Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Blaðsíða 59
Raeður rektors
Forseti lagadeildar, prófessor Gunnar G. Schram, óskar Eddu Björnsdóttur, kandídat, til ham-
lngjuviðbrautskráningu í Háskólabíói, 23. október 1993 (ljósm. GuðlaugurTryggvi Karlsson).
skólinn eigi að fara út í rekstur sem þennan sér
l'l tekjuöflunar. Stjórn Happdrættisins hefur
íhugað þetta vel, en komist að þeirri niður-
stöðu, að Happdrættið eigi engra annarra
kosta völ, ef spilakassar eru leyfðir og Happ-
drættinu á að takast að halda velli á markaðn-
um. Því hefur Happdrættið aflað sér heimildar
t'l reksturs samtengdra happdrættisvéla, sem
eru líkar söfnunarkössum Rauða krossins að
§erð, en bjóða auk smærri vinninga í leikjum
e1 nnig staerri sjóðsvinninga eins og almennt
gerist í happdrættum. Líkt og hvarvetna í öðr-
um löndum verða vélamar ekki á almanna-
læri, heldur í sérstökum spilastofum, og mið-
tengt tölvukerfi skráir hverja athöfn og heldur
uákvæmt bókhald. Staðsetning spilavélanna
tryggir einnig eftirlit með því, að engir undir
'ögaldri fái aðgang að þeim. Vélamar taka að-
o*ns við mynt en ekki seðlum, og engin fjár-
hættuspil eru leyfð. Sjóðsvinningamir eru
hliðstæðir þeim sjóðsvinningum, sem boðnir
eru í Lottó. Eini munurinn er sá, að vélarnar
gefa svar strax, en kaupandi Lottómiða þarf að
oíða, þar ti| dráttur fer fram. Þótt happdrættis-
''élar þessar sameini það, sem áhugaverðast
Pykir í tölvuvæddum söfnunarkössum og
sJóðshappdrættum, er fráleitt að líkja þeim við
spilavíti, þarsem fjárhættuspil eru stunduð.
Ég hef gerst svo langorður um þennan þátt
happdrættismála af illri nauðsyn og í þeirri
von, að fjölmiðlar sýni þessari málsvörn Há-
skólans jafnmikinn áhugaogþeim áróðri, sern
á honum hefur dunið. Forstjóra Happdrættis-
ins, Ragnari Ingimarssyni, vil ég þakka sér-
staklega þá þrautseigju og elju, sem hann hef-
ur sýnt í baráttu fyrir Happdrættið, og ég er
þess fullviss, að honum og frábæru starfsliði
Happdrættisins mun takast að snúa vöm í sókn
með heiðarlegri samkeppni á markaðnum.
Kæru kandídatar, nú er komið að þeirri
stundu, að þið takið við vitnisburði Háskólans
um árangur ykkar í námi. Háskólinn er metinn
eftir hæfni og kunnáttu þeirra, sem frá honum
koma til starfa í þjóðfélaginu. Besti vitnisburð-
ur ykkar Háskólanum til handa er, að saman
fari góð menntun og mannkostir. Við vonum,
að ykkur farnist vel og það vegamesti, sem þið
berið héðan, reynist ykkur traustur grunnur
undir frekara nám og starf. Háskólinn mun alla
tíð vera fús að veita ykkur aðstoð og stuðning
og hverja þá viðbótarmenntun, sem þið kunnið
að kjósa og hann megnar að veita. Við þökkum
ykkur ánægjulegt samstarf og samveru og ósk-
unt ykkur og fjölsky ldum ykkar gæfu og geng-
is á komandi árum. Guð veri með ykkur.