Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Blaðsíða 206
204
Árbók Háskóla íslands
kvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 1994. Deild-
arforsetar töldu erfitt og jafnvel ómögulegt
að búa við skertari fjárveitingar en nú væri.
Rætt var um, að Háskólinn fækkaði verk-
efnum í samræmi við boðaðan niðurskurð,
flatur niðurskurður gengi ekki lengur.
06.01.94: Öm Helgason, formaður Fjármála-
nefndar, greindi frá fjárveitingum til Háskól-
ans skv. fjárlögum ársins 1994, auk þess sem
hann útskýrði rekstrarniðurstöðu ársins 1993,
sem var samkvæmt áætlun. Umræður urðu
miklar.
20.01.94: Öm Helgason gerði grein fyrir til-
lögu, þar sem ráðgert var, hvemig skipta ætti
fjárveitingum til Háskóla Islands samkvæmt
fjárlögum ársins 1994. Eftir töluverða
umræðu var tillagan samþykkt óbreytt. Fram
kom, að nauðsynlegt væri, að Fjármálanefnd
endurskoðaði vinnubrögð við skiptingu fjár
milli deilda, svo að betur yrði sýnt en nú,
hver væri raunveruleg fjárþörf hverrar
deildar. Deildarforsetar gætu komið til
Fjármálanefndar leiðréttingum og athuga-
semdum við framlagða skiptingu.
17.03.94: Örn Helgason, fonnaður Fjármála-
nefndar, gerði grein fyrir tillögum nefndar-
innar til háskólaráðs um sundurliðun rekstr-
arfjárveitinga árið 1994, uppgjör Fjármála
ársins 1993 og ráðstöfun varasjóðs. Sam-
þykkt var tillaga Fjármálanefndar um ráð-
stöfun varasjóðs og flutning rekstrarafgangs
og rekstrarhalla á milli ára.
28.04.94: Öm Helgason gerði grein fyrir
framkomnum tillögum frá deildum og stofn-
unum um fjárveitingar ársins 1995. I vinnu-
gögnum nefndarinnar var greint frekar frá
mikilvægustu málum deilda og sýndur sam-
anburður á fjárveitingum ársins 1994 og
óskum fyrir árið 1995. Óskimar námu nú
samtals 1.976 m. kr. samanborið við 1.565
m. kr. fjárveitingu árið 1994. Forseti lækna-
deildar, Helgi Valdimarsson, lét bóka mót-
mæli læknadeildar við því, að deildin væri
látin greiða laun forstöðumanns Tilrauna-
stöðvar Háskóla íslands að Keldum án þess
að fá til þess fjárveitingu á Alþingi. Örn
greindi frá mati Fjármálanefndar á kostnaði
við að halda uppi kennslu í einstökum
greinum við Háskóla íslands. Til viðmiðunar
voru sænskir staðlar um fjölda vinnustunda
við kennslu. Með þessari aðferð var stefnt að
því að reikna út lágmarkskennslukostnað i
hverri námsbraut að teknu tilliti til stúdenta-
fjölda. Markmiðið væri, að Háskólinn rök-
styddi óskir sínar um aukið framlag til
kennslu í greinum, þar sem fjárframlagið
væri talið ófullnægjandi. Mikil umræða varð
um þetta mál.
Reiknilíkan
19.05.94: Öm Helgason kynnti tillögur
Fjármálanefndar um fjárveitingu til Háskóla
fslands á árinu 1995. Á fundinn voru mættir
formenn stjóma námsbrauta í læknadeild.
Örn gerði grein fyrir reiknilíkani, sem nefndin
hafði notað til að reikna úr kostnað við
kennslu í einstökum greinum við Háskóla
íslands. Líkanið endurspeglaði kennsluhæth
við háskóla á Vesturlöndum og tók mið af
íslenskum launatöxtum fyrir háskólakennara.
Samkvæmt líkaninu skorti verulega á, uð
nægilegar fjárveitingar væru til kennslu, og
vargerð tillaga um aukningu næstu 3 árin, þar
af 95 m. kr á næsta ári. 1 heild var óskað eftir
aukningu á næsta ári, sem næmi 150 m. kr eða
9,6%. Miklar umræður urðu, og svaraði Om
fjölda fyrirspuma. Háskólaráðsmenn fögn-
uðu nýja reiknilíkaninu og vonuðust til, að
hægt yrði að nota það í samvinnu við mennta-
málaráðuneytið. Áð lokum var samþykkt, að
Fjármálanefnd gengi frá endanlegri fjárveit-
ingartillögu. Stúdentar lögðu fram eftirfar-
andi bókun: „Stúdentar lýsa ánægju með
nýjar áherslur í baráttu H. í. fyrir leiðréttum
fjárveitingum, en ítreka um leið andstöðu stna
við beiðni háskólaráðs um auknar heimildir til
fjöldatakmarkana. Slík beiðni er einkennileg
nú, þegar loksins er farið fram á, að fjárveit-
ingar miðist við kostnað við hvern nemanda
og gæti leitt til þess, að nemendum yrði beint
úr dýru námi í ódýrara eftir duttlungum fjar-
veitingavaldsins."
Tekjuöflun
07.01.93: Rektor hóf umræðu um tekjuöflun
Háskólans og nýjar hugmyndir. Háskólaritari
lagði fram yfírlit yftr skiptingu sértekna arin
1988-1992, ennfremur voru lögð fram bréf.
sem rektor höfðu borist með ábendingum um
nýjar leiðir til að afla Háskólanum aukinna
sértekna. Meðal annars voru rædd rannsókn-
arverkefni erlendis og ráðning starfsmanna