Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Side 128
Þórir Kr. Þórðarson
En við hlið þessa skilnings og þessarar vitundar er önnur, er kafar
dýpra í myrkviði undirdjúpa hinna hinstu raka allrar tilveru. Kemur þessi
vitund fram í Jesaja 45.7 og 5. Mósebók 32.39, en einnig víðar.
Grikkir gerðu sér grein fyrir því, að einhvers staðar í djúpum hvfldu við
undirstöður tilverunnar hulin rök, er létu fram ganga bæði illt og gott,
orsökuðu jafnt drepsóttir sem blessun og farsæld. Dæmi þess er skrín
Pandóru, er hún lauk upp af forvitni einni saman, þótt forboðið væri af
Seifi, og gusu þá upp úr skríninu drepsóttir og styrjaldir, hallæri og dauði
og herjuðu á mennina upp frá því. í djúpum undirvitundar mannkynsins
hefur sennilega ætíð búið vitneskjan um það, að tilveran væri ein órofa
heild, heimurinn væri sem eitt líffæri, óskiptur, og lifði sínu lífi af einum
sömu rökum, hvort eð væri fæðing eða dauði. Leit mannsins að þessum
hinstu rökum var fordæmd meðal Grikkja. Sést það af sögunni af
Prómeþeifi er bundin var hlekkjum við klett einn mikinn og kroppaði öm
mikill og válegur úr honum lifrina. Þetta er sama minnið og kemur fram í
skilningstrénu. Að vita „gott og illt” merkir „að vita allt”, öðlast „alla
þekking”, skilja öll hin hinstu rök tilverunnar, vera eins og „guðimir”
(Prómeþeifur), verða eins og Drottinn Guð (1M 3).
Þessi hinstu rök þekkjum við ekki, mennimir. Þau em okkur hulinn
leyndardómur. En við leitum þeirra, við leitum leyndardómsins að baki
allrar orku, — og við emm á leiðinni, við höfum þegar fundið leyndardóm
atómsins, og vetnissprengjan er á næsta leiti. Við getum ekki látið af
þessari leit, þar sem leit vísindanna að sannleikanum er bundin sjálfu eðli
mannsins. Hætti maðurinn að leita að lausn gátunnar, hættir hann að vera
maður. En um leið er leit gátunnar banabitinn hans, þ.e. hún verður
banabitinn, er hann finnur lausnina og hefur í hendi sinni líf og dauða,
himnaríki og helvíti. — Þá mun helvíti gjósa upp úr jörðinni og rigna niður
af himni í miklum hita hinnar hinstu sprengingar. — Þetta er eitt dæmi af
mörgum um þverstæðuna í lífí mannsins.
En innst inni, dýpst í iðmm sannleikans, er að finna þennan lykil að
öllum skrám, lausnarorðið við öllum gátum tilvemnnar, sem maðurinn
leitar að. En þangað getum við menn aldrei náð. Því nær sem við fæmmst,
því ijær verður takmarkið. Því lengra sem við skyggnumst út í geiminn, því
hraðar vex hann, og fjölgar um milljónir þeim sólkerfum sem menn vita að
em til, um leið og annað er uppgötvað. Hinsti leyndardómur allrar tilvem
og allra sólkerfa og vetrarbrauta milljónir ljósára í burtu verður ætíð
126