Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Side 231
Starfsemi háskóladeilda
229
kapellan væri í notkun. Samþykkt var, að
Kristján Búason ynni að því að útvega reyk-
'ngafólki sómasamlegt reykingapláss.
Vígslubiskupskjör
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið staðfesti
með bréfi, dags. 23. febrúar 1994, að kenn-
arar í föstu starfi við guðfræðideild hefðu
kosningarétt við vígslubiskupskjör, enda
væru þeir guðfræðikandídatar. Jafnframt
ylgdi breyting á reglugerð Háskóla íslands
nr- 118 frá 12. mars 1991 þessu Iútandi.
Gjafir
Bókagjöf barst frá prófessor Leif Grane
°g fleiri kennurum við Kaupmannahafnarhá-
skóla. Frú Guðný Jónasdóttir færði deildinni
bókagjöf, og bókagjöf barst frá ónefndum
kaþólskum velunnara deildarinnar. Frú Beat-
rice Bixon frá New Haven í Connecticut í
Bandaríkjunum færði deildinni að gjöf safn
bóka í gyðinglegum fræðum. Gjöfinni var
veitt viðtaka við athöfn 11. ágúst 1992.
Önnur mál
Deildarfundur guðfræðideildar sam-
þykkti 18. maí 1994 að verða við þeim til-
mælurn áhugamannahóps homma og lesbía
um trúarlíf, að hópurinn fengi að standa fyrir
helgihaldi í kapellu Háskólans 25. júní 1994,
að því tilskildu, að helgiathöfnin rækist ekki
á við háskólahátíð að mati háskólarektors, en
háskólahátíð var haldin þennan sama dag.
Læknadeild
Stjórnsýsla
Forseti læknadeildar tímabilið 1988-
90 var þ5r5ur Harðarson. Varadeildar-
orseti þá var Helgi Valdimarsson. Gunnar
uðniundsson gegndi deildarforsetastörfum
9O-1992, en Helgi Valdimarsson hélt
a ram sem varadeildarforseti. Helgi Valdi-
raarsson var deildarforseti tímabilið 1992-
yo og Einar Stefánsson varadeildarforseti.
nð 1995 tók Einar Stefánsson við deild-
ar orsetastarfí, og Jóhann Ágúst Sigurðsson
ar kosinn varadeildarforseti.
Eins og áður hefur verið getið í Árbók
Q askólans er stjórnkerfi Læknadeildar flókið
8 afbrigðilegt samanborðið við aðrar
oddir. Tengsl og samstarf á milli einstakra
yUrasbrauta, sem deildin er samsett af, hafa
að'f ^remur lítil, og ekki hefur orðið úr því
orna á skorarkerfi innan deildarinnar eins
er 1 öðrum stærri deildum Háskólans svo
j.ern 1 raunvísindadeild. Full ástæða er til að
-na betur, hvort ekki sé hægt að koma
er' ,u kurfi á. Skorir hefðu sjálfræði líkt og nú
1 númsbrautum læknadeildar, en tengslin
fy .U núnari. Auk nánari tengsla myndi slíkt
0 rirk°mulag vera hagnýtt bæði fyrir kennslu
m , rannsóknir auk samnýtingar gagna o. fl.
ai'ishrautir innan læknadeildar hafa átt
áheymarfulltrúa í deildarráði, og lyfjafræði
lyfsala á þar fulltrúa með fullum réttindum.
Námsbrautimar hafa hins vegar nánast ekkert
samstarf haft við deildarforseta varðandi sín
mál, sem farið hafa fyrir háskólaráð, ef
undan er skilin lyfjafræði lyfsala, en þrátt
fyrir það hefur deildarforseti reynt eftir bestu
getu að vera málsvari þeirra á háskólaráðs-
fundum.
í skýrslu sinni, 27. maí 1992, gat deildar-
forseti þess, að mæting fastra kennara á
deildarfundi hafi verið mjög léleg, og er
nefnt, að fresta hafi orðið endurtekið af-
greiðslu mála á deildarfundum vegna lélegrar
mætingar, og að fundimir hafi ekki verið lög-
legir. Því er nú í sérhverri fundarboðun
ítrekað, að það er hluti af vinnuskyldu kenn-
ara að mæta á deildarfundum, og forföll
verða að vera lögmæt.
Á deildarráðsfundi, 16. september 1992,
kynnti nýr deildarforseti, Helgi Valdimars-
son, nokkur meginviðfangsefni, sem hann
myndi beita sér fyrir á komandi háskólaári,
en þau voru hagræðing í rekstri og bætt
kennsla í læknadeild-læknisfræði; fram-
gangur hlutadósenta í prófessorsstöður;
tengsl læknadeildar við heilbrigðisstofnanir;
byggingarframkvæmdir og byggingaráætl-