Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Síða 281
Starfsemi háskóladeilda
279
fékk framgang í dósentsstöðu 1994 og
Magnús Þór Jónsson, dósent í vélaverkfræði,
var skipaður prófessor frá 1. september 1994.
Andlát
Ottar P. Halldórsson, prófessor í bygg-
ingarverkfræði, lést 14. september 1992.
Nemendur
Stúdentar fóru þess á leit á haustmisseri
1991, að bókasafn verkfræði- og raunvís-
indadeilda í VR-II yrði haft opið til kl. 11 á
kvöldin mánudaga til föstudaga, og var þeirri
beiðni komið á framfæri við rétta aðila. Vorið
1991 barst erindi frá Vélskóla íslands þess
efnis, að Háskóli íslands viðurkenndi próf frá
Vélskólanum sem jafngildi stúdentsprófs til
mnritunar í Háskólann. I umsögn Kennslu-
málanefndar kom þá fram, að nemendur Vél-
skólans vantaði nokkuð á í íslensku, þriðja
tungumáli og einnig í tæknigreinum til þess
að hægt væri að fallast á umrædda viður-
kenningu. Um haustið sama ár barst enn
erindi til verkfræðideildar frá Vélskóla
Islands um þetta mál, og var því vísað til
skora, sem kváðust ekki reiðubúnar til þess
að taka afstöðu í málinu. Málinu var þá vísað
til deildarráðs. Niðurstaðan var sú, að meta
ytði nám hvers nemenda fyrir sig, og hafa
yrði þar hliðsjón af raungreinaprófi frá
Tækniskóla íslands. Hefði þetta reyndar
þegar verið gert og tveir nemendur frá Vél-
skólanum lokið M. S. prófi í verkfræði og
einn væri í doktorsnámi. Seinna var sam-
Þykkt, að nemendur, sem lokið hefðu 4. stigi
Vélskólans, væru tækir í verkfræðideild.
Á deildarráðsfundi, 1. apríl 1992, mót-
niælti Bjami Þ. Bjamason, stúdent, því, að
niðurskurður í spamaðarskyni virtist ein-
göngu ætla að bitna á nemendum, með stytt-
'ngu próftíma, takmarkaðri heimild til haust-
Prófa o. II. Kennarar gætu litið í eigin barm
°g bætt sumt, sem úrskeiðis færi hjá þeim.
Beindi hann þeim tilmælum til deildar, að í
stað þess að skera niður leitaði deildin til
atvinnulífsins um fjárstuðning og héldi áfram
að byggja upp deildina.
Að frumkvæði nemenda lánaði fyrir-
tækið Kristján Ó. Skagfjörð öfluga tölvu til
notkunar í skjáverinu 1993. í apríl það ár var
von á forstjóra Apple fyrirtækisins í heim-
sókn til landsins, og hann óskaði eftir að
skoða tölvuaðstöðu nemenda verkfræði-
deildar.
Úttekt á verkfræðideild
Ákveðið var að fá bandarísku stofnunina
ABET (Accreditation Board for Engineering
and Technology) til þess að gera úttekt á
verkfræðideild, en ABET hafði þá nýlega
gert tilsvarandi úttekt á háskólanum í Eind-
hoven í Hollandi. Verkfræðingafélag Islands,
menntamálaráðuneytið og verkfræðideild
skiptu með sér kostnaðinum, sem nam 25
þúsund dollurum eða um 1,5 milljónum kr.
ABET-nefndin kynnti sér starf verkfræði-
deildar dagana 14.-17. mars 1993 og ræddi
við kennara.
Almennt var verkfræðikennslunni hælt,
hún talin jafnvel fremri en flestra verkfræði-
háskóla í USA, og útskrifaðir verkfræðinem-
endur frá Háskóla íslands væru mjög sam-
keppnishæfir alþjóðlega. Fjögurra ára verk-
fræðinám lægi á milli amerískrar B. Sc. og
M. Sc. gráðu. M. S. kennsla, sem í boði væri
í deildinni, taldist góð, en leggja bæri áherslu
á, að nýir kennarar hefðu hlotið framhalds-
menntun erlendis.
En margt var samt gagnrýnisvert í
einstökum atriðum. Of mikil áhersla var á
burðarþolsfræði í byggingarverkfræði, þ. e.
byggingarverkfræði í þrengsta skilningi, á
kostnað annarra greina svo sem jarðvegs- og
veitufræði, flutningafræði, umhverfisfræði,
gæðastjómun og siðfræði. Bæta þyrfti tengsl
við starfandi verkfræðinga, og verja ætti
meiri tíma í stefnumörkun og símat á nám-
inu. Skortur á samvinnu, heildarskipulagi og
langtímaáætlunum bagaði rafmagnsverk-
fræðiskor, og eldri kennarar þar veittu yngri
kennurum litla leiðsögn. Engin efnafræði var
kennd í skorinni, sem var andstætt amer-
ískum reglum. Skortur var á grunnrann-
sóknum í vélaverkfræði, og tækja- og hús-
næðiskostur var þar bagalega lítili.
íhuga bæri, hvort ekki töpuðust margir
efnilegir námsmenn í hinu mikla falli nem-
enda í upphafí verkfræðináms, sem hefðu
getað orðið nýtir verkfræðingar. Endurskipu-
leggja þyrfti fyrstu tvö árin nemendum meira
til stuðnings; inngangsverkfræðinámskeið
kæmu þá strax á 1. ári, en stoðgreinar, stærð-