Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Page 72

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Page 72
70 Árbók Háskóla íslands skóla, uns hann lét af störfum sakir aldurs 1977. Kaupmannahafnarháskóli sæmdi hann heiðursdoktorsnafnbót í hagfræði árið 1987. Auk starfa sinna við áðumefnda skóla hefur H. Winding Pedersen setið í fjölda nefnda og ráða m.a. í monopolrádet í aldar- fjórðung. H. Winding Pedersen er einn virtasti hagfræðingur Dana. Sérsvið hans er verðmyndunarfræði, en hún krefst þekkingar bæði í þjóðhagfræði og rekstrarhagfræði. Hann hefur skrifað fjölda bóka, sem sumar hverjar eru einstakar í sinni röð. Ein þeirra, Omkostninger og Prispolitik, var notuð um árabil við Viðskiptadeild Háskóla íslands. Ahrif þeirrar bókar hafa verið mikil og var- anleg á íslenska viðskipta- og hagfræðinema. Bókin kom fyrst út árið 1940 og var notuð sem kennslubók hér við skólann næstu tvo áratugina, en sumt af efni bókarinnar er svo einstakt, að því hefur verið komið á framfæri við nemendur í fyrirlestrum fram á þennan dag. Það er því óhætt að segja, að allir við- skipta- og hagfræðingar, sem brautskráðir hafa verið frá Háskóla íslands, hafi komist í kynni við snilldarlega framsetningu H. Winding Pedersens á vissum þáttum rekstrar- hagfræðinnar. Þá má geta þess, að H. Wind- ing Pedersen átti þátt í að skipuleggja námið í viðskiptafræði við Háskóla íslands, þegar því var hleypt af stokkunum 1941. Kennarar í Viðskipta- og hagfræðideild telja sér mikla sæmd af því að heiðra H. Winding Pedersen með nafnbótinni doctor oeconomiae honoris causa. Verkfræðideild Per Bruun, 25. júní 1994 Per Bruun er fæddur á Skagen á Jótlandi árið 1917. Hann lauk stúdentsprófí frá Hjprr- ing Gymnasium 1935 og prófi í byggingar- verkfræði frá Danska tækniháskólanum 1941. Á styrjaldarárunum vann hann við ýmis verkefni tengd hafnargerð og vömum gegn ágangi sjávar og mótaði nýjar kenn- ingar um breytileika sandstranda. Hann varði doktorsritgerð sína um þessar athuganir við Danska tækniháskólann árið 1954. Per Bruun var prófessor við Háskólann í Gainesville í Flórída 1957-1967 og var jafnframt í forsvari fyrir sjóvömum í Flórídafylki. Hann hefur síðan verið sérfræðingur við hafnargerð og strandverkfræði víða um heim á vegum alþjóðastofnana, einkafyrirtækja og einstakra ríkja. Per Bruun er mikilvirkur fræðimaður, sem hefur sett fram margar kenningar og til- gátur í sínu fagi og farið ótroðnar slóðir í rannsóknum sínum. Árið 1962 setti hann fram kenningu um breytingar á sand- ströndum við hækkun sjávarborðs, sem nefnd hefur verið Bruuns-reglan. Vegna gróðurhúsaáhrifa, sem eru talin hækka sjáv- arborð, er þessi kenning hans mikilvæg núna. Per Bruun hefur átt mikið og gott sam- starf við íslenska fræðimenn og unnið hér að ýmsum verkefnum tengdum vatnafræði og úrbótum á íslenskum höfnum. Hann hefur gert athuganir á átökum sjávar og sand- strandar á suðurströnd íslands og verið ráð- gefandi unt hafnargerð. Hann er manna kunnugastur aðstæðum við Dyrhólaey og Vík í Mýrdal. Hóf hann rannsóknir þar árið 1960 ásamt dr. Trausta Einarssyni, prófessor. Hann fylgdist með þróun Surtseyjar og síðar gossins í Vestmannaeyjum og gaf ráð varð- andi höfnina þar. Eftir Per Bruun liggur fjöldi rita og greina í fagtímaritum um verkefni, sem tengjast suðurströnd íslands og mál- efnum hafna og sjóvama á Islandi. Af þessum sökum telur Háskóli Islands sér það sæmdarauka að heiðra Per Bruun með nafnbótinni doctor technices honoris causa. Sé það góðu heilli gert og vitað. Hans Martin Lipp, 25. júní 1994 Hans Martin Lipp er fæddur í Karlsruhe í Þýskalandi 1937. Hann lauk stúdentsprófi 1956 og prófi í rafmagnsverkfræði á sviði rafeinda- og upplýsingatækni frá Tæknihá- skólanum í Karlsruhe 1961. Á árunum 1962- 1967 var Hans Martin Lipp vísindalegur aðstoðarmaður við Institut fúr Nachrichten- verarbeitung und Úbertragung. Hann lauk doktorsprófi frá Tækniháskólanum í Karls- ruhe 1967, og fjallaði doktorsritgerð hans um gervigreind í upplýsingatækni. Dr. Lipp hefur síðan hlotið viðurkenningu fyrir rann- sóknir sínar á stafrænum rafrásum og rök- rænum uppbyggingum á rásum og rofum þeirra og skrifað fjölda ritverka um rann- sóknir sínar. Árið 1972 varð dr. Lipp pró- fessor í rafmagnsverkfræði við Tækniháskól-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268
Page 269
Page 270
Page 271
Page 272
Page 273
Page 274
Page 275
Page 276
Page 277
Page 278
Page 279
Page 280
Page 281
Page 282
Page 283
Page 284
Page 285
Page 286
Page 287
Page 288
Page 289
Page 290
Page 291
Page 292
Page 293
Page 294
Page 295
Page 296
Page 297
Page 298
Page 299
Page 300
Page 301
Page 302
Page 303
Page 304
Page 305
Page 306
Page 307
Page 308
Page 309
Page 310
Page 311
Page 312
Page 313
Page 314
Page 315
Page 316

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.