Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Síða 64
62
Árbók Háskóla íslands
skólaráði tillögur um meistaranám í sjávarút-
vegsfræðum, sem væntanlega yrði rann-
sóknartengt framhaldsnám á vegum þeirra
deilda, sem hér voru nefndar. I það nám gætu
sótt þeir, sem lokið hafa fyrsta háskólaprófi
frá viðeigandi deildum Háskóla Islands og
Háskólans á Akureyri.
I upphafi máls míns gat ég þess, að nú
virtist atvinnuleysi ætla að verða hér land-
lægt, en því höfðum við ekki kynnst að ráði,
eftir að lýðveldið var stofnað. Einn ánægju-
legur þáttur í starfsemi Háskólans hefur ver-
ið aðstoð Upplýsingaþjónustu Háskólans við
atvinnulaust fólk í leit að atvinnutækifærum
og hvatning til endurmenntunar og sjálfs-
bjargar. Stúdentar sjálfir hafa stofnað nem-
endafyrirtæki til að öðlast reynslu og búa sig
undir sjálfstæð störf að námi loknu. Einnig
hefur Námsráðgjöf Háskólans virkjað eldri
nemendur til að leggja þeim yngri holl ráð.
Þessi dæmi sýna glöggt vilja Háskólans og
nemanda hans til að verða að sem mestu
gagni.
Kæru kandídatar, nú er komið að þeirri
stundu, að þið takið við vitnisburði Háskól-
ans um árangur ykkar í námi. Háskólinn er
metinn eftir menntun þeirra, sem frá honum
koma, hvort sem það er til frekara náms í
öðrum háskóla eða til starfa í þjóðfélaginu.
Við vonum, að ykkur famist vel og þið berið
héðan staðgott vegamesti.
Háskólinn mun alla tíð vera fús að veita
ykkur aðstoð og stuðning og hverja þá við-
bótarmenntun, sem þið kunnið að kjósa og
hann megnar að veita. Við þökkum ykkur
ánægjulegt samstarf og samveru og óskum
ykkur og fjölskyldunt ykkar gæfu og gengis
á komandi árum. Guð veri með ykkur.
Brautskráning kandídata 25. júní 1994
Menntamálaráðherra, Ólafur G. Einarsson,
rektor Kennaraháskóla Islands, kœru kandí-
datar og gestir, ágœtir samstarfsmenn.
Eg býð ykkur hjartanlega velkomin til
þessarar Háskólahátfðar.
Við erum hér saman komin til að fagna
fríðum hópi æskufólks, sem tekur við vitnis-
burði um árangur sinn í erfiðu námi. Nú er
hópurinn einn hinn stærsti, sem brautskráður
hefur verið, 510 manns, auk 74, sem lokið hafa
viðbótarnámi og fá skírteini sitt afhent við
annað tækifæri. Ef með eru taldir þeir, sem
brautskráðust fyrsta vetrardag og á miðjum
þorra, verða kandídatar á þessu háskólaári alls
809, auk 128, sem luku viðbótarnámi. Þið
kandídatar hafið varið mörgum árum í strangt
nám og bíðið þess nú með óþreyju að nýta fjöl-
breytta þekkingu ykkar til hagsbóta fyrir land
og þjóð. Við erum vön að fagna miklum sjáv-
arafla og lifum enn í voninni urn ný síldaræv-
intýri. Líkt og aðrar þjóðir hljótum við einnig
að binda miklar vonir við ykkar starf að bætt-
um þjóðarhag. Að okkur setur hins vegar
kvíða, að okkur takist ekki að þróa fábreytta
atvinnuhætti okkar til að nýta þekkingu ykkar
og menntun sem skyldi. Okkur er ljóst, að við
getum ekki byggt velferð okkar á aukinni sókn
í auðlindir náttúrunnar. Við verðum að auka
verðmæti þeirra afurða, sem náttúran gefur og
skapa ný verðmæti með þekkingu og hug-
kvæmni. Til þess þurfum við trausta almenna
menntun ígrunnskólum og framhaldsskólunt,
nútímalega verkmenntun, sem laðartil sín hæf
ungmenni og fjölbreytta háskólamenntun,
sem veitir þroska og yfirsýn og þjálfun til sér-
hæfðra starfa og rannsókna. Nútímaþjóðfélag
þrífst á þekkingu. Hún veitir ánægju í líf okkar
og gerir hvem starfsmann hæfari til að átta stg
á nýrri tækni og breyttum viðhorfum. Við setj-
um því traust okkar á ykkur kandídata, að þið
beitið kröftum ykkar og þekkingu til að varð-
veita þau lífsgæði, sem við njótum og að vinna
að framþróun lands og þjóðar.
Háskólanám er ekki auðvelt. Háskólaf
nota alþjóðlega viðmiðun í kröfum sínum til
prófa. Margir námsmenn valda ekki þessum
kröfum og hverfa frá námi. Undanfarin ár hafa
um 2.000 nemendur innritast í Háskóla íslands
á hverju hausti. Um tveir þriðju þeirra eru
nýnemar, en einn þriðji nemendur, sem eru að
hefja nám aftur, þar sem þeir náðu ekki tilskild'
um árangri á I. ári. Um 600 hverfa frá skólan-
um árlega án þess að ljúka námi. Flestir heltas1