Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Qupperneq 259
Starfsemi háskóladeilda
257
Viðskiptaskor
í desember 1992 var kosin sjálfsmats-
nefnd á vegum viðskiptaskorar. Var það mat
skorarinnar, að sjálfsmat nýttist henni betur á
þeim tíma en ytri úttekt. Nefndin aflaði víða
npplýsinga og stóð sjálf fyrir ýmsri upp-
lýsingaöflun. í janúar 1994 lagði nefndin
drög að skýrslu sinni fyrir skorina, og voru í
framhaldi af því gerðar ýmsar breytingar á
námsfyrirkomulagi í skorinni.
Kennslugreinar í fyrri hluta, þ. e. á fyrstu
tveim árum náms, eru rekstrarhagfræði, þjóð-
hagfræði, reikningshald, stærðfræði, töl-
fræði, upplýsingatækni, lögfræði, markaðs-
fræði, framleiðsla, fjármál og aðrar greinar
samkvæmt ákvörðun skorar, alls 60e.
I framhaldi af skýrslu sjálfsmatsnefndar
var ákveðið að fella niður námskeið í félags-
fræði, sameina tvö námskeið í íslenskri
haglýsingu í eitt og fjögur námskeið í reikn-
'ngshaldi í þrjú. Lögfræði B, sem kennd var í
fyrri hluta, hefur verið flutt á þriðja ár. Nám-
skeið í fjármálum, framleiðslu og markaðs-
málum hafa verið flutt af þriðja ári á annað
ar. Akveðið var að bjóða upp á nýtt námskeið
'd öðru ári í tjáningu og samskiptum. Sú
akvörðun byggðist meðal annars á athugun,
sem sjálfsmatsnefndin gerði meðal atvinnu-
rekenda viðskiptafræðinga. Oskuðu margir
þeirra eftir, að aukin áhersla yrði lögð á bæði
munnlega og skriflega tjáningu jafnt á
■slensku sem og á erlendum tungumálum.
Jafnframt var ákveðið að breyta námskeiði í
aðferðafræði þannig, að nemendur fengju
meiri þjálfun en áður í gagnaöflun, úrvinnslu
þeirra og framsetningu niðurstaðna.
Kennslugreinar í síðari hluta náms eru
stjómun, fjármál, framleiðsla, markaðsfræði,
aðgerðarannsóknir og aðrar greinar sam-
kvæmt ákvörðun skorar, alls 60e. Á þriðja ári
eru nú átta skyldunámskeið: Fjármál II,
framleiðsla II, markaðsfræði II, stjómun I og
K. aðgerðarannsóknir, upplýsingatækni og
lögfræði B. Til að ljúka cand. oecon. prófi
þurfa nemendur að taka 36 einingar til við-
bótar. Annars vegar skyldugreinar á því kjör-
sviði, sem nemandi velur, og hins vegar
frjálsar kjörgreinar, mismargar eftir kjör-
sviðum.
Kjörsvið í skorinni era nú sex: Reikn-
ingshalds- og endurskoðunarsvið, fjármála-
svið, framleiðslusvið, markaðssvið, stjómun-
arsvið og tungumálasvið. Meðal ástæðna
fyrir stofnun tungumálasviðs voru ábend-
ingar, sem fram komu í skýrslu sjálfsmats-
nefndar. Kennsla í viðskiptaensku hefur farið
fram í skorinni í mörg ár, en vorið 1994 hófst
kennsla í viðskiptafrönsku og síðar í við-
skiptaþýsku og viðskiptaítölsku. Vonandi
verður unnt að fjölga málunum smátt og
smátt og bæta við t. d. spænsku, norrænum
málum, rússnesku, japönsku og kínversku.
Námsefni á kjörsviðunum sex er í
stöðugri endumýjun í samræmi við breyttar
kröfur, sem gerðar eru til viðskiptafræðinga.
Af námskeiðum, sem bætt hefur verið við á
undanfömum árum, má nefna rekstur sjávar-
útvegsfyrirtækja, flutningafræði, gæða-
stjómun, markaðssetningu sjávarafurða, fjár-
mál milliríkjaviðskipta, mat á fjárfestingar-
hugmyndum og reikningshald og tölvu-
notkun. Nemendur á reikningshalds- og end-
urskoðunarsviði skrifa þriggja eininga kandí-
datsritgerð, en nemendur á öllum hinum
sviðunum skrifa sex eininga ritgerð.
Ein af ábendingum sjálfsmatsnefndar-
innar var, að æskilegt væri að auka rann-
sóknir í skorinni. I ársbyrjun 1994 var
ákveðið að setja á stofn málstofu, þar sem
kennarar og aðrir kynntu rannsóknir sínar.
Jafnframt er þar vettvangur fyrir nemendur
til að greina frá athyglisverðum lokaverk-
efnum. Umsjónarmaður málstofunnar er
Ingjaldur Hannibalsson, dósent. Dagskrá
málstofu í viðskiptafræði frá upphafí er rakin
í viðauka við þessa grein. Væntanleg er
útgáfa ritraðar, „Working Papers", sem Við-
skiptafræðistofnun mun annast. I ritröðinni
verða gefnar út ýmsar rannsóknaritgerðir
kennara skorarinnar.
í framhaldi af tillögum sjálfsmatsnefnd-
arinnar hefur verið ákveðið að bjóða upp á
þriggja ára nám í viðskiptafræði til B. S.
prófs. Stefnt er að því, að það hefjist haustið
1996. Einnig er unnið að undirbúningi náms
til M. S. prófs. Verður það 45-60e, og er gert
ráð fyrir, að það verði í samvinnu við erlenda