Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Side 280
278
Árbók Háskóla íslands
Samþykkt var á deildarráðsfundi, 2. nóv-
ember 1993, að deildarforseti og varadeildar-
forseti tækju saman ásamt skrifstofustjóra
kynningarbækling á íslensku og ensku um
nám og rannsóknir við verkfræðideild.
Kennarar
Jón Atli Benediktsson var ráðinn tíma-
bundinn lektor frá 1. júlí 1991 og Vilhjálmur
Þór Kjartansson sérstakur tímabundinn
lektor frá 1. ágúst 1991. Að gefnu tilefni var
á það bent á deildarfundi, 18. september
1991, að það væri hlutverk verkfræðideildar
að auglýsa stöður stundakennara sem og ann-
arra kennara við deildina, en ekki skora eða
umsjónarkennara. Ragnar Sigbjömsson sótti
einn um prófessorsembætti í byggingarverk-
fræði, sem auglýst var vorið 1991, en
umsókn hans var háð því skilyrði, að hann
fengi að vera áfram í lífeyrissjóði Verkfræð-
ingafélags íslands. Svar ráðuneytisins við
þeirri beiðni dróst mjög á langinn, en Ragnar
var skipaður í stöðuna frá 1. janúar 1992.
Ragnar Ingimarsson, prófessor, fékk
launalaust leyfi til fjögurra ára frá 1. október
1991 að telja, á meðan hann veitti Happ-
drætti Háskóla Islands forstöðu. Júlíus Sól-
nes, prófessor, var í eins árs rannsóknarleyfí
1991-1992, sem hann átti inni, þegar hann
varð þingmaður. Óttar P. Halldórsson, pró-
fessor, var í veikindaleyfi frá kennslu haust-
misserið 1991 (afturvirkt frá 7. júlí það ár).
Deildarfundur samþykkti, 27. maí 1992, að
mæla með framgangi Egils B. Hreinssonar úr
dósentsstöðu í prófessorsstöðu (afturvirkt frá
1. desember 1990). Egill var í launalausu
leyfi til tveggja ára frá 1. september 1992.
Nokkur misbrestur vildi vera á því, að
gengið væri í tíma frá ráðningarmálum
aðjúnkta, áður en ráðningartími þeirra rynni út,
og minnti deildarforseti skorarformenn á að
ganga frá slíkum málum. Páll Kr. Pálsson, Páll
Valdimarsson og Brandur St. Guðmundsson
voru endurráðnir aðjúnktar við vélaverkfræði-
skor til 2ja ára frá 1. ágúst 1991. Trausti Vals-
son var ráðinn í sérstaka tímabundna lektors-
stöðu í byggingarverkfræði frá 1. ágúst 1992 til
31. júlí 1993. Áslaug Haraldsdóttir og Guð-
mundur R. Jónsson voru ráðin hvor um sig í
50% stöðu dósents í vélaverkfræði frá 1. júlí
1992 til 30. júní 1993. Guðmundur var síðan
ráðinn í tímabundna dósentsstöðu til tveggja
árafrá l.júlí 1993.SamþykktvarráðningHaIl-
dórs Guðmundssonar, sérfræðings á Iðntækni-
stofnun, í stöðu aðjúnkts frá 1. janúar 1993.
Aðjúnktsstaða Ásmundar Eiríkssonar var
framlengd til 2ja ára frá 1. júlí 1993. Samþykkt
framráðning Þorsteins Þorsteinssonar, að-
júnkts í byggingarverkfræði, til 2ja ára. Sam-
þykkt var að ráða Gunnar Guðna Tómasson og
Jens Bjamason í 50% dósentsstöður til eins árs
frá 1. janúar 1993. Á deildarfundi 7. júlí 1993
var samþykkt, að Jónas Elíasson, Júlíus Sól-
nes, Pétur K. Maack og Bjöm Kristinsson flytt-
ust úr stöðu prófessors 1 í stöðu prófessors 2 og
að Sigurður Erlingsson yrði ráðinn í hlutastöðu
dósents frá 1. júlí 1993 til 30. september 1995.
Deildarfundur samþykkti 18. ágúst 1993, að
Jón Atli Benediktsson flyttist úr stöðu lektors í
dósentsstöðu 2.
I tilefni áttræðisafmælis Einars B. Páls-
sonar, 29. febrúar 1992, voru honum færðir
fyrirlestrar í umhverfismálum frá síðastliðnu
hausti bundnir inn í skinn.
Á deildarráðsfundi 9. desember 1993 var
ákveðið að auglýsa sérstaka tímabundna
lektorsstöðu í rafeindatækni, en setning Vil-
hjálms Þórs Kjartanssonar í umræddri stöðu
rann út 1. ágúst 1994. Einnig var samþykkt
þá, að Magnús Kristbergsson yrði aðjúnkt
við rafmagnsverkfræðiskor í stað Guðleifs
M. Kristmundssonar, sem hafði verið ráðinn
í tímabundna stöðu dósents í raforkufræði.
Þá var þess óskað, að Kristinn Andersen yrði
aðjúnkt við rafmagnsverkfræðiskor frá 1-
janúar 1994. Bjami Bessason var ráðinn i
tímabundna stöðu lektors í byggingarverk-
fræði frá 1. janúar 1994 og Hörður Frímanns-
son í lektorsstöðu 2 í rafmagnsverkfræði fra
sama tíma til eins árs. Samþykkt var í sept-
ember 1993 að endurráða Finn Pálsson sem
aðjúnkt við rafmagnsverkfræðiskor °8
Áslaugu Haraldsdóttur í lausa aðjúnktsstöðu
við vélaverkfræðiskor. Baldvin Einarsson og
Gunnar H. Pálsson voru endurráðnir að-
júnktar við byggingarverkfræðiskor frá og
með 1. október 1993. Óskað var eftir því, að
Hafsteinn Helgason yrði settur í hálfa stöðu
lektors í byggingarverkfræði með fráveitur
og vatnsveitur sem fagsvið. Yrði setningin til
eins árs frá 1. janúar 1994, en jafnframt yrði
staðan sem fyrst auglýst. Trausti Valsson