Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 203
Frá embættismannaskóla til vísindaseturs
við Háskólann er viðskiptadeild var stofnuð 1962. Kennarar tannlækna-
deildar hafa látið sig miklu varða rannsóknir á tannheilsu landsmanna allt
frá stofnun deildarinnar 1972, og við félagsvísindadeild, sem er saman sett
úr mörgum ólíkum þáttum, hefur frá upphafi starfsemi hennar 1976 dafnað
sérlega blómleg rannsóknastarfsemi.
Ef til vill gefur það gleggsta mynd af því, hversu ör útþenslan hefur
verið, að fyrir aðeins 25 árum voru 35 prófessorar í Háskólanum og 22
kennarar í hlutastarfi, en í ár (1986) jafngilda kennarar Háskólans að stöð-
ugildum 228 manns, og er þá ekki meðtalinn mikill fjöldi stundakennara.
Hér hefur því orðið enn ein byltingin á þessu tímaskeiði, sem endurspeglar
að hluta stökkbreytingu þá sem lýst hefur verið á rannsóknasviðinu.
Engum blandast hugur um, að Háskóli íslands, sem eitt sinn var fyrst
og fremst embættismannaskóli og kennaradeild fyrir íslenskukennara í
framhaldsskólum, er óðum að breytast í alhliða vísindasetur. Uppbyggingin
hefur verið geysihröð á öllum sviðum, eins og lýst hefur verið. En hvar-
vetna blasir samt við mikill fjárskortur, og víða er unnið við hin erfiðustu
skilyrði um allan aðbúnað, að ekki sé minnst á launkjörin, sem neyða flesta
háskólastarfsmenn til þess að falast eftir aukastörfum. En slíkt felur vita-
skuld í sér feigð allrar vísindastarfsemi, þegar til lengdar lætur.
Þessi uppbygging hefur verið alhliða og fjölþætt, en samt má ef til vill
greina vissa stefnumótun, þar sem er hin aukna áhersla á tengsl Háskólans
við atvinnulífið. í nýútkominni bók, Háskóli íslands og atvinnulífið, sem
Stúdentafélag Reykjavíkur færði Háskólanum að gjöf af tilefni 75 ára af-
mælisins, er brugðið upp mynd af því, hvemig allar deildir Háskólans
leggja áherslu á tengslin við lifað líf íslensku þjóðarinnar. Þar er einnig að
finna stefnumarkandi greinar eftir menntamálaráðherra og rektor Háskól-
ans, sem boða mikla sókn til þeirrar áttar, að Háskólinn láti atvinnulífinu í
té sérþekkingu á ýmsum sviðum og stuðli að því, að nýjum atvinnugrein-
um verði komið á fót, þó einkum á sviði hátækni.
Það er engum blöðum um það að fletta, að ný bylting er í uppsiglingu í
Háskólanum í þessum efnum. En hvað framtíðin ber í skauti sér, um það er
of snemmt að spá.
201