Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Side 40
38
Árbók Háskóla íslands
lífi betur en nú gerist. Svo dæmi sé tekið af
sjávarútvegi, er innan Háskólans að finna
mikla þekkingu á sviði líffræði, verkfræði,
viðskiptafræði, hagfræði, tölfræði og félags-
fræði, sem enn er lítið virkjuð nema til grunn-
náms í þessum greinum. Sjávarútvegsstofnun
Háskólans hefur það verkefni að sameina
þessa krafta og koma þekkingu þeirra á fram-
færi. Innan Háskólans er mikill áhugi á sam-
starfi við rannsóknarstofnanir og fyrirtæki
sjávarútvegs, bæði með þátttöku í verkefnum
og með endurmenntunar- og þjálfunamám-
skeiðum fyrir starfsmenn þeirra.
Háskólinn á þátt í umfangsmiklu rann-
sóknarverkefni um botndýr á íslandsmiðum
í samvinnu við umhverfisráðuneytið, Hafrann-
sóknastofnunina, Náttúrufræðistofnun Islands
og Sandgerðisbæ, en þar verður komið upp
flokkunarstöð fyrir rannsóknimar. A Isafirði
mun Háskólinn eiga aðild að Þróunarsetri
Vestfjarða og stunda rannsóknir til vinnslu
verðmætra lífefna úr sjávarfangi. Á Sauðár-
króki er í athugun ræktun hlýsjávarfiska við
jarðhita í samvinnu við heimamenn, Haf-
rannsóknastofnunina og franska aðila. Einnig
má gera ráð fyrir aukinni samvinnu Háskóla
Islands við Háskólann á Akureyri, en hann er
nú að byggja upp fjögurra ára nám í sjávarút-
vegsfræðum með svipuðu sniði og við Há-
skólann í Tromsö í Noregi. Því námi munu
fylgja rannsóknir í fiskeldi og fiskvinnslu,
sem gefa margvísleg tilefni til samvinnu.
Háskóli íslands mun gæta verkaskipting-
ar og fara aðrar leiðir en Háskólinn á Akur-
eyri í sínu námsframboði í sjávarútvegs-
greinum. Rætt hefur verið um framhaldsnám
eftir þriggja ára grunnnám í líffræði eða hag-
fræði eða fjögurra ára grunnnám í verkfræði
eða viðskiptafræði, sem veitti sérhæfingu í
sjávarútvegsfræðum. Einnig er verulegur
áhugi á viðbótarmenntun fyrir þá, sem þegar
starfa í sjávarútvegi. Hugsanlegt er, að því
námi yrði best fyrir komið á vegum Endur-
menntunarstofnunar Háskólans með svipuðu
sniði og námi í rekstrarfræðum, sem nú er í
boði við stofnunina og nemendur geta stund-
að með vinnu.
Háskóli fslands hýsir Sammennt, sam-
starfsnefnd atvinnulífs og skóla um menntun
og tækniþjálfun, sem starfar í tengslum við
evrópsku starfsáætlunina Comett. Á vegum
hennar er nýlokið könnun á þörf fyrir mennt-
un í sjávarútvegi. Af henni má ráða, að mest
þörf sé fyrir fræðslu um gæða- og fram-
leiðslustýringu. Von er á ríflegum styrkjum
til Sammenntar frá Evrópubandalagi til að
þróa námskeið um gæðastjómun fyrir starfs-
menn og stjómendur fiskvinnslu í Evrópu.
Samhæfing og frumkvæði verða í höndum
íslendinga, en að verkefninu standa fyrir-
tæki, stofnanir og háskólar í sjö Evrópulönd-
um auk Islands.
Þessi dæmi um áhuga Háskólans á að
láta þekkingu sína koma að gagni í sjávarút-
vegi eru sérstaklega tíunduð hér í tilefni
þeirra alvarlegu veiðitakmarkana, sem nú eru
til umræðu. Okkur ætti að vera ljósara en oft
áður, hve mikið við eigum undir þekkingu á
hafi og fiskistofnum komið, hve miklu varð-
ar, að hráefni sé vel nýtt og því skilað sem
gæðavöm.
En lífið er ekki bara saltfiskur. Annað
dæmi um hlut Háskólans í þróun atvinnulífs
eru tölvur og hugbúnaður, sem þeim tengist.
Með starfsemi Reiknistofnunar Háskólans og
Raunvísindastofnunar og kennslu í reikni-
fræði og tölvunarfræði var Háskólinn leið-
andi á þessu sviði um árabil. Sú þekking
færðist síðan út í atvinnulíf og til þjóðarinnar
allrar og stendur m. a. undir blómlegri starf-
semi á sviði hugbúnaðar og ráðgjafar um
tölvunotkun. Tölvur eru ekki lengur séreign
tæknimanna. Þær hafa bylt starfsháttum í
flestum greinum, og rætt er um upplýsinga-
tækni sem ríkjandi starfsvið á komandi árum.
Flest fyrirtæki, sem starfa í Tæknigarði Há-
skólans, eru á þessu sviði. Hlut Háskólans
sjálfs þyrfti hins vegar að efla, ef hann á að
halda brautryðjandahlutverki sínu. Enn gætu
ný atvinnutækifæri sprottið af því starfi svo
sem nýleg dæmi um árangur hugbúnaðarfyr-
irtækja sannar.
Enn mætti telja ýmis svið atvinnulífs og
þjóðlífs, sem Háskólinn þarf að sinna og
styðja með kennslu og rannsóknum. Marg-
vísleg þjónusta á sviði hugvísinda er orðin
umtalsverður hluti atvinnulífs okkar. Nægir
þar að nefna þýðingar úr erlendum málum.
Umhverfismál og ferðamál eru að verða mik-
ilvæg í okkar þjóðlífi að ógleymdri list og
menningu, sem gefur lífinu innra gildi.