Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Side 229
Sjarfsemi háskóladeilda
227
Nefndir
• þýðingamefnd Gamla testamentisins
sátu Þórir Kr. Þórðarson, formaður, og Gunn-
jaugur A. Jónsson. Þórir sagði sig úr nefnd-
tnni 1991 vegna heilsubrests. í námsnefnd
guðfræðideildar sitja auk deildarforseta einn
fulltrúi kennara kjörinn á kennarafundi til
ems árs í senn og tveir fulltrúar kjörnir á
aðalfundi Félags guðfræðinema. Hlutverk
námsnefndar er m. a. að meta afbrigðilegar
umsóknir um nám í deildinni og leggja fram
tdlögur til deildarfunda í samráði við deildar-
forseta og kennslustjóra, en fjöldi afbrigði-
jegra umsókna hefur vaxið á undanfömum
arum; afgreiðslu mála einstakra nemenda er
ekki getið hér. Guðbjörg Jóhannesdóttir,
stud. theol., var tilnefnd fulltrúi deildarinnar
1 stjóm Rannsóknarstofu í kvennafræðum.
Samþykkt var að tilnefna Pétur Pétursson til
samstarfs við djáknanefnd þjóðkirkjunnar
juu skipulag djáknanáms. Pétur Pétursson og
fiörður Áskelsson tóku 1992 sæti í nefnd,
sem endurskoðaði kennimannlegt nám. Með
j?refi, dags. 24. nóvember 1992, óskaði herra
jflafur Skúlason, biskup, eftir því, að guð-
■íoðidei !d tilnefndi fulltrúa í nefnd, sem gera
ættl úttekt á skipulagi íslensku þjóðkirkj-
uunar og sambandi hennar við ríkisvaldið.
mnar Sigurbjörnsson var tilnefndur í þessa
uefnd. I kjörsviðsnefnd voru kjömir Hjalti
f*ugason, Pétur Péursson og Gunnlaugur A.
onsson. Gunnlaugur A. Jónsson tók sæti í
uefnd til að undirbúa Synodus 1993. Nefnd
kennara og nemanda var skipuð til að skipu-
leggja nám á kjörsviði til kandídatsprófs. í
uefndina völdust Hjalti Hugason, Pétur Pét-
ursson, Jón Sveinbjömsson og Gunnlaugur
_ Jónsson, en auk þess voru tveir fulltrúar
studenta. Bjöm Bjömsson var formaður
■Ueistaraprói'snefndar. Gunnlaugur A. Jóns-
son var fulltrúi deildarinnar í nefnd háskóla-
raðs um upplýsingamál. Einar Sigurbjöms-
s°n var tilnefndur í stjóm Leikmannaskóla
Þjóðkirkjunnar og í nefnd til að undirbúa
Prestastefnu í Vestmannaeyjum 1994.
Opið hús
Haldið var Opið hús í Háskóla íslands
- ;• mars 1993. Gunnlaugur A. Jónsson og
°n Sveinbjömsson sáu um framkvæmd þess
yrir hönd guðfræðideildar.
Alþjóðasamskipti
Árið 1991 var staðfest samkomulag milli
guðfræðideildanna á Norðurlöndum um
aðild að Nordplus, og haustið 1994 gerðist
guðfræðideild aðili að samstarfi guðfræði-
deilda innan vébanda Erasmus. Nokkrir stúd-
entar hafa dvalist við erlenda háskóla á
grundvelli þessa samstarfs, einkum á Norð-
urlöndum.
Leif Grane, prófessor við Kaupmanna-
hafnarháskóla, flutti tvo fyrirlestra um Lút-
her í október 1991, og Michael Root, for-
stöðumaður samkirkjustofnunar Lútherska
heimssambandsins í Strassburg, flutti fyrir-
lestur um kirkjulega guðfræði 28. nóvember
1991. Prófessor Peter Hodgson frá Vander-
biltháskóla í Tennessee hélt fyrirlestur í guð-
fræðideild 23. september 1992 um sköpunar-
fræði. Lis Eriksson, forstöðumaður Noahs
Ark stofnunarinnar í Stokkhólmi, flutti fyrir-
lestur um alnæmi 8. október 1992. Prófessor
Robert Benne frá Roanoke College í Salem í
Virginíu hélt fyrirlestur 11. mars 1993, og
prófessor Peter Georg Braulik frá Vínarhá-
skóla hélt fyrirlestur 29. mars 1993 um
fimmtu Mósebók. Forseti guðfræðideildar
Kaupmannahafnarháskóla, Jens Glebe-M0ll-
er, hélt tvo fyrirlestra í mars 1993 um sið-
fræðileg efni. John B. Wood, starfsmaður
Lútherska heimssambandsins, flutti fyrir-
lestur 8. júní 1993 um hjálparstarf í Króatíu.
Guðfræðistofnun gerðist aðili að Nord-
iska ekumeniska rádet. Norræn ráðstefna
nýjatestamentisfræðinga var haldin í Skál-
holti 20.-24. júní 1994. Ráðstefnuna sóttu 64
manns alls staðar að frá Norðurlöndunum.
Ráðstefnustjóri var séra Kristján Búason,
dósent. Erindi, sem flutt voru á ráðstefnunni,
birtust í 11. hefti Ritraðar í guðfrœði (Studia
Theologica lslandica). Guðfræðideild var
boðið að senda fulltrúa til 70 ára afmælis-
fagnaðar Ábo Akademi haustið 1994, og var
Kristján Búason fulltrúi deildarinnar þar.
Óskað var eftir þátttöku guðfræðideildar í
samnorrænu rannsóknarverkefni um predik-
un á Norðurlöndum. Einar Sigurbjömsson
var tilnefndur til þessa samstarfs. John
O’Connor, kardínáli af New York, hélt erindi
í guðfræðideild 27. janúar 1994, sem nefnd-
ist: The Catholic Lutheran Dialogue in the
United States. Inga Bengtzon, fyrrv. for-