Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Page 46
44
Árbók Háskóla íslands
erindi. Engu að síður hefur þótt sanngjarnt,
að allir stúdentar fengju að spreyta sig á
fyrsta misseri í háskólanámi, og árangur á
prófum í lok þess misseris yrði látinn ráða
um framhald. Sumar deildir hafa boðið und-
irbúningsnámskeið í námsefni framhaldskóla
sem undanfara, og kennsluhættir á fyrsta
misseri eru gerðir sem ódýrastir vegna mikils
fjölda og óvissu um framhald. Þótt þannig sé
reynt að þjóna öllum, fer ekki hjá því, að
kennsla verði lakari en hjá samleitum hópi
nemenda, og kennarar leggi meiri áherslu á
að hjálpa þeim lökustu en að veita þeim bestu
verkefni við hæfi.
I Ijósi þessa hefur þeirri skoðun vaxið
fylgi innan Háskólans, að deildir ættu að
skilgreina nánar þann undirbúning, sem þær
telja nauðsynlegan í upphafi náms, og gera
þá kröfu við inngöngu, að stúdent hafi auk
almenns kjama náð tilteknum árangri í ein-
stökum greinum eða greinaflokkum á stúd-
entsprófi, sem teljast óhjákvæmilegur undir-
búningur að námi í viðkomandi deild eða
námsbraut. Slíkar kröfur má setja í reglugerð
sem undanþágu frá gildandi lögum. Þær eru
nú í reglugerð um nám í lyfjafræði lyfsala,
verkfræði og raunvísindum, en þeim er að-
eins beitt í lyfjafræði. Ef þessar kröfur eiga
að verða hin almenna regla, væri þó eðlilegra
að setja heimild um þær í lög.
Kennslumálanefnd háskólaráðs hefur lagt
mikla vinnu í leiðbeiningar til framhaldsskóla
og nemenda þeirra um þær kröfur, sem gerðar
eru í upphafi náms í deildum og námsbrautum
Háskólans. Þessar leiðbeiningar vísa nemend-
um veginn um það nám, umfram almennan
kjama, sem þeir ættu að velja í framhaldsskóla
til að búa sig sem best undir háskólanámið á
því sérsviði, sem þeir kjósa sér.
Frá sjónarhóli Háskólans væri æskileg-
ast, að stúdentspróf yrði samræmt í mikil-
vægustu greinum þess til að auðvelda fram-
haldsskólum að meta árangur kennslu sinnar
og Háskólanum að meta árangur stúdenta að
verðleikum. Hins vegar verður að hafa í
huga, að framhaldsskólar hafa fleiri markmið
en búa nemendur undir stúdentspróf og há-
skólanám. Nýlega hefur verið kynnt
áfangaskýrsla Nefndar um mótun mennta-
stefnu, sem menntamálaráðherra skipaði til
að endurskoða lög um grunnskóla og fram-
haldsskóla undir forustu Sigríðar Önnu Þórð-
ardóttur, alþingismanns. Tillögur nefndarinn-
ar eru mjög athyglisverðar og gefa tilefni til
frjórrar umræðu um bætt skólastarf. Þeim
verða gerð ítarleg skil í umsögn Háskólans á
öðrum vettvangi, en ég vil við þetta tækifæri
drepa á nokkur atriði, sem varða Háskólann
og umræðu um sókn nemenda í bóknám, sem
leiðir til stúdentsprófs.
Nefndin gagnrýnir réttilega, að á síðustu
árum hefur verið mjög einhliða áhersla á al-
mennt bóknám á kostnað verklegs náms og
starfsnáms á framhaldsskólastiginu. Ólíkt því
sem gerist í öðrum löndum, þar sem allt að
70% nemenda lýkur starfsmenntun, virðist
stúdentspróf af bóknámsbrautum vera aðal-
markmið íslenskra unglinga. Könnun Félags-
vísindastofnunar Háskólans á námsferli þess
árgangs, sem fæddist árið 1969, sýnir, að
nemendur, sem hefja nám á starfsmennta-
brautum, hafa almennt ekki náð námsmark-
miðum grunnskóla og hlutfallslega fleiri
hætta í starfsnámi en bóknámi. Nefndin legg-
ur til, að nemendur hefji ekki starfsmenntun,
fyrr en þeir hafa fengið góðan almennan
grunn og öðlast þokkalegt vald á kjamagrein-
um. Hún vill auka starfsnám í framhaldsskól-
um til muna að gæðum og fjölbreytni. Taka
beri mið af lokamarkmiði námsins í stað þess
að einstakir námsáfangar nýtist í námi á
óskyldum námsbrautum eins og nú tíðkast,
og fallið verði frá þeirri stefnu, að allt nám sé
þannig upp byggt, að það nýtist sem hluti af
stúdentsprófi. Iðnnám vill nefndin gera að
samstarfsverkefni ríkis og viðkomandi
starfsstétta.
A sama tíma og nefndin leggur mikla
áherslu á aukna fjölbreytni í starfsnámi, vill
hún fækka námsbrautum til stúdentsprófs og
leggur til að komið verði á samræmdu stúd-
entsprófi í tilteknum greinum. Þessar tillögur
eru mjög í anda Kennslumálanefndar há-
skólaráðs, sem hefur í leiðbeiningum sínum
um undirbúning undir háskólanám lagt
áherslu á góða almenna menntun og traustan
grunn í kjamagreinum, íslensku, stærðfræði
og erlendum málum. Einnig skiptir máli að
nemendur hafi tamið sér öguð vinnubrögð,
m. a. með því að kynna sér rækilega afmark-
að svið bóklegrar þekkingar. Þetta nám þarf
að rista sæmilega djúpt, þannig að ekki sé