Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Qupperneq 32
30
Árbók Háskóla íslands
sókn fólks í fræðslu, ekki síst í fjölmörgum
háskólagreinum er skýrasta vísbendingin um
þá róttæku þjóðfélagsbreytingu, sem er að
verða hér um þessar mundir og á sennilega
eftir að valda meiri umskiptum á íslensku
þjóðfélagi en nokkurn fær órað fyrir. Því
miður virðast ráðamenn þjóðarinnar ekki
gera sér nægilega góða grein fyrir þeirri
þjóðfélagsbyltingu, sem nú gengur yfir hinn
vestræna heim. Þeim er enn ekki Ijóst, að
orkan, sem brýst fram í þessari byltingu, og
vitið, sem stýrir henni, eiga sér rætur í því
þekkingarsamfélagi, sem háskólar um víða
veröld mynda sameiginlega.
Síðustu áratugi hefur orðið kröftug upp-
bygging í flestum deildum og stofnunum Há-
skólans og segja má, að á mörgum sviðum sé
hann búinn að ná þeim vexti, sem þarf til að
hann geti skilað því verki, sem þjóðin ætlast
til af honum. Skýrast kemur þetta fram í því,
að Háskólinn hefur aldrei átt jafn fjölbreyttan
hóp af ungu og skapandi fólki við rannsóknir
og kennslu. Þá hefur aldrei leitað til Háskól-
ans jafn margt efnilegt námsfólk og á síðustu
árum, sem gerir miklar kröfur um gæði
kennslunnar og hagkvæmt námsskipulag.
Styrkur Háskólans er ekki síst fólginn í öflug-
um nemendahópi, sem gerir sér grein fyrir
því, að framtíð íslensks þjóðfélags veltur á
góðri menntun, og að góð menntun verður
einungis fengin, þar sem rannsóknir á mörg-
um fræðasviðum eru stundaðar af krafti.
Oft heyrist sú skoðun, að ofmenntun og of-
fjölgun skólafólks séu yfirvofandi og atvinnu-
leysi háskólamanna sé á næstu grösum. Þetta
getur átt við í einstökum sérgreinum, þar sem
störf eru tiltölulega fá, en það á ekki við, þegar
horft er til þess, að æ fleiri starfsgreinar krefjast
staðgóðrar grunnmenntunar og sífelldrar end-
urmenntunar af starfsfólki. Háskólanám er
ekki lengur sá undirbúningur, sem nægir ævil-
angt til að verða góður starfsmaður á tilteknu
sviði. Háskólanám er nú á dögum traustur
grundvöllur fyrir það hugarfar og þau vinnu-
brögð, sem nútíma tækniþjóðfélag krefst af
fólki: Að það sé ætíð reiðubúið til að afla sér
nýrrar kunnáttu, geti skilið flókin tækni- og
fræðimál, sem tilheyra öðrum sérgreinum en
þess eigin, læri að setja sig í spor annarra og
vinna í þeim lýðræðisanda, sem á að einkenna
góða stjómsiði í nútímaþjóðfélagi.
Um leið og Háskólinn er vígi íslensks
þjóðararfs og virkasta stofnun landsins við
eflingu íslenskrar þjóðmenningar, er hann
mikilvægasta stofnun þjóðarinnar til að afla
nýrrar þekkingar og miðla þeirri kunnáttu,
sem hún þarf til að treysta framtíð sína í
þessu landi. Þetta starf verður Háskólinn að
rækja í sem bestu samstarfi við alla skóla
landsins og þá einkum aðra skóla á háskóla-
stigi og skóla á framhaldsstigi. Hann þarf
einnig að vera í nánum tengslum við erlenda
skóla. Alþjóðasamstarf háskóla fer nú mjög í
vöxt. Við höfum gert samstarfssamninga við
rúmlega 50 háskóla og notið norræns sam-
starfs um langan tíma, einkum til skipta á
nemendum og kennurum. Rannsóknaþjón-
usta Háskólans hefur helgað sig svonefndu
Comett-verkefni á vegum Evrópubandalags-
ins, sem er ætlað að styrkja tækniþjálfun í
löndum Evrópu og auka samstarf háskóla og
atvinnulífs í áifunni á sviði tækniþjálfunar.
Að þessu verkefni vinnur hér samstarfsnefnd
atvinnulífs og skóla, Samment, sem kannar
þörf íslensks atvinnulífs fyrir tækni- og verk-
menntun. Til þess nýtur hún styrkja frá Evr-
ópubandalaginu og mótframlaga frá íslensk-
um fyrirtækjum og stofnunum. Meðal áhuga-
verðra verkefna, sem þar eru í undirbúningi,
má nefna málmsuðutækni, nýjar aðferðir við
varðveislu matvæla, skipan ferðamála,
gagnaflutning með tölvutækni og altæka
gæðastjórnun og eftirlit í fiskvinnslu. Há-
skólinn hefur mikinn áhuga á þessari sam-
vinnu og vonast til þess, að með henni berist
ný þekking og reynsla inn í landið, sú sér-
þekking, sem starfslið hans býr yfir, komi að
notum í atvinnulífi, og nemendur fái tækifæri
til að glíma við verðug verkefni úr atvinnulífi
og þjóðlífi, meðan á námi stendur. Ahugi
nemenda til þessa er ótvíræður eins og glögg-
lega kom fram á atvinnumálaráðstefnu stúd-
enta, sem hér var haldin í gær. Þar komu nær
þúsund stúdentar til að kynna sér atvinnu-
horfur og hugmyndir fyrirtækja og stofnana
um verkefni, sem nemendur gætu sinnt í
námi. Tækifæri til þessa gefast einkum í
framhaldsnámi, þar sem nemendur fá rýmri
tíma og hafa náð fæmi og þroska til að glíma
við verkefni, sem máli skipta. Háskólinn
vinnur nú að því að auka tækifæri til slíks
framhaldsnáms hér heima, en fram til þessa