Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Síða 60
58
Árbók Háskóla íslands
Brautskráning kandídata 5. febrúar 1994
Kœru kandídatar og gestir, ágœtir samstarfs-
menn.
Eg býð ykkur hjartanlega velkomin til
þessarar Háskólahátíðar og brautskráningar
kandídata. Eg flyt ykkur einnig kveðjur
menntamálaráðherra, Olafs G. Einarssonar,
sem er staddur erlendis.
Við erum hér saman komin til að fagna
tímamótum í hópi föngulegs æskufólks, sem
lokið hefur ströngu námi. Við kennarar og
aðstandendur gleðjumst yfir árangri ykkar
kandídatanna og þeim liðsauka, sem þið
verðið þjóðinni í baráttu hennar fyrir aukinni
menningu og bættum efnahag. Þið andið nú
léttar, eftir að hafa komist klakklaust yfir
þennan hjalla, en brennið jafnframt í skinn-
inu að hefja næsta áfanga, framhaldsnám eða
starf, þar sem menntun ykkar nýtist
Sú framtíðarsýn, sem við ykkur blasir í
íslensku þjóðfélagi og nánasta umheimi, er á
margan hátt önnur en við höfum vanist tvær
undanfarnar kynslóðir. Verðbólga, sem hrjáð
hefur íslenskan efnahag, er horfin og með
henni mörg fyrirtæki, sem ekki hafa reynst
hagkvæm við breyttar aðstæður. Við höfum
gert samninga við önnur Evrópuríki um al-
þjóðlegt samstarf á sviði viðskipta. Aðildin
að Evrópska efnahagssvæðinu mun hafa
djúptæk áhrif á þjóðfélag okkar. Inngöngu í
þetta samstarf fylgir hörð og frjáls sam-
keppni í öllum fyrirtækjarekstri. Samningur-
inn skuldbindur okkur til að ganga á enda þá
braut, sem við höfum verið að feta til frelsis
í gjaldeyrismálum. Þessa mun gæta í þjón-
ustu banka, verðbréfafyrirtækja og trygging-
arfélaga. Hagstjórn hér verður vandasamari
og nánar tengd hagstjórn annarra ríkja. Við
erum orðin hluti af markaði 300 milljóna
manna. Evrópskir markaðir hafa orðið æ
mikilvægari fyrir sjávarafurðir okkar, og með
lækkun tolla opnast tækifæri til hagstæðari
verslunar með unna fiskvöru, einkum fersk
eða söltuð flök. Ekki eru þau tækifæri sfðri,
sem nú gefast fyrir íslenskan matvælaiðnað
til að koma fullunnum neytendavörum beint
á markað. Við þessa aðild opnast einnig leið-
ir til að sækja í Evrópusjóði styrki til rann-
sóknar- og þróunarverkefna fyrir sjávarútveg
og landbúnað, örva tækniþróun í þessum
greinum og auka vinnsluvirði afurðanna.
Samningurinn mun einnig hafa mikil
áhrif í menntamálum okkar. Við höfum alla
tíð sótt nám til annarra landa, en nú munu
nemendur geta stundað hluta af námi sínu hér
og erlendis og tekið þátt í þjálfunar- og rann-
sóknarverkefnum á vegum Evrópubanda-
lagsins. Aðildinni fylgja einnig gerbreyttir
möguleikar fyrir þá, sem vilja flytja sig um
set og leita til hins nýja viðskiptabandalags
eftir atvinnu og menntun. Þar munu þeir
njóta sömu réttinda og heimamenn. Sú ein-
angrun, sem eftir lifði í samskiptum okkar
við aðrar þjóðir, verður nú rofin, en eftir er að
sjá, hvernig okkur tekst að nýta það frelsi,
sem í boði verður. Sumir hafa óttast, að með
alþjóðlegum samningum sem þessum skerð-
ist efnahagslegt og menningarlegt sjálfstæði
okkar, og hætta sé á því, að þjóðmenning
okkar drukkni í menningaráhrifum stærri
þjóða. Þau örlög eru undir sjálfum okkur
komin. íslenskri þjóðmenningu verður
hvorki bjargað né viðhaldið með einangrun.
Hún hefur jafnan þrifist best, þegar samskipti
voru sem greiðust við Evrópu. A sviði menn-
ingarmála jafnt sem atvinnulífs verðum við
að treysta stöðu okkar í þeirri hörðu sam-
keppni, sem nú fer í hönd. Þar eru allir sam-
mála um, að menntun muni skipta sköpum.
Atvinnuleysi hefur verið landlægt í Evr-
ópulöndum, og því miður virðist það einnig
vera að festa rætur hér á landi. Við höfum
vonað, að það sé aðeins tímabundið vegna
takmörkunar á þorskafla, en fyrir því höfum
við enga vissu. Atvinnuleysið ber sömu ein-
kenni hér og erlendis. Þeir, sem minnstrar
skólagöngu hafa notið, verða harðast útt-
Þeir, sem meiri menntun hafa, geta sinnt
fleiri störfum og lagað sig að breyttum kröf-
um. Þótt þorskstofninn nái sér aftur á strik,
fjölgar ekki störfum í frumatvinnuvegunum,
landbúnaði, fiskveiðum eða orkuvinnslu-
Fjölgunin verður í iðnaði, þjónustu og versl-
un. Þar höfum við engar auðlindir umfram
aðrar þjóðir til að gefa okkur forskot í sam-
keppni. Við verðum líkt og þær að byggja a
góðri menntun æskufólksins. Sú menntun