Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Side 187
jJr gerðabókum háskólaráðs
185
valda um endurgreiðslu og niðurfellingu
virðisaukaskatts. Tillaga rektors var sam-
Þykkt. Greint var frá ósk Stúdentaráðs um
framlag Háskólans til vinnu við undirbúning
^órátaks fyrir bættu bókasafni við Háskóla
Islands. Rektor var falið að leita leiða til
stuðnings við undirbúningsvinnuna.
Háskólasjónvarp - Kennsluvarp Háskól-
ans
121)2^2: Sigmundur Guðbjamason, for-
aiaður nefndar háskólaráðs um stofnun
háskólasjónvarps, gerði grein fyrir störfum
nefndarinnar frá 28. ágúst 1991 til febrúar
1992 og lagði fram skýrslu. Rektor og Þor-
steinn Helgason, sem einnig átti sæti í nefnd-
tnni, gerðu líka grein fyrir málinu. Eftirfar-
andi bókun var samþykkt: „I tilefni misskiln-
lngs, sem vart hefur orðið vegna umsóknar
Iláskólans um útvarpsleyfi, áréttar háskóla-
rað, að ákvörðun um stofnun háskólasjón-
varps hefur ekki verið tekin og ekkert fé af
ijárveitingu Háskólans hefur verið né verður
notað til háskólasjónvarps á þessu fjárhags-
art- Akvarðanir um háskólasjónvarp verða
teknar, þegar niðurstöður könnunamefndar
’iggja fyrir á næsta hausti."
QQ4f)2: í bréfi menntamálaráðuneytisins til
háskólaráðs, dags. 3. þ.m., og ljósriti af bréfí
'aðuneytisins til Útvarpsréttamefndar, dags.
' • Þ- m., kom fram, að Háskóli íslands þyrfti
að afla skýrari lagaheimilda en nú væri til
Þess að geta staðið að útvarpsrekstri í því
tormi, sem umsókn hans um útvarpsleyfi
•niðaðist við.
■ÞÍ1ÍI92: Sigmundur Guðbjamason, for-
•naður nefndar um háskólasjónvarp, gerði
grein fyrir nefndarstarfí og lagði fram
skýrslu. Sjónvarpsnefndin var skipuð í júní
1991 til að kanna grundvöll að stofnun
háskólasjónvarps. Nefndin lagði nú til við
háskólaráð, að stefnt verði að uppbyggingu
háskólasjónvarps í áföngum: 1) Með mark-
V'ssu átaki til eflingar myndbandanotkunar
lnnan skólans; 2) með því að kynna almenn-
lngi þá sérhæfðu þekkingu, sem skólinn býr
^iari 3) með gerð sérstaks sjónvarpsefnis til
sýningar hjá RÚV eða Stöð 2, og 4) með því
að kynna frekar fyrir ráðamönnum kosti fjöl-
rasadreifikerfis sjónvarps til miðlunar
fræðsluefnis. Nefndin lagði til, að fyrstu 3
árin yrðu lagðar árlega 3,4 m. kr. til háskóla-
sjónvarps úr sjóðum Háskólans. Auk þess var
gert ráð fyrir því, að háskólasjónvarpið aflaði
sértekna og styrkja frá aðilum utan Háskól-
ans. Málið var rætt, og svaraði Sigmundur
fyrirspumum, sem fram komu. Afgreiðslu
var frestað.
21.01.93: Upp var tekin umræða um tillögur
nefndar um háskólasjónvarp, sem voru
lagðar fram á fundi háskólaráðs 15. október
1992. Rektor hóf umræðuna og rifjaði upp,
að samkvæmt tillögum nefndarinnar yrði
fyrsta skrefið að auka myndbandanotkun við
kennslu og gerð kennslumynda. I hverri deild
yrði komið upp myndbandasafni. Frekari
umræðu var frestað.
27.05.93: Stefán Már Stefánsson, lagapró-
fessor, greindi frá lagalegri stöðu Háskólans í
umsókn um sjónvarpsrásir. Ennfremur gerði
rektor grein fyrir málinu í heild og hvemig
það tengdist hugsanlegu háskólasjónvarpi.
Samþykkt var að fela rektor að vinna áfram
að málinu.
10.06.93: Tekin var til umræðu Skýrsla
nefndar um háskólasjónvarp, sem rædd var á
fundi háskólaráðs 15. október 1992. Rektor
gerði grein fyrir gangi mála og gerði að til-
lögu sinni, að prófessor Sigmundi Guð-
bjamasyni yrði falið að stýra nýrri nefnd,
sem ynni áfram að gangi málsins. Tillagan
var samþykkt.
24.06.93: Sigmundur Guðbjarnason, væntan-
legur formaður Sjónvarpsnefndar, kynnti
drög að erindisbréfi fyrir nefndina og drög að
tillögum um skipulag háskólasjónvarps.
Nefndinni var heimilað að ráða starfsmann í
hlutastarf í 6 mánuði.
12.08.93: Til stuðnings umsókn um háskóla-
sjónvarp voru lögð fram gögn um tíðnir á
örbylgjusviði fyrir fræðsluvarp svo og svar
Útvarpsréttamefndar, dags. 26. f. m., við
umsókn um leyfi til reksturs sjónvarps. Drög
að stofnskrá fyrir sjálfseignarstofnunina,
Kennsluvarp Háskólans, lágu fyrir á fund-
inum. Háskólaráð samþykkti að koma á fót
sjálfseignarstofnuninni, Kennsluvarp Há-
skólans, bæði fyrir hönd Háskóla Islands og
Sáttmálasjóðs. Rætt yrði nánar um stofn-
skrána á næsta fundi.
26.08.93: Á háskólaráðsfund komu Sig-
mundur Guðbjamason, væntanlegur for-