Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Blaðsíða 257
Starfsemi háskóladeilda
255
Nefndin fór lofsamlegum orðum um starfið í
skorinni, einkum rannsóknir og kennslu, en
benti jafnframt á æskilegar umbætur, einkum
í meistaranáminu.
Lokakaflinn í skýrslu nefndarinnar hljóð-
aði svo: „Niðurstöður og tillögur. Skýrslunni
lýkur með stuttri samantekt á helstu tillögum
pg niðurstöðum. Almennt gæðastig námsefn-
'sins, bæði á B. S. og M. S. stigi, er hátt og
stenst fyllilega alþjóðlegan samanburð. End-
urskoða ætti uppbyggingu B. S. námsins til
að nemendur öðlist víðtækari undirstöðu-
þekkingu til að vinna sem hagl'ræðingar á
sviði viðskipta og stjómsýslu á Islandi. Þessu
takmarki má ná með því að fjölga valnám-
skeiðum með áherslu á hagnýt fræði eða með
því að bjóða upp á þverfagleg námskeið með
óðmm félagsvísindagreinum. Nauðsynlegt er
að endurskipuleggja markmið og fræðilega
nppbyggingu M. S. námsins. Það er áhyggju-
efni, hve fáir nemendur ljúka náminu.
Staða deildarinnar að því er varðar rann-
soknir kennara er framúrskarandi, og kenn-
arar hafa fengið greinar sínar birtar í fjölda
virtra tímarita. Smæð skorarinnar er augljós-
lega til baga og rannsóknarvinna yrði öflugri,
ef kennurum væri fjölgað, einkum á sviði
fræðilegrar og hagnýtrar rekstrarhagfræði.
Nauðsynlegt er að halda góðu jafnvægi á
rrnlli fræðilegra rannsókna og hagnýtingu
rannsókna. Skorin getur notið góðs af starf-
serni Hagfræðistofnunar. Þó verður að gæta
þess, að fjárhagslegt hvatakerfi leggi ekki of
mikla áherslu á hagnýt verkefni á kostnað
fræðistarfs. Að þessu leyti eru lág grunnlaun
háskólakennara til baga.
Afar eftirtektarvert er, hvemig skorinni
hefur tekist að halda nánum tengslum við hið
alþjóðlega hagfræðisamfélag, og þar með
yfirstigið erfiðleika, sem landfræðileg ein-
angrun og smæð geta haft í för með sér.
Tengsl skorarinnar við íslenskt samfélag í
heild virðast einnig vera mjög góð. Þótt
aðbúnaður skorarinnar sé mjög góður, er
bókasafn hennar ekki nægilega vel í stakk
búið til að vera sá grunnur, sem nauðsynlegur
er fyrir kennslu og rannsóknarstörf. Jafnvel
Þótt áform um að bjóða upp á doktorsnám
við skorina séu athyglisverð, er mikilvægt að
huga vel að þeim kostum og göllum, sem því
eru samfara.
Nefndarmenn vilja gjaman bæta við
einni athugasemd varðandi matsaðferðina
sem slíka. Eins og þegar hefur verið minnst
á, var ekki gerð nein sjálfsmatsskýrsla af
hálfu skorarinnar, áður en nefndarmenn
framkvæmdu sitt utanaðkomandi mat.
Nefndarmenn telja þetta miður af tveimur
ástæðum. í fyrsta lagi hefði það auðveldað
störf hinnar utanaðkomandi nefndar. í öðru
lagi hefði skorin haft hag af því að semja
skýrslu, þar sem komið hefði fram sameigin-
legt mat á kostum og göllum skorarinnar.
Nefndarmenn vilja einnig taka fram, að
einstakir kennarar skorarinnar hafa fúslega
látið í té upplýsingar og skoðanir, og sam-
skipti við þá hafa verið árangursrík og
ánægjuleg. Niðurstaða nefndarmanna byggð
á mati þeirra á hagfræðiskor Háskóla Islands
er mjög jákvæð. Skorin stendur sig vel bæði
á sviði kennslu og rannsókna. Þetta þýðir þó
ekki, að engin vandamál séu fyrir hendi. En
hæfni starfsliðs er slík að gera má ráð fyrir,
að öll slík vandamál megi leysa.“
Þorvaldur Gylfason.
Málstofa í hagfræði 1991-1994
Dagskrá málstofu í hagfræði fyrstu sex
árin, 1985-1990, var rakin í Fréttabréfi
Háskólans 1990. Hér birtist dagskrá málstof-
unnar 1991-1994.
1. Donald N. McCloskey, University of Iowa:
Forecasting and Persuasion, 20. mars 1991.
2. Jón Daníelsson: Simulated Maximum Likeli-
hood Estimation ofLatent Variable Economic
Systems, 21. mars 1991.
3. Halldór Pálsson, Department of Fisheries and
Oceans, Kanada: The Harvesting Economics
of the Fin-Whale Stock ojf Iceland, 15. maí
1991.
4. Birgir Þór Runólfsson: Skipulegt stjórnleysi?
íslenska þjóðveldið frá sjónarhorni stofnana-
hagfrœðinnar, 16. maí 1991.
5. Eirik G. Furubotn, University of Texas í
Arlington: Income Transfers, Entrepreneurial
Effort, and the Coase Theorem, 28. maí 1991.
6. Torben M. Andersen, Háskólanum í Árósum:
E.xchange Rate Policies and Interest Rate De-
termination in the Nordic Countries, 22. ágúst
1991.