Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Side 253
251
Starfsemi háskóladeilda___________________
I'járveitingar til lagadeildar
Hinar nýju reglur um nám í lagadeild
auka mjög á fjölbreytni laganáms og gera
studentum kleift að sérhæfa sig meira en áður
var. Þær kalla einnig á auknar fjárveitingar til
lagadeildar, svo að deildin geti sinnt skyldum
stnum við laganema. Þrátt fyrir aukinn nem-
endafjölda undanfarin ár hefur fjárveiting til
deildarinnar ekki aukist að sama skapi, og er
nu svo komið, að lagadeild á lengst í land
allra deilda að ná því marki, að fjárveitingar
td hennar séu í samræmi við erlenda viðmið-
unarstaðla.
Erlend samskipti
Asókn íslenskra laganema í að stunda
kluta náms síns við erlenda háskóla á Erasm-
us- 0g Nordplusstyrkjakerfunum jókst á
timabilinu. Ástæðan er ekki síst hin nýja
namsskipun, þar sem stúdentum gefst aukið
•sri á því að fá námskeið við erlenda háskóla
metin sem hluta af námi í lagadeild í stað
kjörgreina á fjórða hluta laganáms. Ástæða er
t'l þess að ætla, að ásókn þessi muni enn
aukast á komandi árum.
Lagastofnun Háskóla íslands
Lagastofnun Háskóla Islands starfar
samkvæmt reglugerð nr. 190/1974. Hlutverk
hennar er að vera vísindaleg rannsóknar-
stofnun í lögfræði og kennslustofnun í lög-
fræði fyrir kandídata og stúdenta, sem vinna
að fræðilegum verkefnum. Verkefni Laga-
stofnunar hafa einkum verið þessi: 1) Að
veita kennurum deildarinnar aðstoð við rann-
sóknir, einkum með fjárstuðningi til að launa
aðstoðarfólk. 2) Að veita fræðilega þjónustu
til að leysa ágreiningsmál og greiða úr réttar-
óvissu með því að láta í té álitsgerðir, ef eftir
er leitað. 3) Að veita fræðilega þjónustu við
löggjafarstörf og lagaframkvæmd. 4) Að
skipa gerðardóm í einstökum ágreinings-
málum, ef óskað er.
Ráðgjafarþjónustu og Gerðardómi Laga-
stofnunarinnar var komið á fót árið 1986.
Hafa á tímabilinum 1989-1994 komið 36
álitsgerðir frá stofnuninni og verið kveðinn
upp 1 gerðardómsúrskurður.
Viðskipta- og hagfræðideild
Inngangur
Haustið 1988 var skipulagi viðskipta-
deildar breytt í grundvallaratriðum og deild-
mni skipt í tvær skorir; viðskiptaskor og hag-
ræðiskor. Jafnframt var nafni deildarinnar
reytt í viðskipta- og hagfræðideild. Þetta er
gagngerasta breyting, sem orðið hefur á
^kipulagi viðskipta- og hagfræðináms við
Háskóla íslands, frá því viðskiptadeild varð
■’jalfstæð deild með aðskilnaði laga- og hag-
ræðideildar í tvær deildir árið 1962. Á tíma-
ilinu 1990-1994 mótaðist starfsemi deildar-
mnar mjög af þessum umskiptum. Viðskipta-
skor er framhald fyrirtækjakjama samkvæmt
e|dra skipulagi. Innan hennar vébanda fara
ram rannsóknir og kennsla í hinum ýmsu
greinum viðskiptafræða. Hagfræðiskor er
ramhald þjóðhagskjama samkvæmt eldra
ktpulagi. Þar fara fram hagrannsóknir og
ennsla í hefðbundinni hagfræði. Skorimar
eru sjálfstæðar kennslu- og rannsóknarein-
ingar. Sameiginleg mál eru hins vegar mörg.
Um þau er fjallað á deildarfundum undir for-
sæti deildarforseta.
Nemendur
Frá árinu 1991 hefur tala nemenda verið
fremur stöðug. Á tímabilinu voru að jafnaði
tæplega 600 nemendur skráðir í deildina.
Samsvarar þetta um fjórðungsfækkun nem-
enda frá hámarkinu kennsluárið 1988-1989,
þegar hartnær tíundi hluti fæðingarárgangs
skráði sig í viðskiptadeild og deildin varð
tímabundið fjölmennasta deild skólans. Með
þeirri fækkun, sem nú hefur orðið, hefur
nemendafjöldinn nálgast viðráðanlegri mörk.
Viðskipta- og hagfræðideild er þó enn þriðja
fjölmennasta deild skólans.
Á skólaárunum 1990-1994 voru samtals
595 kandídatar útskrifaðir frá viðskipta- og