Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Page 58
56
Árbók Háskóla íslands
En hver er þá framtíð Happdrættisins?
Þegar ljóst varð, hversu vel þessi fjáröflunar-
leið reyndist Háskólanum, leituðu aðrir, sem
einnig þurftu að afla fjár til góðra málefna,
eftir heimild til happdrættisrekstrar. Skömmu
eftir seinna stríð urðu til Vöruhappdrætti
Sambands íslenskra berklasjúklinga og
Happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjó-
manna, sem vegna einkaleyfis Happdrættis
Háskólans til peningahappdrættis urðu þó að
greiða vinninga í vörum eða öðrum verðmæt-
um en reiðufé. Þau eru hins vegar flokka-
happdrætti með mánaðarlegum útdrætti og
vinningaskrá til heils árs eins og Happdrætti
Háskólans. Þegar jafnvægi komst á milli
þessara happdrætta á markaðnum, varð hlut-
ur Happdrættis Háskólans um 60%. Rauði
krossinn hóf rekstur söfnunarkassa með
leikjum upp úr 1970. Þar sem vinningsupp-
hæðir voru lágar, var ekki ástæða til að amast
við þeim rekstri, þótt hann væri í raun brot á
lögvernduðum einkarétti Happdrættis Há-
skólans, en málefnið gott. Jafnvægi á mark-
aðnum raskaðist hins vegar með lögum um
Lottó árið 1986, sem er í eðli sínu sjóðshapp-
drætti. Þar var sneitt fram hjá lögvemduðum
einkarétti Happdrættis Háskólans með tilvís-
un til talnagetrauna í stað happdrættis, þótt
vinningar væru greiddir út í peningum.
Happdrætti Háskólans brást við þessu árið
1987 með sölu Happaþrennu, sem er skyndi-
happdrætti á skafmiðum. Sala Happaþrennu
gekk svo vel á fyrsta árinu, að tekjur Happ-
drættisins tvöfölduðust. Aðrir aðilar fengu þá
einnig leyfí til sölu skafmiða, en þeirra vinn-
ingar voru ekki greiddir í peningum og náðu
ekki jafnmiklum vinsældum. Þrátt fyrir að
nýjabmmið væri farið af skafmiðum og fleiri
fengju leyfi til sölu þeirra, náðu tekjur Happ-
drættisins hámarki á árinu 1988 og námu þá
um 500 milljónum króna á núvirði. Þá tók að
halla á Happdrættið í harðnandi samkeppni.
Beinlínutenging Lottós og Getrauna, tilkoma
sænskra getrauna og Víkingalottós og tölvu-
væddir söfnunarkassar Rauða krossins og
samstarfsaðila hans með hærra vinningshlut-
falli en áður, hafa stækkað happdrættismark-
aðinn, en einnig dregið til sín viðskipti frá
flokkahappdrættunum þremur og Happa-
þrennunni. í ár er svo komið, að Rauði kross-
inn og samstarfsaðilar hans áætla hagnað
sinn á árinu um 500 m. kr„ Lottó um 400 -
500 milljónir, Getraunir milli 100 og 150
milljónir, flokkahappdrætti SÍBS og DAS til
samans 50 - 60 milljónir og Happdrætti Há-
skólans að meðtalinni Happaþrennu um 200
m. kr. Af þessum tekjum greiðir Happdrætti
Háskólans eitt 20% eða 40 milljónir í ríkis-
sjóð vegna svonefnds einkaleyfis síns á
rekstri peningahappdrættis. Ljóst er þó, að
þetta einkaleyfisgjald er orðið ósanngjamt,
þar sem einkaleyfið bindur aðeins hendur
hinna flokkahappdrættanna, en veitir enga
vöm gegn þeim, sem nú eru ráðandi á happ-
drættismarkaðnum og greiða vinninga í pen-
ingum, en það eru sjóðshappdrætti Lottós og
Getrauna og söfnunarkassar Rauða krossins
og samstarfsaðila hans. Hlutdeild Happdrætt-
is Háskólans á happdrættismarkaðnum er nú
áætluð aðeins um 15-18%.
Happdrætti Háskólans hefur ekki brugðist
við þessari þróun með hótunum eða lögbann-
skröfunt í garð samkeppnisaðila. Jafnvel
einkaleyfisgjaldið hefur Háskólinn umborið,
þar sem því hefur verið varið til bygginga og
tækja fyrir rannsóknarstofnanir atvinnuveg-
anna, sem hafa þannig notið 20% teknanna af
Happdrættinu síðustu 30 árin. Happdrættið
mun leggja rækt við flokkahappdrættið, sem
verður áfram það happdrætti landsins, sem
býður hagstæðast vinningshlutfall. Kannað
hefur verið, hvort flokkahappdrættin þrjú gætu
átt samstarf um nýtískulegra sölukerfi, en þær
viðræður era enn á frumstigi. Sölu skafmiða
Happaþrennunnar verður að sjálfsögðu haldið
áfram og leitað leiða til að auka eftirspum, þar
sem mörgum þykir þetta skemmtilegt happ-
drætti, sem þeir hafa gaman af.
Til að rétta hlut sinn á markaðinum verður
Happdrættið hins vegar að beita nýjustu
tækni. Tilraun var gerð með sjóðshappdrættið
Happó, en henni var hætt, þar sem ljóst var, að
slíkt happdrætti yrði ekki rekið án beinlínu-
tengingar sölustaða. Tölvuvæddir spilakassar
hafa verið leyfðir hér á landi. Eftir vandlega
könnun á þróun happdrættismarkaðar í öðrum
löndum, sannfærðist stjóm Happdrættisins
unt, að innan fárra ára verði samtengdir tölvu-
væddir spilakassar ráðandi tækni í happdrætt-
isrekstri. Ef Happdrættið ætlaði að fylgjast
með í þróun happdrætta og reyna að rétta hlut
sinn á markaðnum, yrði það að nýta þessa
tækni. Eg veit, að innan Háskólans og víða
með þjóðinni era skiptar skoðanir, hvort Há-