Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Blaðsíða 225
Úr gerðabókum háskólaráðs
223
honum var Dr. Burkhart Miiller, aðalritari
þýska Vísindasjóðsins (Deutsche Forsch-
ungsgenieinschaft).
Herdísarvík
84.08.Q4- Fram var lagt bréf undirritað af
prófessor Jónasi Elíassyni, formanni Herdís-
urvíkurnefndar, dags. 26. f. m. Óskað var
eftir, að háskólaráð hlutaðist til um, að nauð-
synlegar sjóvarnir yrðu reistar í Herdísarvík
ún tafar. Samþykkt.
Iðorð
2l_.05.92: Fram var lögð tillaga að ályktun,
ftugs. 27. febrúar sl., þess efnis, að til íðorða-
starfsemi í Háskólanum skyldi varið 2 m. kr.
uf ráðstöfunarfé Háskólans árið 1993, sem
rektor ákvæði í samráði við íslenska málstöð.
Samþykkt.
Norrænir rektorar
-I2DS.93: Lagt var fram bréf mm., dags. 13.
ft m., þar sem vísað er til bréfs rektors, dags.
24. júní 1993, um fyrirhugað þing norrænna
rektora í Reykjavík, 30.-31. maí 1994.
^tytta af Sæmundi fróða í Odda
ÍLÍL93: Rektor lagði til, að í virðingarskyni
v‘ð Sæmund fróða og Odda á Rangárvöllum
yrði Oddafélaginu heimilað að gera afsteypu
uft styttu Háskólans af Sæmundi á selnum
ftyrir Odda á Rangárvöllum. Tillagan var
samþykkt með því skilyrði, að heimildin
næði ekki til annarrar notkunar á styttunni og
með þeirri ábendingu, að vel færi á, að lista-
manni yrði falið að gera nýtt verk af
Særnundi á selnum.
Tóbaksvarnir
-^84=93: Gísli Jónsson, varaforseti verk-
ra.“ðideildar, mælti fyrir tillögu um tóbaks-
vamir í byggingum Háskóla íslands. Fyrir
'undinum lá bréf til stuðnings málefninu,
‘Ifgs. 14. þ m Tillagan fól í sér, að háskóla-
mð skipaði þriggja manna tóbaksvamanefnd,
°g skyldi a. m. k. einn nefndarmanna vera
s®rfróður um skaðsemi tóbaks eða tóbaks-
varnir. Nefndin ætti að gera úttekt á því, hve
vel í byggingum Háskóla íslands er farið að
ógum um tóbaksvamir, nr. 74/1984, og
reglugerð um tóbaksvamir á vinnustöðum,
nr. 487/1985. Hún ætti að gera tillögur um
úrbætur, reynist þess þörf og hvort til greina
komi að banna alfarið reykingar í byggingum
Háskólans. Háskólaráð lýsti yfír ánægju
sinni með tillögu Gísla Jónssonar og fól
rektor að annast framkvæmd hennar. Nefndin
var skipuð í maí 1993.
23.06.94: Maggi Jónsson, formaður nefndar
um tóbaksvarnir, kynnti álit nefndar sinnar,
dags. í júní 1994. Nefndarálitinu fylgdi sérálit
eins nefndarmanna. Fram var lögð eftirfarandi
tillaga undirrituð af tveim fulltrúum stúdenta.
„Frá og með 1. september 1994 skulu í eftir-
töldum byggingum Háskóla íslands allar
reykingar vera bannaðar í almenningum,
kennslurýmum og óskiptum kaffistofum: a)
Aðalbyggingu, b) Lögbergi, c) Arnagarði, d)
Odda, e) Læknagarði, 0 VR-II, g) Skólabæ."
Ennfremur var tillaga að ályktun: „Stefnt skal
að því, að allar reykingar í húsum skólans
verði bannaðar frá og með 1. janúar árið
2000.“ Afgreiðslu var frestað.
18.08.94: Lögð var fram tillaga, endurbætt
og undirrituð af stúdentunum Andra Má Þór-
arinssyni og Brynhildi Þórarinsdottur. Andri
Már gerði grein fyrir málinu. Tillagan var
rædd og samþykkt með smávægilegum
breytingum, 4. liður tillögunnar var ielldur
brott, enda féll efni hans undir lið 1. Sam-
þykkt hljóðar tillagan svo: „1) Frá og með 5.
september 1994 skal framfylgja banni við
reykingum í almenningi. kennslurými og
kaffistofum bygginga H. í. 2) Reykingar í
einkaherbergjum starfsmanna eru einungis
heimilaðar að því tilskildu, að þær trufli ekki
aðra, sem þangað þurfa að leita. 3) 1 húsnæði,
sem fleiri en einn hafa afnot af, eru reykingar
ekki leyfðar.“ Stúdentar lögðu jafnframt fram
tillögu að ályktun: „Stefnt skal að því, að
allar reykingar í húsum skólans verði bann-
aðar frá og með 1. janúar 1997.“ Tillagan var
rædd og samþykkt með nokkrum breyt-
ingum. Hin samþykkta tillaga hljóðar svo:
„Allar reykingar í húsum Háskólans skulu
bannaðar frá og með 1. janúar 1995.
Atkvæði féllu þannig, að 8 sögðu já og 2 nei.