Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Side 39
Ræðurrektors
37
lega skrifstofu, sem annast samskipti þessara
skóla við erlenda háskóla, en slíkt alþjóða-
samstarf er nú í örum vexti og gæti orðið
okkur til mikils gagns.
Þrátt fyrir efnahagsþrengingar hlýtur
þjóðin að halda ótrauð áfram að byggja upp
kroftuga starfsemi háskóla í landinu. Þegar
þjóðin var í djúpri kreppu vegna síldarbrests
orn 1968, starfaði Háskólanefnd undir for-
ustu Jónasar Haralz. í áliti hennar 1969 voru
margvíslegar tillögur um þróun Háskóla ís-
•ands, sem stjómvöld gerðu að sínum, og
urðu m. a. til þess, að flestallt grunnnám í há-
skólagreinum, sem áður var sótt til annarra
landa, var upp tekið hér við Háskólann. Nú
hefur menntamálaráðherra, að tilmælum Há-
skólans, skipað Þróunarnefnd til að ræða
málcfni Háskólans í ljósi nýrra viðhorfa og
marka honum stefnu til næstu ára. Formaður
pessarar nefndar er Birgir fsleifur Gunnars-
■son, seðlabankastjóri. Háskólinn bindur
uiiklar vonir við starf nefndarinnar og treyst-
lr því, að samstaða náist um leiðir til að
vmkja Háskólann til styrktar menningu og
hug þjóðarinnar.
Eg mun ekki þreyta ykkur á þessari
stundu með raunasögum um erfiðan fjárhag
áskólans. Frekar vildi ég fara nokkrum orð-
um um framfaramál, sem mér em ofarlega í
huga og verða væntanlega meðal viðfangs-
efna Þróunamefndarinnar. Þar vil ég fyrst
nefna menntun kennara fyrir framhaldsskóla.
'Jcnntun kennara er eitt af mikilvægustu
Verkefnum Háskóla íslands. Vaxandi fjöldi
Ungmenna stundar nú nám í framhaldsskól-
um, sérskólum og háskólum. Þörfm fyrir vel
menntaða kennara vex að sama skapi. Meðan
stærstur hluti stúdenta fór til annarra landa til
úskólanáms, var hlutverk Háskólans að
mestu takmarkað við menntun kennara í ís-
enskum fræðum og til B. A. prófs til kennslu
uo gagnfræðaprófi. Nú hefja flestir stúdentar
gfunnnám sitt við Háskóla íslands. Þaðan
, °ma kennaraefni fyrir framhaldsskólana, og
Því má segja, að Háskólanum beri skylda til
vekja áhuga þeirra á kennarastaifi og
jóða þeim starfsmenntun í því skyni.
Enda þótt Háskólinn bjóði nú þriggja ára
ugnám og eins árs viðbót í uppeldis- og
ennslufræðum *•! að öðlast réttindi til kenn-
arastarfs, hefur áhugi nemenda ekki reynst
nægur til að sjá skólum fyrir kennurum. Þetta
á sérstaklega við um raungreinar. Einnig er
það umhugsunarvert, að engin heildstæð
kennaramenntun er í boði fyrir kennslu í
verkmenntagreinum. Hér þarf Háskólinn að
taka til hendi, og stjómvöld mættu einnig
íhuga, hvort ekki mætti hvetja nemendur til
að velja sér þetta nám með styrkjum, sem
hefðu það markmið að draga úr skorti á hæf-
urn kennurum á þeim sviðum, sem nú eiga í
mestum erfiðleikum.
Annar málaflokkur, sem Háskólinn hefur
fullan hug á að sinna, er aukin hagnýting
þekkingar í atvinnulífi. Eitt helsta baráttumál
Háskólans undanfarin ár hefur verið að koma
á fót framhaldsnámi í þeim greinum, sem
besta aðstöðu hafa lil rannsókna. Þar með
flyttist framhaldsnám að hluta heim og
tengdist betur þeim viðfangsefnum, sem
koma menningu okkar og atvinnulífi að
mestu gagni. I þessu sambandi má einnig
minna á sumarvinnu stúdenta. Margar deild-
ir og stofnanir Háskólans hafa um árabil sóst
eftir stúdentum til aðstoðar við rannsóknir
yfir sumartíma, eftir því sem fjárveitingar
leyfðu. Þessi vinna hefur veitt stúdentunum
gagnlega reynslu og stuðlað að tengingu
námsins við raunhæf verkefni. Vegna erfiðr-
ar fjárhagsstöðu hefur Háskólinn hlotið að
vera naumur á slíkar ráðningar á þessu sumri.
Það er þeim mun bagalegra, að almennur
vinnumarkaður á einnig í erfíðleikum, og
óvenju margir eru nú á skrá Atvinnumiðlun-
ar stúdenta með litla von um sumarvinnu.
Að frumkvæði stúdenta hefur mennta-
málaráðherra beitt sér undanfamar vikur fyr-
ir stofnun Verkefnasjóðs námsmanna, sem
deildir og stofnanir Háskólans geta leitað til
um styrk til að ráða stúdenta í sumarverkefni.
Ríkisstjómin samþykkti í gær 10 milljón kr.
framlag til að styrkja sumarvinnu stúdenta.
Jafnframt mun verða leitað eftir framlögum
víðar að í sjóðinn. Þessi úrlausn er fagnaðar-
efni stúdentum og Háskólanum. Ef vel tekst
til, gæti þessi sjóður gert hvort tveggja, dreg-
ið úr atvinnuleysi og tryggt, að nám stúdenta
og rannsóknir við Háskólann tengist raun-
hæfum viðfangsefnum betur en áður.
Við Háskólann fer fram umfangsmikil
kennslu- og rannsóknarstarfsemi, sem á
margan hátt gæti gagnast atvinnulífi og þjóð-