Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Blaðsíða 198
196
Árbók Háskóla íslands
deildum eða námskeiðum og þar á meðal,
hvort nemendur verða innritaðir á hausti
komanda.
Tillögur Fjármálanefndar voru ræddar
ítarlega og fyrirspurnum svarað. A fundinn
kom Eiríkur Rögnvaldsson, nefndannaður.
Rektor gerði grein fyrir fundi með mennta-
málaráðherra þá fyrr um daginn. Lögð var
fram skrifleg tillaga Gunnars Karlssonar, for-
seta heimspekideildar, til háskólaráðs um
skiptingu rekstrarfjár fyrir árið 1992. Málinu
var síðan frestað til næsta fundar.
02.01.92: Háskólaráð samþykkti að innrita
nýnema á vormisseri 1992 með þeim fyrir-
vara, að vegna takmarkaðra fjárveitinga gætu
þeir aðeins sótt námskeið, þar sem fjölgun
vegna þeirra ylli litlum aukakostnaði. Þar var
átt við, að ekki yrði fjölgað hópum eða efnt
til sérstakrar kennslu þeirra vegna. Einnig
var gerður sá fyrirvari, að óvissa ríkti, hvort
unnt yrði að taka nýnema til kennslu næsta
haust sbr. ályktun háskólaráðs 16. desember
1991. Samþykkt einróma.
16.01,92: Rektor kynnti bréf sitt til mennta-
málaráðherra, dags. 6. þ. m., þar sem óskað
er eftir, að skipuð verði Þróunamefnd Há-
skóla íslands og Samráðsnefnd um fjármál
Háskóla íslands með fulltrúum Háskólans,
menntamálaráðuneytisins og fjármálaráðu-
neytisins. Til aðstoðar Þróunamefndinni yrðu
ýmis sérstök verkefni unnin í smærri vinnu-
nefndum. Ein hin fyrsta þeirra væri Samráðs-
nefnd um fjármál Háskóla íslands með full-
trúum Háskóla íslands, menntamálaráðu-
neytisins og tjármálaráðuneytisins. Hlutverk
nefndarinnar yrði að fylgjast með stöðu fjár-
mála Háskólans og meta fjárþörf hans, miðla
upplýsingum til menntamálaráðuneytisins og
fjármálaráðuneytisins og gera þeim grein
fyrir stöðu og horfum á hverjum tíma. Á
þessu ári mundi nefndin sérstaklega fylgjast
með aðgerðum Háskólans til hagræðingar og
spamaðar og þeim árangri, sem þær skila til
móts við þann niðurskurð útgjalda, sem fjár-
lög 1992 fela í sér.
Rektor og háskólaritari mæltu fyrir til-
lögum Fjármálanefndar frá síðasta fundi
ásamt framkomnum breytingartillögum. Lagt
var fram bréf Félags háskólakennara, dags.
13. þ. m., þar sem mótmælt var niðurskurðar-
tillögum Fjármálanefndar háskólaráðs frá
síðasta háskólaráðsfundi. Miklar umræður
urðu um málið og fjárhagsvanda Háskólans.
30.01.92: Rektor gerði grein fyrir fundi
sínum með menntamálaráðherra þann 29.
þ. m. um fjármál Háskólans. Fyrir voru
teknar tillögur Fjármálanefndar um aðgerðir
í fjármálum, - framhald umræðu og af-
greiðslu síðasta fundar. Gengið var til af-
greiðslu á þeim liðum, sem frestað hafði
verið. í tengslum við 1. lið í tillögum Fjár-
málanefndar var lögð fram svofelld tillaga að
bókun: „f ljósi þess, að fjárveitingar til
Háskólans á árinu 1992 hafa verið skertar
mjög, sér háskólaráð sig knúið til að inn-
heimta 17.000 kr. skráningargjöld fyrir
skólaárið 1992-1993, en áréttar jafnframt, að
það lítur ekki á þessi gjöld sem framtíðar-
lausn á fjárhagsvanda Háskólans og er mót-
fallið því, að skólagjöld komi í stað fjárveit-
inga á komandi árum. Háskólaráð tekur undir
viðvörunarorð rektors um skólagjöld, þar
sem hann minnti á, að slík gjöld hefðu til-
hneigingu til að aukast." Tillagan var sam-
þykkt með 11 atkvæðum gegn 4. Prófessor
Guðmundur Magnússon gerði svofellda
grein fyrir atkvæði sínu: „Eg greiði þessari
tillögu atkvæði vegna þess að skólagjöldm
eru ekki lögð á til að bæta hag Háskólans. Eg
er hins vegar ekki alfarið andvígur skóla-
gjöldum í hóflegum mæli.“ Fulltrúi stúdenta,
Bjami Ármannsson, boðaði bókun við
þennan lið á næsta háskólaráðsfundi, sja
kafla VII, Skrásetningargjald.
Fram var haldið umræðu um fjármál. L
liður fjármálatillagnanna var samþykktur
með 12 atkvæðum gegn 4. Bjöm Á. Péturs-
son lagði frant eftirfarandi tillögu: „Heimil*
verði að veita fötluðum stúdentum undan-
þágu frá greiðslu þeirra skráningargjalda.
sem ákveðið hefur verið að leggja á í haust.
Samþykkt var samhljóða að senda fram-
kvæmdastjóra kennslusviðs þessa tillögu til
umsagnar. Um 5. lið í tillögum Fjánnála-
nefndar urðu miklar umræður, og var hun
borin upp svohljóðandi: „Tímabundið verði
settar strangari kröfur en áður um skráningu
í námskeið til þess að þau verði kennd. Mat a
þessu verði í höndum deilda.“ Samþyk^*
samhljóða. Eftir miklar umræður var
afgreiðslu frestað á 7. liði og samþykkt a
fela Eggerti Briem, Sigurjóni Bjömssyni og