Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 221
Síðustu árin með séra Friðrik
— réði gerðum hans. í drengjastarfinu, og vegna starfsins fyrir stúlkumar,
er það komst á fót, varð hann að yrkja hvatningarljóð til æskunnar um
kristilega trú og dyggðir, um ást á fósturjörðinni og sögu landsins. Ljóð
hans um þau efni bera vitni djúpri þekkingu hans á sögunni, sem ekki var
dauð þekking heldur borin uppi — innblásin — af anda ástar á arfleifð
þjóðarinnar. Ó, að sú rödd mætti heyrast í dag.
Séra Friðrik var heldur ekki fræðimaður. Hann skorti áhuga á því að
loka sig inni frá hinu iðandi lífi augnabliksins til þess að skrifa fræðilegar
bækur. Og hvílíkur ávinningur fyrir þjóð okkar. í stað þess að skrifa
fræðibækur, sem fáir hefðu lesið, mótaði hann lífsstefnu þúsunda unglinga
og vann að því að gera þá lánsmenn í lífinu. Bækur þær, sem hann lét eftir
sig, voru af sama toga spunnar og sálmar hans og ljóð: Sögur sem hann
samdi til upplestrar á fundum; og vissi hann þá oft ekki, hvemig halda
skyldi söguþræðinum áfram fyrir næsta fund. Greinar skrifaði hann fyrir
Þorstein Gíslason, sem síðar vom birtar í tveim bindum sem ævisaga. En
hann skrifaði. Hann skrifaði á hjörtu piltanna. Einhverju sinni kom hann
lafmóður eftir göngu frá fundi í Hafnarfirði og beint inn á unglinga-
deildarfund. Áður en hann byrjaði fundinn, gekk hann inn í herbergi sitt.
Hvaða efni átti hann nú að hafa fyrir drengina? Hann greiþ hendi í eina
bókahilluna, tók niður „Oedipus konungur” eftir Sófókles, hinn mesta
harmleik allra tíma. Öðmm megin á opnunni var gríski textinn, hinum
megin latnesk þýðing, sem honum var tamari en grískan. Hann gekk inn á
fundinn. Þar þýddi hann og endursagði hinn stórfenglega harmleik. Að
lestrinum loknum glóði tár í hverju auga. — Þessi bókmenntaviðburður
verður ekki skráður á spjöld sögunnar. En kannski hefur einhver verið í
salnum, sem síðar fann, að heimur hinnar klassísku gullaldar, undirstaða og
gmndvöllur allrar evrópskrar menningar, hafði lokist upp fyrir honum.
Hann skorti heldur ekki minni, sem hverjum fræðimanni er nauð-
synlegt: Kannski hefur hann verið minnugastur allra íslendinga. En slíkt er
erfitt að meta. Minnið notaði hann sjálfum sér og öðmm til skemmtunar,
— til þess að krydda með lífið og salta það, — gefa því bragð, snerpu.
Einhverju sinni spurði séra Friðrik mig, hvenær ég væri fæddur. Mér
kom spumingin á óvart, því hann mundi afmælisdaga hundraða vina sinna.
„í júní 1924,” sagði ég og nefndi mánaðardaginn. „Nei, ég á ekki við það,”
sagði séra Friðrik, „hvenær í kirkjuárinu?” Það vissi ég ekki. „Ja, látum
okkur nú sjá. Þetta ár var hvítasunnan seint, — bíddu við, ertu ekki fæddur
219