Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Side 244
242
Árbók Háskóla íslands
rishæðina. Á sama tíma var húsnæðið málað
og skipt var um gólfefni, sem gerði húsnæðið
mun snyrtilegra. Kennarar og fulltrúi fengu
skrifstofur á jarðhæð og kaffistofu, en þó ber
að geta þess, að tveir af kennurunum hafa
aðsetur í Læknagarði. Betra rými fékkst fyrir
bókasafn, rannsóknir og kennslu í hreyfing-
arfræði. Húsnæðið er þó alls ekki hentugt,
m. a. vegna lélegs aðgengis fyrir sjúklinga og
fatlaða. Enn verri er þó hin faglega og félags-
lega einangrun, sem skapast af því að vera
utan háskólasvæðisins. Á árunum 1992-1993
var leitað eftir möguleikum á að færa starf-
semina nær Háskólanum. Meðal annars var
skoðað, hvort námsbrautin gæti flutt a. m. k.
hluta starfsemi sinnar í Læknagarð eða Eir-
berg, og aðrar lausnir voru íhugaðar. Mest
spennandi var þó umfjöllun, um að kennsla
og rannsóknir í sjúkraþjálfun skyldu tengjast
nýju íþróttahúsi H. I., sem yrði byggt á
háskólasvæðinu og nánar er rakið í kaflanum
um íþróttahús í þessari bók.
Kennarar
Fastráðnir kennarar á tímabilinu 1990-
1994 voru: Ella Kolbrún Kristinsdóttir, dós-
ent; Svandís Sigurðardóttir, lektor; María
Ragnarsdóttir, lektor, hætti störfum við
námsbrautina í maí 1990; María H. Þor-
steinsdóttir, lektor, kom til starfa í janúar
1990, eftir að hafa verið í launalausu leyfi frá
1987; Þórarinn Sveinsson, lífeðlisfræðingur,
var í febrúar 1993 ráðinn lektor við náms-
brautina. Heimild er fyrir fimm stöðugildum,
og voru tvær stöður lausar 1990-1993 og ein
laus 1993-1994. Mjög erfiðlega gengur að fá
sjúkraþjálfara í fastar stöður. Mikill fjöldi
stundakennara kennir því við námsbrautina,
einkum sjúkraþjálfarar og læknar.
Nemendur
Eins og áður kom fram breyttist fjöldi
stúdenta á 1. misseri umtalsvert með nýjum
inntökureglum. Árið 1990 var samþykkt að
leyfa þeim 20 stúdentum, sem næðu bestum
árangri á misserisprófum í desember, að
halda áfram námi á vormisseri. í það skipti
náðu þó eingöngu 14 stúdentar öllum sam-
keppnisprófunum. Þetta breyttist á næstu
árum, þannig að 20 nemendur fengu sæti á
vormisseri 1. árs ásamt einum til viðbótar á
hverju ári. Viðbótarsæti komu til vegna
reglna um að veita verði pláss þeim, sem hafa
jafna einkunn og nemandi nr. 20, vegna und-
anþágu sökum veikinda, og 1994 var veitt
undanþága fyrir norskan nemanda, sem fékk
að halda áfram námi, eftir að hafa staðist
samkeppnispróf. Ástæður fyrir takmörkun a
fjölda stúdenta eru fæð kennara °8
aðstöðuleysi til kennslu og rannsókna. Khn-
ísk kennsla er mikilvægur þáttur, og erfiðlega
hefur gengið að útvega nægilega mörg plass
á sjúkra- og meðferðarstofnunum. Fjöldi
brautskráðra stúdenta er þessi: 1990, H>
1991, 14; 1992, 14; 1993, 16 og 1994, 15.
Rannsóknir
Á árunum 1990-1994 var unnið að þvl-
að lokaverkefni nemenda byggðust á rann-
sóknum, en væru ekki eingöngu heimildarrit-
gerðir eins og verið hafði. Nauðsynleg f°r'
senda er að sjálfsögðu almenn efling rann-
sókna við námsbrautina og aðstaða til rann-
sókna. Námsbrautin eignaðist á þessu töna-
bili tvö góð rannsóknartæki, en það erU
tölvutengd tæki til mælinga á jafnvægi ann-
ars vegar og mælinga á vöðvastyrk og þ01
hins vegar. Átak til eflingar rannsóknum
hefur borið nokkurn árangur, og allt stefnm 1
rétta átt í þeim efnum. Það, sem einkum
stendur öflugu rannsóknarstarfi fyrir þrifmm
er fæð fastráðinna kennara, sem kostar, a
stjómunarbyrði hvílir á of fáum.
Önnur starfsemi
Námsbrautin og Endurmenntunarstotnm1
Háskóla fslands stóðu fyrir þriggja niisse,u
námi í handleiðslu, sem einkum var hugsa
fyrir klíníska kennara. Níu sjúkraþjálfm^
luku þessu námi. María H. Þorsteinsdóttir sa
í norrænni nefnd, sem vinnur að því að e ‘
rannsóknartengt framhaldsnám í sjuKr
þjálfun á Norðurlöndum. Nefndin fékk styr
frá NorFa til að halda námskeið um h'ta
fræðilegar mælingar og mælingatæki, ~
sóttu tveir íslenskir sjúkraþjálfarar narn
skeiðið. Lagður var grunnur að norrænu^
nemendaskiptum og öðrum samskiptum
skóla í öðrum löndum. Vorið 1993 var nam
brautin gestgjafi fyrir norræna ræ
kennara í sjúkraþjálfun, sem var vel sott-
ðstefnu