Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Side 208
206
Árbók Háskóla íslands
18.10.93: Á dagskrá var umræða um málefni
Happdrættis Háskóla Islands. Rektor hóf
umræðuna og lagði fram drög að ályktun um
málið. Eftirfarandi ályktun var samþykkt ein-
róma: „Uppbygging Háskóla íslands hefur
undanfarin 60 ár verið kostuð af tekjum
Happdrættis Háskólans. Þessar tekjur happ-
drættisins hafa staðið undir byggingu og við-
haldi allra húsa Háskólans, rannsóknar-
tækjum og nýmælum í kennslu svo sem mál-
verum og tölvuverum. Happdrættið hefur því
verið sannkölluð líflína Háskólans. Undan-
farin fímm ár hafa árlegar tekjur Happdrættis
Háskólans hrapað úr 500 milljónum niður í
200 milljónir króna, og þar með er hlutur
Happdrættisins á markaðnum kominn niður í
15-18%. Samt er það eingöngu Happdrætti
Háskólans, sem samkvæmt lögum má reka
peningahappdrætti hér á landi og greiðir 20%
einkaleyfisgjald af tekjum sínum, 40 milljónir
króna á þessu ári. Enginn annar greiðir slíkt
gjald í ríkissjóð. Með því að taka nýja tækni í
þjónustu sína er Happdrættið einungis að
reyna að rétta hlut sinn á markaðnum. Fráleitt
er að halda því fram, að þessi nýja tækni muni
kippa grundvelli undan rekstri annarra aðila,
sem nú ráða 85% markaðarins. Þeir fáu spila-
salir, sem Happdrætti Háskólans mun opna,
eiga ekkert skylt við spilavíti. Hér er einvörð-
ungu um að ræða samtengda spilakassa. Slík
tölvuvædd happdrætti eru að ryðja sér til rúms
víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Það errangt
að halda því fram, að rekstur hinna nýju spila-
véla Happdrættisins sé andstæður lögum.
Dómsmálaráðuneytið hefur þegar tilkynnt
Háskólanum, að hin nýja starfsemi falli að
öllu leyti undir gildandi lög. Háskólaráð
harmar þá illvígu aðför, sem Rauði kross
íslands og samstarfsaðilar hans hafa efnt til
gegn æðstu menntastofnun þjóðarinnar.“
28.10.93: Á háskólaráðsfund komu Ragnar
Ingimarsson, forstjóri Happdrættis H. í., og
Þórir Einarsson, stjómarmaður í H. H. í., og
gerðu þeir grein fyrir málefnum Happdrættis-
ins og framvindu mála. Fram var lagt bréf
H. H. í. til dómsmálaráðherra, dags. 19. þ. m„
ásamt santkomulagi milli H. H. í. og Rauða
kross Islands og samstarfsaðila. Ennfremur
var lögð frant ályktun Stúdentaráðs Háskóla
íslands, sem samþykkt var samhljóða á fundi
ráðsins 19. þ. m„ þar sern lýst var fullum
stuðningi við þá fyrirætlun stjómarH. H. I. að
hefja rekstur samtengdra spilakassa á vínveit-
ingastöðum og á spilastofum, þar sem 16 ára
aldurstakmark væri. Ragnar Ingimarsson
þakkaði S. H. í. mikilvægan stuðning. Mál-
efni H. H. í. voru mikið rædd frá fjárhags-
legu, siðfræðilegu og lagalegu sjónarmiði-
Fram kom, að H. H. í. væri lykill að uppbygg'
ingu Háskólans og því mikilvægt, að það tæki
upp nútíma tækni og tölvuvæddi söluna til að
tryggja stöðu sína á markaðinum. Ásgeir O.
Pétursson, fulltrúi stúdenta, bar fram eftirtar-
andi ályktunartillögu: „Háskólaráð felur
rektor að afla lögfræðiálits frá óháðum aðila
(utan Háskólans) um það, hvort rekstur spila-
kassa sem þeirra, er Háskólinn hyggst hefja
rekstur á, samrýmist lögum íslenska lýðveld-
isins, sér í lagi með hliðsjón af lögum um fjar-
hættuspil og hæstaréttardómi frá 1949 yf>r
rekstraraðilum spilakassa. Álitið skal leggja
fyrir háskólaráð eigi síðaren 11.11.93." Illugi
Gunnarsson, fulltrúi stúdenta, og Gunnar G.
Schram, forseti lagadeildar, báru fram eftir-
farandi dagskrártillögu: „Með vísan til þess’
að dómsmálaráðuneytið hefur ítarlega kannað
lögmæti happdrættisvéla H. H. í. og talið þær
falla að öllu leyti innan ramma laganna um
H. H. í„ samþykkir ráðið að taka fyrir næsW
mál á dagskrá." Dagskrártillagan var sam-
þykkt með 13 atkvæðum gegn einu. Háskóla-
ráð samþykkti síðan þakkir sínar til Ragnars
Ingimarssonar og Þóris Einarssonar fyr,r
framgöngu þeirra í málum Happdrættisins.
04.11.93 : Rektor ritaði stjóm Siðfræðistofn-
unar Háskólans bréf og fór þess á leit v1^
hana að hún léti kanna, hvort siðferðileg
álitamál tengdust rekstri happdrættis og
happdrættisvéla og þá hvers eðlis þau væru.
16,12.93: Fram var lagt bréf stjómar Sið-
fræðistofnunar ásamt álitsgerð dr. Kristjans
Kristjánssonar, lektors við Háskólann a
Akureyri um skjávélahappdrætti H. H. I- E,rJ
meginniðurstaða álitsgerðar Kristjáns er su
að gera beri greinarmun á siðferðisbrotum og
velsæmisbrotum og að rekstur skjávélahapPj
drættis falli ekki undir siðferðisbrot, en kunn*
að falla undir velsæmisbrot. Stjóm Siðfræð1'
stofnunar lýsir sig sammála þessari niður-
stöðu álitsgerðarinnar. Hún telur jafnframf
að öflun tekna fyrir Háskóla íslands met
umræddum rekstri særi velsæmiskenn