Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Qupperneq 42
40
Árbók Háskóla íslands
mál Háskólans eins heldur þjóðarinnar allrar.
Því er mál, að þjóðin ræði gildi háskóla-
menntunar og þá stefnu, sem hún vill marka
sér í málefnum Háskólans.
Þegar atvinnulíf landsins er í kreppu og
við blasir meira atvinnuleysi en við höfum
kynnst um langan tíma, er einnig eðlilegt, að
spurt sé, hvemig Háskólinn gæti best unnið
með íslensku atvinnulífi, stutt fyrirtæki og vís-
að á leiðir til nýrra atvinnutækifæra. Háskól-
inn hefur undanfarin ár beint kröftum sínum í
þessa átt, þótt minna hafi á því borið en
kennslustörfum hans. Með réttri fjármögnun
mætti þó nýta kennara og nemendur Háskól-
ans mun betur í þágu atvinnulífs, og til þess er
fullur vilji innan Háskólans. Eg mun því verja
meginhluta máls míns til þess umræðuefnis.
Hlutverk Háskólans er ekki bara að veita
kennslu, heldur fer fram á hans vegum víð-
tæk rannsókna- og þróunarstarfsemi. Megin-
skylda Háskólans er að annast grunnrann-
sóknir, sem eiga að treysta grunn þeirrar
þekkingar, sem miðlað er til nemenda og al-
mennings, auka skilning okkar á þeim
nýjungum, sem fram koma við rannsóknir
víðs vegar um heiminn og vísa veginn til að
nýta nýja þekkingu til aukins skilnings á
þjóðfélagi okkar, til framfara í atvinnulífi og
til bættra lífskjara. Auk þessarar skyldu hefur
Háskólinn lagt sig verulega fram í hagnýttum
rannsóknum, nýsköpun og þróun nýrra at-
vinnugreina. Hann var frumkvöðull í notkun
tölva, kennslu í tölvunarfræðum og í þróun
hugbúnaðar, sem nú er orðin umtalsverð at-
vinnugrein. Hann var brautryðjandi í þróun
tölvutækni fyrir fiskvinnslu og vinnur enn að
mikilvægum framfaramálum á því sviði.
Hann hefur einnig verið frumkvöðull á sviði
líftækni og lífefnafræði og beitt sér fyrir til-
raunum til vinnslu verðmætra efna úr hrá-
efni, sem áður var okkur til lítilla nota. Hann
hefur byggt upp rannsóknir á ýmsum nýjum
sviðum atvinnuvega í samvinnu við Rann-
sóknastofnanir atvinnuveganna, áður At-
vinnudeild Háskólans, og lagt þar áherslu á
svið, sem ekki falla undir verksvið annarra
stofnana. Á sviði verkfræði má nefna dæmi
um upplýsinga- og merkjafræði, fjarskipta-
verkfræði, kerfisverkfræði, rekstrarverk-
fræði, umhverfisverkfræði, jarðskjálftaverk-
fræði og jarðhitaverkfræði. Á sviði raunvís-
inda mætti nefna vistfræði og rannsókn á
botndýrum sjávar, notkun reiknilíkana til
mats á fiskstofnum, matvælafræði og vinnslu
lífefna, en um þessi verkefni er náin sam-
vinna við innlenda og erlenda aðila.
Hagnýttar rannsóknir Háskólans takmarkast
ekki við tækni og raunvísindi. Nægir þar að
minna á brautryðjendastarf Félagsvísinda-
stofnunar Háskólans í rannsóknum á íslensku
þjóðfélagi, starf Hagfræðistofnunar Háskól-
ans að auðlindahagfræði og starf málvísinda-
manna Háskólans að málrækt, þýðingum og
þróun íslenskrar tungu.
Háskólann skortir hvorki vilja né faglega
getu til að vinna með íslensku atvinnulífi, en
hafa verður í huga, að það er langur vegur frá
fyrstu hugmynd til nýsköpunar, þar til hún er
orðin að seljanlegri framleiðsluvöru. Rann-
sóknaráð ríkisins hefur um áraraðir unnið öt-
ullega að því að skýra þennan vanda fyrir
landsmönnum og nefnt hann nýsköpunargjá,
milli þeirra, sem kveikja hugmyndir með
rannsóknum og frjórri leit, og hinna, sem
framleiða vörur og kunna að selja þær. Ein
tilraun Háskólans til að brúa þessa gjá var
meðal annars stofnun Tækniþróunar hf. 1985
með eignaraðild Eimskipafélags Islands,
nokkurra iðnfyrirtækja og Iðnlánasjóðs, auk
Háskólans, og bygging Tæknigarðs 1988
með aðild og stuðningi Reykjavíkurborgar,
Þróunarfélagsins og Iðntæknistofnunar, auk
Tækniþróunar og Háskólans. Hlutverk
Tækniþróunar er að flytja hugverk og niður-
stöður rannsókna eða nýjar afurðir og aðferð-
ir til atvinnulífsins. Hún veitir frumkvöðlum
ráðgjöf og aðstoð við að breyta vænlegum
hugmyndum í arðbær fyrirtæki. I Tæknigarði
býðst fyrirtækjum aðstaða innan rannsóknar-
umhverfís ásamt þjónustu og fræðslu, sem
sniðin er að þörfum þeirra. Auk þessa hefur
Háskólinn starfrækt Rannsóknaþjónustu Há-
skólans, sem ætlað er að greiða fyrir sam-
skiptum fyrirtækja og rannsóknarmanna
skólans með stöðugri kynningu á þeirri þekk-
ingu og aðstöðu til rannsókna, sem er að
finna innan Háskólans, og aðstoða við gerð
samninga. Gefin hefur verið út Rannsókna-
skrá annað hvert ár, sem lýsir þeim verkefn-
um í rannsóknum, sem Háskólinn fæst við og
framvindu þeirra. Eitt merkasta verkefni
Rannsóknaþjónustunnar er að þjóna sam-