Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Blaðsíða 191
Úr gerðabókum háskólaráðs
189
til verkefnisins, og fylgdi fjárhagsáætlun
fyrir námskeiðið með tillögunni. Háskólaráð
samþykkti tillöguna samhljóða og að sótt
yrði um sérstaka fjárveitingu til námskeiðs-
ins.
Framhaldsnám
Meistaranám í sjávarútvegsfræðum
-Í5J1L92: Rektor ræddi hugmynd um skipun
nefndar til að koma á meistaranámi í sjávar-
útvegsfræðum við Háskóla fslands.
29JJ192: Rektor lagði fram tillögu um
skipun nefndar til að undirbúa meistaranám í
sjávarútvegsfræðum. Samþykkt var einróma
að skipa í nefndina.
2-LLL93; Á fund komu Gísli Pálsson og Jör-
undur Svavarsson frá nefnd háskólaráðs um
nieistaranám í sjávarútvegsfræðum. Fyrir
fundinum lágu drög að áliti nefndarinnar
usamt bréft, dags. 8. þ. m. Gert var ráð fyrir,
að námið tæki 2 ár og yrði 60 einingar.
Reiknað var með 5-10 nemendum á hvoru ári
] rannsóknartengdu framhaldsnámi, sem hæf-
*st haustið 1994 eða 1995. Gísli og Jörundur
gerðu í stuttu máli grein fyrir áliti nefndar-
mnar og óskuðu eftir spumingum og athuga-
semdum ráðsmanna, sem þeir síðan svöruðu.
Fjármögnun námsins var rædd og tengsl þess
v‘ð Háskólann á Akureyri.
ÁZJ12j)4; Ragnar Ámason, formaður nefndar
uni meistaranám í sjávarútvegsfræðum,
kynnti álit nefndarinnar, dags. 31. janúar sl.
Lagt var til, að tekið yrði upp tveggja ára 60
eininga meistaranám í sjávarútvegsfræðum
við Háskóla íslands. Námið skiptist í 20 ein-
inga kjama, 10-20 eininga sérsvið og 20-30
eininga rannsóknaverkefni. Skilyrði fyrir
nintöku yrði háskólapróf á viðkomandi sér-
sviði þeirrar deildar, sem nemandinn væri
skráður í. Málið var rætt ítarlega. Háskólaráð
samþykkti að stefna að meistaranámi í sjáv-
arútvegsfræðum og fól rektor að undirbúa
framgang málsins samkvæmt tillögum
uefndarinnar. Námið yrði þó ekki hafið, fyrr
en sérstök fjármögnun væri tryggð.
Rannsóknartengt framhaldsnám
ÁLiOJJj. Rektor gat þess, að gera yrði sam-
raemdar kröfur til deilda Háskólans, þegar
P'fir stofnuðu til framhaldsnáms, svo og til
Þeirra nemenda, sem hygðust hefja þar slíkt
nám. Samvinna við aðrar Evrópuþjóðir og
sérstaklega Erasmus-áætlunin gæfi Háskól-
anum tækifæri til þess að skiptast á nem-
endum og kennurum auk þess fjármagns,
sem hún veitti til samstarfsverkefna. Málinu
var vísað til Vísindanefndar.
13.05.92: Helgi Valdimarsson, formaður Vís-
indanefndar háskólaráðs, kynnti tillögu
nefndarinnar um rannsóknartengt framhalds-
nám. Námið innifól a. m. k. 15 eininga rann-
sóknarverkefni og lauk með M. A.,- M. S.-
eða doktorsprófí. Málið var rætt, og komu
fram margar athugasemdir og sumar skrif-
legar, einkum frá félagsvísindadeild og heim-
spekideild. Helgi óskaði eftir að fá frá
deildum skriflegar athugasemdir við tillög-
una fyrir 11. júní n. k.
25.06.92: Teknar voru til umfjöllunar tillögur
Vísindanefndar um rannsóknartengt fram-
haldsnám við Háskóla Islands. Tillögumar
höfðu áður verið til umræðu á fundum
háskólaráðs 9. aprfl og 13. maí 1992. For-
maður Vísindanefndar, Helgi Valdimarsson,
prófessor, kom á fundinn og kynnti tillög-
umar og fram komnar breytingar á þeim, frá
því að þær voru síðast ræddar og svaraði fyr-
irspumum. Fyrir fundinum lá skrifleg
umsögn frá heimspekideild, dags. 23. þ. m.
Eftir allmiklar umræður var afgreiðslu á til-
lögunum frestað. Oskað var eftir því, að
deildir, sem hygðu á skipulag framhalds-
náms, sendu þróunaráætlun og reglur um
skipulag þess til Vísindanefndar fyrir 20.
september nk.
12.11.92 og 26.11.92: Fyrir voru teknar til-
lögur Vísindanefndar um rannsóknartengt
framhaldsnám, sem áður vom á dagskrá 25.
júní sl. Helgi Valdimarsson, formaður Vís-
indanefndar, mælti fyrir tillögu að reglum um
námið. Tillagan tók mið af ábendingum, sem
Vísindanefnd hafði fengið frá deildum. Málið
var rætt, og svaraði Helgi fyrirspumum.
Afgreiðslu var frestað til næsta fundar, en þá
var tillagan samþykkt óbreytt og einróma.
Kennaranám, Kennaramenntunarnefnd
17.09.92 og 29.10.92: Jón Torfi Jónasson,
formaður Kennaramenntunamefndar Há-
skóla Islands, greindi frá tillögum um
menntun kennara við Háskóla Islands, dags.
23. júní sl. Nefndin setti fram þrjú stefnumál