Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Side 56

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Side 56
54 Árbók Háskóla íslands í ræðu minni í dag um málefni Háskólans sé ég mig knúinn til að ræða að mestu um málefni Happdrættis Háskólans, þar sem málstaður Háskólans hefur verið verulega af- fluttur í fjölmiðlum og jafnvel á hinu háa Al- þingi. Sú gerningahríð, sem dómsmálaráð- herra og Háskólinn hafa fengið á sig í þessu máli, er með ólíkindum, enda var henni stýrt sem leiftursókn af atvinnumönnum í nútíma fjölmiðlun. I slíkum ham virðast menn láta sig litlu skipta, þótt hallað sé réttu máli, betra sé að veifa röngu tré en engu. Ráðherrar hafa þykkan skráp, en sárast þótti mér í þessari sennu, hvernig vísvitandi var vegið með röngu að einum grandvarasta starfsmanni stjórnarráðsins. Við mættum enn minnast heilræða Konungs Skuggsjár. „Því að eitt orð má það mæla í bræði, ef maður gætir eigi, er síðan vildi með gulli keypt hafa, að ómælt væri.“ Það hefur einnig valdið Háskólanum vonbrigðum, að fjöldi þingmanna og jafnvel heilir þingflokkar virðast hafa sporðrennt áróðri leiftursóknarinnar, án þess að sann- prófa þau gögn, sem fram voru lögð. Menn geta velt því fyrir sér, hvað gerst hefði, ef at- kvæðagreiðsla hefði fylgt þeirri umræðu, sem fram fór. Dómsmálaráðherra og mennta- málaráðherra hafa haft sæmd af þessu máli, og vil ég þakka þeim drengilega milligöngu svo og þeim forustumönnum deiluaðila, sem náðu ágætum sáttum í þessu máli. Ég vona, að við eigum í vændum farsælt samstarf líkt og við höfum reyndar ætíð átt m. a. á sviði Almannavama. Háskólinn menntar og þjálf- ar lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraþjálf- ara, sem taka þátt í björgunaraðgerðum og forvamarstarfi. Hann menntar jarðfræðinga og líffræðinga, sem leggja til þekkingu á náttúruhamförum, rannsakar eldgos og land- skjálfta og leggur Almannavömum og björg- unarsveitum ráð, hvemig við verði brugðist. Háskólinn berst ekki við nemendur sína eða liknar- og hjálparsamtök, heldur virðir hann störf þeirra og styður af fremsta megni. Því hefur verið haldið fram í umræðu síðustu daga, að Háskólinn hefði enga þörf lengur fyrir tekjur af happdrættisrekstri. Rík- ishappdrætti til að afla Háskólanum tekna sé tímaskekkja. Nær sé að láta happdrættis- markaðinn eftir ýmsum félögum og samtök- um til að afla fjár fyrir sína starfsemi. Ríkis- valdið eigi að sjá sóma sinn í að veita hverju sinni til Háskólans því fé, sem hann þarfnast til að geta sinnt kennslu og rannsóknum. Aður en ég svara þessum fullyrðingum, vil ég rekja nokkuð aðdraganda að stofnun Happdrættisins, sögu þess og þróun. Fyrstu lög um ríkishappdrættið Happdrætti Islands voru samþykkt á Alþingi 1926, en heimildin kom aldrei til framkvæmda. A þessum árum hírðist Háskólinn í þröngbýli í Alþingishús- inu án allra þæginda og vaxtarskilyrða. A Al- þingi 1932 voru samþykkt lög um byggingu handa Háskóla Islands, sem reisa átti á árun- um 1934 - 1940, eftir því sem fé yrði veitt á fjárlögum. Þegar til kom, treysti ríkisstjómin sér ekki til að veita fé til byggingarinnar á fjárlögum 1934, og því leist forráðamönnum Háskólans ekki á biikuna. Þá var það, að há- skólarektor, Alexander Jóhannesson, hóf bar- áttu sína fyrir þeirri snjöllu hugmynd að fá Alþingi til þess að veita Háskólanum einka- leyfi til að reka peningahappdrætti hér á landi í því skyni að afla fjár til háskólabyggingar. Svo fór, að málið hlaut almennt fylgi með- al þingmanna, og á þinginu 1933 voru sett lög, sem heimiluðu fjármálaráðuneytinu að veita Háskólanum einkaleyfi til að stofna íslenskt happdrætti. Agóðanum skyldi varið til að reisa hús handa Háskólanum, enda greiði leyfishafi í ríkissjóð 20% af nettóársarði sem einkaleyf- isgjald. Sumum þótti súrt í broti, að Háskólan- um skyldi gert að greiða einkaleyfisgjald, þar sem allur arður fyrirtækisins átti að ganga beint til þess að inna af hendi lögákveðið ætl- unarverk ríkissjóðs, honum að kostnaðar- lausu. Fyrsta húsið, sem byggt var fyrir happ- drættisfé, varð reyndar hús Atvinnudeildar Háskólans, sem var fullbúið haustið 1937, en Aðalbygging Háskólans var vígð 17. júní 1940. Vöxtur Háskólans hefur hins vegar ver- ið slíkur, að hann hefur aldrei haft undan að byggja fyrir þarfir kennslu og rannsókna. Sér- leyfi hans til happdrættisrekstrar hefur þvi verið endumýjað allt fram á þennan dag. Hús Háskólans hafa að langmestu leyti verið reist fyrir happdrættisfé, þótt sum árin hafi einnig komið bein framlög á fjárlögum til viðbótar sjálfsaflafénu. Enn eru þó margar námsgreinar í leiguhúsnæði víðs vegar um borgina við að- stæður, sem ekki þættu boðlegar barna- eða framhaldsskóla, í einangrun frá hinu eiginlega
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260
Side 261
Side 262
Side 263
Side 264
Side 265
Side 266
Side 267
Side 268
Side 269
Side 270
Side 271
Side 272
Side 273
Side 274
Side 275
Side 276
Side 277
Side 278
Side 279
Side 280
Side 281
Side 282
Side 283
Side 284
Side 285
Side 286
Side 287
Side 288
Side 289
Side 290
Side 291
Side 292
Side 293
Side 294
Side 295
Side 296
Side 297
Side 298
Side 299
Side 300
Side 301
Side 302
Side 303
Side 304
Side 305
Side 306
Side 307
Side 308
Side 309
Side 310
Side 311
Side 312
Side 313
Side 314
Side 315
Side 316

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.