagningu og samstarfi við heil-
brigðisstofnanir vegna verknáms nemenda
og að gefa nemendum leiðbeiningar um klín-
ískt nám og fylgjast með námsframvindu
þeirra í því. Ásrún Kristjánsdóttir hefur gegnt
þessu starfi frá upphafi, fyrst í 100% stöðu,
en frá 1. júní 1994 hefur starfshlutfallið verið
50%. Perla Kolka, skrifstofustjóri náms-
brauta í læknadeild, hætti störfum sökum
aldurs 1. september 1990. Við þeim hluta
starfs hennar, sem tilheyrir námsbraut t
hjúkrunarfræði, tók Guðlaug Vilbogadóttir,
deildarfulltrúi, sem fékk þá starfsheitið skrif-
stofustjóri. Soffía Sigurðardóttir tók við
starfi fulltrúa 1. janúar 1990. Hún hætti að
eigin ósk 31. desember 1993. í mars 1994 tók
Fanney Kristbjarnardóttir við starfi hennar
og gegndi því fram í júní 1994. í ágúst sama
ár tók Marta Pálsdóttir síðan við starfinu.
Heba Hilmarsdóttir, fulltrúi í hálfri stöðu.
sagði starfi sínu lausu í aprfl 1991. Marta
Kristín Jónsdóttir tók við starfi hennar til
júlíloka 1991. Kristjana Steinþórsdóttir sagði
stöðu sinni sem fulltrúi í 50% starfi lausri j
september 1991. Ingibjörg Ingadóttir hóf
starf íheilli stöðu fulltrúa 1. september 1991-
Andlát
Hinn 24. nóvember 1994 lést Guðrún
Marteinsdóttir, dósent. langt unr aldur fram-
Guðrún var ein af fyrstu kennurum náms-
brautar í hjúkrunarfræði og brautryðjandi i
kennslu og rannsóknum innan brautarinnar.
Hennar var minnst í Fréltabréfi Háskóúu
Islands í september 1995.
Rannsóknir kennara
ítarlegar upplýsingar um rannsókmr
kennara er að finna í ritinu Rannsóknir viS
Háskóla íslands og í Árbókum Háskóla
íslands. Sérstaklega skal þó nefna rannsóknu
Helgu Jónsdóttur, lektors, og Kristínar
Bjömsdóttur, dósents, sem þær unnu í dokt-
orsnámi sínu. Helga Jónsdóttir varði doktors-