Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Qupperneq 278
276
Árbók Háskóla íslands
Kennslukostnaður raunvísindadeildar og einstakra skora, fjárveitingar
og heildarútgjöld 1990-1994 (þús. kr.)
Ár Stæ. Eðl. Efn. Líf. J&L Töl. Raunvd. Fjárv. Heildarútg.
1990 25.796 28.485 45.543 42.440 25.777 10.583 178.624 188.189 193.088
1991 26.809 31.643 56.681 56.541 31.375 13.913 216.961 205.881 232.539
1992 28.928 31.154 54.050 52.662 29.267 13.967 210.028 224.473 230.115
1993 25.643 31.779 56.163 52.557 27.853 15.401 209.395 214.600 223.235
1994 27.999 31.136 56.212 53.013 30.495 15.369 214.225 214.600 218.905
reyndist raunvísindadeild mjög örðugt að
halda sig innan ramma fjárveitinga. Brugðist
var við með niðurfellingu námskeiða,
fækkun valgreina, niðurfellingu og styttingu
námsferða o. fl., auk þess sem sett var á lagg-
imar sérstök fjármálanefnd deildarinnar til að
fara ofan í saumana á rekstrinum og gera til-
lögur til úrbóta. Meðal verka nefndarinnar
var að greina raunverulegan kennslukostnað
frá öðmm kostnaði - taflan sýnir kennslu-
kostnað skora og deildar í heild fyrir árin
1990 til 1994, svo og fjárveitingu og heildar-
útgjöld deildar á tímabilinu.
Eins og taflan ber með sér jókst kennslu-
kostnaður raunvísindadeildar, einkum efna-
fræði- og líffræðiskora, mjög á milli áranna
1990 og 1991. Á þessu era ýmsar skýringar:
nemendafjölgun varð veraleg í deildinni,
einkum í ofangreindum skoram, auk þess
sem talsverð kennsla færðist til sömu skora
frá læknadeild. Verðbólga var talsverð á milli
ára, og loks varð umtalsverður kostnaður af
verkfalli stundakennara. Hins vegar lýsir
taflan líka verulegum árangri af hagræðing-
araðgerðum deildar, því frá 1991 hafa
útgjöldin lækkað í krónum talið og ennþá
meira að raungildi, þrátt fyrir fjölgun nem-
enda.
Sigurður Steinþórsson.
Verkfræðideild
Stjórnsýsla
Deildarforseti er framkvæmdastjóri deild-
ar. Deildarfundir geta framselt ákvörðunar-
vald sitt í einstökum málum eða mála-
flokkum til deildarráða. Deildarráð í verk-
fræðideild er skipað deildarforseta og vara-
deildarforseta, formönnum einstakra skora,
einum fulltrúa aðjúnkta og tveimur fulltrúum
stúdenta. Skorir í verkfræðideild eru þrjár,
byggingarverkfræðiskor, vélaverkfræðiskor
og rafmagnsverkfræðiskor.
Forsetar verkfræðideildar voru: Þor-
steinn Helgason, september 1991 - sept-
ernber 1993; Júlíus Sólnes, september 1993
- september 1995. Varaforsetar voru Gísli
Jónsson, september 1991 - september 1993;
Pétur K. Maack, september 1993 - september
1995. Ritari deildarfunda var Sigurður V.
Friðþjófsson, skrifstofustjóri.
Pétur K. Maack lét í ljós þá skoðun á
deildarráðsfundi, 5. október 1993, að fundar-
gerðir væru óþarflega ítarlegar, og var
ákveðið að stikla á stóra framvegis. Á deild-
arfundi, 17. mars 1993, voru eftirtaldir
kjömir skorarformenn: Ragnar Sigbjömsson,
byggingarverkfræðiskor, Sigurður Brynjólfs-
son, vélaverkfræðiskor, og Jón Atli Bene-
diktsson, rafmagnsverkfræðiskor. Á deildar-
fundi, 26. aprfl 1994, varsamþykkt, að skorir
deildarinnar skyldu héreftir hafa þessi heiti:
rafmagns- og tölvuverkfræðiskor, umhverfis-
og byggingarverkfræðiskor og véla- og iðn-
aðarverkfræðiskor.