Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Side 34
32
Árbók Háskóla íslands
veiting var enn skorin um 93 milljónir eða
6,1%. Fjárveitingin var þá alls 233-256 milljón-
um kr. lægri en til þurfti og fjárvöntun 158-
181 milljón eða 10,5-12%, þótt heimild til
innheimtu innritunar- og efnisgjalda yrði nýtt
að fullu. Háskólaráði var ljóst, að þessi áform
settu Háskólann í hættu. Engin leið yrði að
ná þessari skerðingu með almennri hagræð-
ingu og spamaði í þjónustu við nemendur.
Þær aðgerðir, sem beitt yrði, gætu að tak-
mörkuðu leyti komið til framkvæmda á vor-
misseri og mundu því bitna enn harðar á
kennslu að hausti. Fremsta skylda Háskólans
er að tryggja, að sú kennsla, sem hann veitir,
sé sambærileg að gæðum við kennslu er-
lendra háskóla. Spamaðaraðgerðir mega því
ekki draga svo úr kennslu, að Háskólinn
verði undirmálsskóli. Hann hefur meiri
skyldur við þá nemendur, sem þegar hafa
verið innritaðir með fyrirheiti um kennslu en
þá sem sækja um skólavist. Takmörkun á
fjölda nemenda eða niðurfelling kennslu
kemur því helst til greina á fyrsta misseri.
Þótt heimild til innheimtu skráningargjalda
yrði nýtt að fullu, vantar enn til reksturs fjár-
hæð, sem er um tvöfalt hærri en kostnaður
við kennslu allra nýnema á fyrsta misseri.
Þeim niðurskurði verður aldrei náð með al-
mennri hagræðingu. Af þessum sökum
ályktaði háskólaráð, að Háskólinn gæti ekki
tryggt neinum nýnemum kennslu að hausti,
ef fjárlög yrðu með þeim hætti, sem að var
stefnt. Alþingi sinnti þessari aðvörun í engu
og þar við situr enn.
Háskólinn mun ekki skorast undan því að
taka á sig sömu byrðar og almennt eru lagðar
á aðrar ríkisstofnanir með þessum fjárlögum.
Hann hefur því enn hert reglur um hagræð-
ingu og sparnað og mun á næstunni leita álits
deilda, hvaða kennslu þær telja sig geta
frestað eða lagt niður. Einnig er óhjákvæmi-
legt, að dregið verði úr þeirri þjónustu, sem
Háskólinn veitir sínunt nemendum og nem-
endum margra annarra skóla, og hefur í mörg-
um tilvikum tekið að sér fyrir beiðni ráðu-
neytis. Hann telur hins vegar ljóst, að hann
getur ekki búið við 10,5-12% skerðingu á einu
ári, án þess að grípa til örþrifaráða. Háskólinn
treystir því, að ráðamenn muni sjá sig um
hönd, áður en til þeirra kemur. Ábyrgð á slík-
um neyðarúrræðum hlýtur að hvíla á þeim
stjómmálamönnum, sem að þessum fjárlög-
um standa. Mörgum er enn í fersku minni
mikil umræða, sem varð í Bretlandi á ríkis-
stjómardögum Thatchers vegna niðurskurðar
fjárveitinga til skólamála. Þar var niðurskurð-
ur látinn koma til framkvæmda á fjórum árum
og nam í heild 14%. Hér skirrast menn ekki
við að taka 10-12% á einu ári. Undarlegt er
einnig verðmætamat þeirra ráðamanna, sem
vilja fremur verja 100 milljónum króna í nið-
urgreiðslur en veita 2.000 ungmennum há-
skólakennslu í eitt misseri. Enginn efast um
nauðsyn þess að ná böndum um útgjöld ríkis-
ins. Kappinu mætti þó fylgja meiri forsjá. Sá
glundroði, sem þessar aðgerðir valda í öllu
skólakerfinu, getur orðið okkur mun dýrari til
lengdar en sá spamaður, sem næst á þessu ári.
Skólar eru þvingaðir til neyðaraðgerða, sem
ganga þvert gegn þeirri menntastefnu, sem
aðrar þjóðir fylgja og jafnvel gegn stefnuyf-
irlýsingu ríkisstjómarinnar sjálfrar. Frá Sví-
þjóð og Bandaríkjunum berast þær fréttir, að
meðal úrræða gegn efnahagskreppu og at-
vinnuleysi séu aukin framlög til menntamála.
Danir telja sér ekki lengur stætt á að neita
þriðjungi stúdenta um skólavist og vilja frem-
ur auka stuðning við skóla en styrki vegna at-
vinnuleysis.
Það mun engum koma á óvart, að með
þeim fjárlögum, sem Háskólanum eru gerð,
er hann knúinn til að innheimta skráningar-
gjöld fyrir háskólaárið 1992-1993 samkvæmt
fyllstu heintild fjárlaga. Háskólaráð áréttar
jafnframt, að það lítur ekki á þessi gjöld sem
framtíðarlausn á fjárhagsvanda Háskólans og
er mótfallið því, að skólagjöld komi í stað
fjárveitinga á komandi árum. Reynsla sýnir,
að slík gjöld hafa tilhneigingu til að aukast
og verða efnalitlum nemendum hindrun til
náms, ef ekki fylgja mótaðgerðir til styrktar
námi. Það beinir huganum að Lánasjóði
námsmanna, en frumvarp um hann verður á
borðum Alþingis á næstu dögum. Þar ætti að
vera ljóst, að samúð Háskólans er með mál-
stað stúdenta, og við treystum þvf, að allt það
svigrúm, sem stjómvöld hafa til að treysta
fjárhagsgrundvöll sjóðsins, verði nýtt, og
innan þess ramma, sem sjóðnum er settur,
verði fyllsta samráð haft við stúdenta um
skynsamleg lánskjör og endurgreiðslur svo
sem menntamálaráðherra hefur reyndar þeg-