Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Side 250
248
Árbók Háskóla íslands
aði til sérhvers kennara í deildinni og færi
yfir þá kennslu, sem kennari hefði umsjón
með. Verulegs ósamræmis virtist gæta milli
þeirrar fjárupphæðar, sem deildin sækti um
og fengi til stundakennslu og þeirrar kennslu,
sem innt væri af hendi skv. Kennsluskrá.
Sama máli gegndi um laun stundakennara.
Eftirfarandi bókun var samþykkt á deildar-
fundi 25. febrúar 1992: „Með spamaði og
auknum tekjum telur Tannlæknadeild Há-
skóla Islands, að unnt sé að bæta afkomuna
um 2-3 milljónir króna á árinu 1992.“ I
umræðum í háskólaráði, 12. mars 1992, um
skiptingu rekstrarfjár til deilda fyrir árið
1992 lét forseti tannlæknadeildar bóka, að
hann treysti sér ekki til að ábyrgjast neitt í
sambandi við rekstur deildar sinnar, þar eð
enginn fastráðinn starfsmaður væri á skrif-
stofu hennar. Að auki væri sá liður, sem lyti
að viðhaldi tækja, fyrirsjáanlega allt of lágur,
tækin væru orðin 9 ára gömul og með háa
bilanatíðni. Til tals kom að hækka gjald fyrir
þjónustu, sem tannlæknanemar veittu við
deildina. Hætt var að kaupa Archives ofOral
Biology í spamaðarskyni.
Rannsóknir og fyrirlestrar
Deildarráðsfundur, haldinn 3. febrúar
1992, samþykkti eftir margra ára hlé að taka
aftur upp athugun á möguleikum þess að
koma á rannsóknarstofnun í tannlæknadeild.
Á deildarfundi, 28. apríl 1994, voru einróma
samþykktar tillögur nefndar, sem kosin var 8.
febrúar 1994 til þess að gera tillögur um
stöðu og ráðningarskilmála ólaunaðra sér-
fræðinga til rannsóknarstarfa við Háskóla
íslands (honorary research fellows).
Guðjón Axelsson var tilnefndur aðstoð-
arritstjóri íActa Odontologica Scandinavica.
Prófessor MacClean frá London var boðið að
halda fyrirlestra 21.-22. október 1991. Pró-
fessor Edwina A. M. Kidd frá Guys spítala i
London var boðið að halda gestafyrirlestur a
vegum tannlæknadeildar 22.-25. september
1994, og þáði hún boðið.
Lagadeild
Inngangur
Samkvæmt reglugerð nr. 78/1979 skiptist
nám í lagadeild í þrjá hluta. I fyrsta og öðrum
hluta (1.-4. námsár) eru kenndar skyldu-
greinar, en í þriðja hluta náms (5. námsár)
skal stúdent ljúka prófi í tveimur kjör-
greinum á haustmisseri og vinna að embætt-
isprófsritgerð á vormisseri, þótt heimild sé
einnig til munnlegs prófs. Námsgreinar eru í
aðalatriðum þær sömu og lengst af hafa verið
kenndar.
Stúdent skal hafa lokið fyrsta hluta prófi,
áður en hann þreytir próf í öðrum hluta og
próft í öðrum hluta, áður en hann þreytir próf
í þriðja hluta. Meðaltalseinkunnina 6,5 þarf
til þess að ljúka fyrsta hluta prófi og 6,0 til
þess að ljúka annars hluta prófi. Einkunnin
7,0 er hins vegar áskilin í almennri lögfræði
ásamt ágripi af réttarsögu, en hún reiknast
ekki inn í meðaltal einkunna fyrsta hluta,
heldur aðeins til aðaleinkunnar á embættis-
prófi. Heimilt er að þreyta áfangapróf í til-
teknum greinum fyrsta og annars hluta. Til
þess að standast slíkt próf er áskilin ein-
kunnin 6,5 í greinum fyrsta hluta, en 6,0 t
greinum annars hluta. Stúdent, sem ekki
hlýtur tilskilda lágmarkseinkunn á áfanga-
prófi í námsgrein fyrsta hluta, er ekki heimilj
að endurtaka prófið sérstaklega, en hann rna
ganga undir prófið sem hlutapróf með öðrum
greinum hlutans. Heimilt er hins vegar að
endurtaka sérstaklega áfangapróf úr öðrurn
hluta, þó ekki oftar en einu sinni. Ella ma
stúdent ganga undir prófið sem hlutapról
með öðrum greinum hlutans. I kjörgreinum
þriðja hluta er áskilin meðaltalseinkunnin
6,0, en ritgerð hefur tvöfalt vægi.
Kennslu skal haga þannig, að stúdent se
unnt að ljúka laganámi á fimm árum. Um
námstíma gilda annars þær reglur, að stúdent
skal hafa lokið námi í almennri lögfræði eigi
síðar en á því almanaksári, þegar hann hefur
verið samfellt tvö ár í deildinni, nárm t
öðrum hluta prófs eigi síðar en á því alman-