Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Side 262
260
Árbók Háskóla íslands
innar, þar sem höfuðáhersla er lögð á fræði-
greinar tengdar rekstri fyrirtækja. Greinar
þessar eru t. a. m. fjármálafræði, reiknings-
hald, stjómunarfræði, markaðsfræði, fram-
leiðslufræði, upplýsingafræði, atvinnuvega-
fræði og aðgerðarannsóknir svo nokkuð sé
nefnt.
Haustið 1993 gerði Viðskiptafræðistofn-
un samstarfssamning við útgáfufyrirtækið
Framtíðarsýn hf. um útgáfu fræðirita fyrir
stjómendur. Ritstjóri ritraðarinnar er Run-
ólfur Smári Steinþórsson, lektor. Fyrstu ritin
em Leiðir í gœðastjórnun eftir Runólf Smára
Steinþórsson og Samskiptastjórnun eftir Þóri
Einarsson, prófessor, Gerð viðskiptaáœtlana
eftir þá Gest Bárðarson og Þorvald Finn-
bjömsson, Ahœttufjármögnun eftir Harald
Þorbjömsson og Viðskiptasiðferði eftir Þröst
Sigurjónsson. Rit þessi hafa fengið góðar
viðtökur. Þá er einnig áformað að gefa út eina
til tvær áhugaverðar kandídatsritgerðir á ári í
ritröð Viðskiptafræðistofnunar og Framtíð-
arsýnar hf. Mun slíkt án efa reynast hvatning
til nemenda og gagnast atvinnulífinu, því of
oft hverfa góðar ritgerðir niður í skrifborðs-
skúffu að afloknum prófum án frekari dreif-
ingar.
Undanfarin haust hefur stofnunin gengist
fyrir námskeiði í stærðfræði fyrir nýnema.
Nemendum er frjálst að velja þetta námskeið,
enda þurfa þeir að greiða sjálfir fyrir þátttöku
sína. Námskeiðið hefur verið mjög fjölsótt,
en umsjónarmaður er Jón Snorri Snorrason,
aðjúnkt.
Stofnunin áformar í samvinnu við við-
skiptaskor að halda reglubundnar málstofur
til kynningar á rannsóknarverkefnum kenn-
ara. Þá mun stofnunin standa að útgáfu
kennsluefnis, sem notað er við skorina.
Viðskiptafræðistofnun hefur tekið að sér
fjölþætt þjónustuverkefni og ráðgjöf við fyr-
irtæki og hið opinbera. Stærsta verkefnið á
árinu 1993 var hagkvæmnisathugun á dreif-
ingu útvarpsefnis með örbylgju og ljósleið-
ara. Verkefnið var unnið fyrir útvarpslaga-
nefnd. í ljós kom, að spara mætti um 400 m.
kr. með því að nýta ljósleiðarakerfið í stað
uppbyggingar á nýju örbylgjukerfi. Er hér á
ferðinni glöggt dæmi um nauðsyn þess að
gera faglegar athuganir á fjárfestingakostum
Prófessor Þórir Einarsson.
opinberra aðila og fyrirtækja. Við lausn verk-
efnisins naut Viðskiptafræðistofnun aðstoðar
fræðimanna við verkfræðideild, og er þetta
því einnig dæmi um, hvemig stofnanir
Háskólans geta átt samvinnu um þverfagleg
vandamál.
Annað dæmi um viðamikið verketm.
sem einnig var unnið á vegum stofnunarinnar
á árinu 1993, er úttekt á ferðaþjónustu. Verk-
efnið, sem tók til greiningar, stefnumótunar
og tillagna um aðgerðir, var unnið fyrir stort
bæjarfélag. Þá hafa verið unnar smærn
úttektir og greinargerðir á vegum stofnunar-
innar, m. a. nemendaverkefni, sem styrkt eru
af Nýsköpunarsjóði námsmanna.
Stjórn Viðskiptafræðistofnunar hetur
markað sér þá stefnu að taka fá en viðamikt
verkefni til vinnslu og geta með þeim hætti
vandað til vinnubragða eins og kostur en
Þannig leggur stofnunin sitt að mörkum til a
efla mikilvæg tengsl viðskipta- og hagfr®ð>'
deildar Háskóla íslands við atvinnulífið.
Kristján Jóhannsson-