Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Side 161
Breytinqar á starfshögum
159
6
Breytingar á starfshögum kennara
háskólaárin 1991-1994
Guðfræðideild
Prófessorar, vísindamenn
Björn Bjömsson hafði leyfi frá prófessors-
embætti sínu að hálfu árin 1991-1994,
meðan hann gegndi stöðu fræðslustjóra
þjóðkirkjunnar. Hann sinnti stjómunar- og
rannsóknarskyldum og annaðist hluta
kennslunnar, en fól stundakennurum að
annast meginhluta kennslu sinnar.
Hjalti Hugason var ráðinn lektor í kirkjusögu
1 • júlí 1992; hann hlaut skipun í stöðu dós-
ents 1. júlí 1993 og framgang í prófessors-
stöðu frá 1. desember 1995.
Jón Sveinbjömsson var í rannsóknarleyfi á
haustmisseri 1992, og kenndi séra Ámi
Bergur Sigurbjömsson fyrir hann.
Pétur Pétursson, settur prófessor við félags-
vísindadeild, var skipaður lektor í kenni-
mannlegri guðfræði frá 1. september 1992;
tók hann við því starfi í ársbyrjun 1993 og
þá sem dósent. Pétur hlaut framgang í
stöðu prófessors frá 1. janúar 1994.
°rir Kr. Þórðarson var í leyfi frá kennslu
1991-1992 vegna veikinda, og gegndu
Gunnar Jóhannes Gunnarsson, cand.
theol., Gunnlaugur A. Jónsson og Sigurður
Steingrímsson kennslu hans. Þórir lét af
starfi 1. september 1994 fyrir aldurs sakir.
Lektorar, sérfræðingar
örður Áskelsson, lektor í litúrgiskri söng-
fræði, var í rannsóknarleyfi 1992-1993, og
önnuðust séra Kristján Valur Ingólfsson og
Itlargrét Bóasdóttir kennslu hans.
Stundakennarar
tundakennarar í siðfræði voru séra Ólafur
Oddur Jónsson, séra Baldur Kristjánsson,
séra Þorvaldur Karl Helgason, séra Gunnar
Kristjánsson og séra Sigurjón Ámi Eyj-
°lfsson.
Guðrún Edda Gunnarsdóttir, cand. theol., var
ráðin kennari í djáknafræði (diakonik)
1994.
Læknadeild
Prófessorar, vísindamenn
Davíð Davíðsson lét af embætti prófessors í
lífefnafræði við læknadeild sökum aldurs
31. desember 1992.
Guðmundur Georgsson, læknir, var ráðinn
forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskóla
íslands í meinafræði að Keldum frá 1. júlí
1994 til sex ára. Forstöðumaðurinn var
jafnframt prófessor við læknadeild frá
sama tíma.
Guðmundur Pétursson, læknir, var skipaður
prófessor við læknadeild frá 1. maí 1991
með skírskotun til 5. gr. laga nr. 67/1990
um Tilraunastöð Háskóla Islands í meina-
fræði að Keldum.
Gunnlaugi Snædal var að eigin ósk veit lausn
frá prófessorsembætti fæðingar- og kven-
sjúkdómafræði við læknadeild frá 1. sept-
ember 1993.
Jóhann Ág. Sigurðsson, settur prófessor í
heimilislækningum við læknadeild, var
skipaður í stöðuna frá 1. janúar 1994.
Jón Þorsteinsson, dósent í hlutastöðu (37%),
var skipaður í persónubundið prófessors-
embætti í gigtarlækningum við læknadeild
frá 1. janúar 1993 (hann lét af embætti 31.
desember 1994 sökum aldurs).
Kári Stefánsson, læknir, var ráðinn forstöðu-
maður Tilraunastöðvar Háskóla íslands í
meinafræði að Keldum til sjö ára frá 1.
júní 1993. Jafnframt var Kári skipaður
prófessor við læknadeild frá sama tíma.
Kára var síðan, að eigin ósk, veitt lausn frá
báðum stöðunum frá 1. nóvember 1993.
Reynir Tómas Geirsson hlaut skipun í 37%
dósentsstöðu í fæðingar- og kvensjúk-