Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Qupperneq 200
198
Árbók Háskóla íslands
13. Leitað verði leiða til að koma á gjaldtöku
og selja þjónustu, sem Háskólinn innir af
hendi til aðila utan Háskólans.
14. Leitað verði leiða til að draga úr kostnaði
við próf. Meðal leiða, sem þar kæmu til
greina, eru:
1. Fjölgun tveggja missera námskeiða
og samsvarandi fækkun prófa.
2. Stytting á tímalengd prófa úr 4
stundum í 3.
3. Hluti einkunnar verði byggður á
frammistöðu á misserinu og lokapróf
í námskeiðinu stytt.
Deildir hafi þessar tillögur til viðmiðunar,
eftir því sem unnt er á vormisseri 1992, en
þær komi til framkvæmda með kennsluskrá
háskólaárið 1992-1993.
Fram kom fyrirspum um, hver væri
kostnaður af lækkun kennsluskyldu kennara
með aldri. Logi Jónsson, fulltrúi Félags
háskólakennara, lagði fram tillögu að
ályktun: „I tengslum við yfirstandandi spam-
aðaraðgerðir og niðurskurð á fjármálum
Háskóla Islands skal á engan hátt gengið á
umsamin kjarasamningsatriði starfsmanna
Háskóla íslands." Samþykkt einróma.
Fyrir voru teknar tillögur Fjármálanefndar
háskólaráðs um sundurliðun rekstrarfjárveit-
inga árið 1992. Gunnlaugur H. Jónsson,
háskólaritari, fylgdi tillögunum úr hlaði og
útskýrði þær. Miklar umræður urðu um
málið. Prófessor Kristján Amason, forseti
heimspekideildar, lagði fram eftirfarandi
bókun: „Yfirlit um sundurliðun fjárveitinga
til kennslu- og vísindadeilda sýnir, að niður-
skurður á fjárveitingum til einstakra greina
og deilda er talsvert mismunandi, sé miðað
við fjárveitingu 1991 uppreiknaða með tilliti
til nemendafjölgunar. Háskólaráð hefur sam-
þykkt ýmsar aðgerðir til spamaðar. Ekki er
að sjá, að tekið hafi verið mið af þessum
samþykktum við skiptingu niðurskurðarins.
Samþykktimar koma nánast að engu haldi í
heimspekideild, því kennslumagn var í lág-
marki fyrir. Það skýtur því mjög skökku við,
að tillögurnar gera ráð fyrir einna mestum
niðurskurði í þeirri deild. Fjárþörfin er 156,7
m. kr., en tillaga um fjárveitingu er 142
m. kr., og er munurinn um 9,4%.“ Um vanda
deildarinnar segir: „Óljóst [er], hvemig
deildin getur staðið við þessa áætlun. Til þess
að standa við áætlunina þyrfti að fella hrein-
lega út námskeið og námsgreinar og fækka
starfsmönnum jafnframt því að fjöldi nem-
enda yrði takmarkaður verulega.“ Heirn-
spekideild virðist vera eina deildin, þar sem
lagt er til, að námsgreinar verði lagðar niður
og starfsmönnum sagt upp. Slíkar ábendingar
krefjast meiri rökstuðnings en fram kemur t
tillögum um sundurliðun rekstrarfjárveitinga.
Ég get því ekki fallist á þessa skiptingu sem
endanlega úthlutun hvað heimspekideild
varðar."
Forseti tannlæknadeildar, Öm Bjartmars,
óskaði bókað, að hann treysti sér ekki til að
ábyrgjast neitt í sambandi við rekstur deildar
sinnar, þar eð enginn fastráðinn starfsmaður
væri á skrifstofu deildarinnar. Að auki vært
sá liður, er lyti að viðhaldi tækja, fyrirsjáan-
lega allt of lágur, tækin væm orðin 9 ára og
með háa bilanatíðni.
Tillögur Fjármálanefndar voru sam-
þykktar samhljóða með eftirfarandi bókun:
„Háskólaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur
Fjármálanefndar háskólaráðs að sundurliðun
rekstrarfjárveitinga 1992 með þeim fyrirvara.
að ljóst er, að fjárveiting til einstakra deilda
dugar ekki fyrir brýnustu þörfum til kennslu
þeirra nemenda, sem nú eru skráðir og
nýnerna, sem sækja munu um skráningu '
sumar. Sækja verður um aukna fjárveitingu a
árinu. Ef hún fæst, mun Fjármálanefnd gera
tillögur um skiptingu hennar í Ijósi rökstuddra
óska frá deildum og leitast við að bæta hag
þeirra, sem þykja verst settir."
22,04,92: Til umræðu voru aðgerðir í fjar'
málum ársins 1992 og fjárlagatillögur fynr
árið 1993. Háskólaritari kynnti efnið. í bréfi
menntamálaráðuneytisins, dags. 6. þ-
kom fram, að frá fjárheimildum, sem Háskól-
inn hafði til ráðstöfunar á árinu, dróst fjar-
lagahalli ársins 1991, alls 49,4 m. kr. Ekki
hafði verið haft samráð við Háskólann unt
þetta. Rektor óskaði eftir, að hver deild gerði
skriflega grein fyrir því, hvað þyrfti að gera a
haustmisseri til að vera innan fjárlaga og
hvaða afleiðingar það hefði fyrir kennsluna.
Málin voru rædd, og forseti lagadeildar taldi
það hlutverk fjárveitingavaldsins að ákveða,