Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Page 35
Ræður rektors
33
ar gefið fyrirheit um. Þar hlýtur framsýni að
ráða gerðum með það að markmiði, að sjóð-
urinn veiti tækifæri til náms óháð efnahag
líkt og verið hefur. Sem dæmi um áhyggju-
efni mætti nefna, að verði hugmyndir frum-
varpsins um vexti og endurgreiðslur að lög-
unt, er líklegt, að engir námsmenn, sem þurfa
að taka lán til náms, telji sig hafa efni á að
nema í þeim löndum, sem krefjast skóla-
gjalda, en það á einkum við Bandaríkin og
Bretland. Nú mun nær þriðjungur stúdenta í
framhaldsnámi vera í Bandaríkjunum. Þótt
tengsl okkar við Norðurlönd og Vestur-Evr-
ópu séu mikilvæg, getur varla talist ráðlegt
að skera svo á bönd við Bandaríkin og önnur
enskumælandi lönd, að þar geti aðeins stund-
að nám þeir, sem eru svo vel efnaðir, að þeir
þnrfa ekki á aðstoð Lánasjóðs að halda.
Víkjum þá að bjartari hliðum dægurum-
ræðu. Það er öllum ljóst, að ærin verkefni
bíða á sviði skólamála. Þar verða þó ekki tek-
m heljarstökk eftir duttlungum ráðamanna.
Allar breytingar taka langan tíma og hafa
langvarandi áhrif. Þær verða því að byggjast
á fyrirhyggju og framsýni. Háskólinn hefur
mælst til þess við menntamálaráðherra, að
hann hlutist til um, að skipuð verði Þróunar-
nefnd Háskóla íslands, sem hefði það hlut-
verk að afla gagna um háskólamenntun og
rannsóknir og gildi þeirra fyrir atvinnulíf og
menningu þjóðarinnar. í starfi sínu tæki
nefndin mið af þróun háskóla með OECD-
ríkjum og þörfum þjóðfélags okkar fyrir al-
menna menntun, starfsmenntun og rannsókn-
ir á háskólastigi. Sérstaklega verði þar hugað
að aukinni þjónustu Háskólans við atvinnulíf
í landinu. I ljósi þessara gagna og viðmiða
mundi nefndin ræða málefni Háskóla íslands
og gera tillögur til menntamálaráðuneytisins
og háskólaráðs um mörkun stefnu í þróun
Háskóla íslands, svo og tillögur um sam-
vinnu hans og verkaskiptingu við aðra skóla
á háskólastigi.
Það er von Háskólans, að starf nefndar
sem þessarar geti eflt skilning á háskóla-
menntun og leiðbeint ráðamönnum við þær
ákvarðanir, sem þeir þurfa taka og ættu að
tryggja, að þeir fjármunir, sem þjóðin ver til
háskóla, nýtist henni til framfara.
Kæru kandídatar, nú er komið að þeirri
stundu, að þið takið við vitnisburði Háskól-
ans um árangur ykkar í námi. Þótt við skilj-
um nú að sinni, er vert að muna, að Háskól-
inn mun alla tíð vera fús að veita ykkur að-
stoð og stuðning í störfum og hverja þá við-
bótarmenntun, sem þið kunnið að kjósa og
hann megnar að veita. Við þökkum ykkur
ánægjulegt samstarf og samveru og óskum
ykkur og fjölskyldum ykkar gæfu og gengis
á komandi árum. Guð veri með ykkur.
Brautskráning kandídata 27. júní 1992
Kœru kandídatar og gestir, ágcetir samstarfs-
menn.
Eg býð ykkur hjartanlega velkomin til
þessarar Háskólahátíðar og brautskráningar
kandídata. Ég flyt ykkur einnig kveðju Ólafs
G- Einarssonar, menntamálaráðherra, sem er
staddur erlendis. Háskólaprófið, sem við
fögnum á þessari stundu, er mikilvægur
afangi í lffi hvers stúdents. Efstar í ykkar
huga eru hins vegar þær væntingar, sem þið
hafið borið í brjósti um áhugavert starf eða
næsta áfanga í framhaldsnámi. Hverjar
skyldu vera líkur á því, að þið fáið störf við
ykkar hæfi? Þar er vert að hafa í huga, að há-
skólamenntun er ekki eingöngu menntun til
sérgreinds starfs, heldur á hún að gera ykkur
almennt hæfari til að takast á við vandamál
lífsins.Við vonum að sú þjálfun, sem þið haf-
ið hlotið hér, geri ykkur sjálfbjarga til að
mæta erfiðleikum og nýta ný viðhorf og
þekkingu til aukins þroska og víðsýni.
í umræðu um Háskólann og málefni hans
er af mörgu að taka. Að þessu sinni hef ég
valið þann kost að ræða aðsókn að háskóla-
námi og nefna nokkur framfaramál, þar sem
Háskólinn gæti lagt töluvert af mörkum með