Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Page 277
Starfsemi háskóladeilda
275
Meistaraprófsnám í raunvísindadeild
Hinn 8. október 1993 voru staðfestar
reglur um Rannsóknanámssjóð, sem geymd-
ur er hjá menntamálaráðuneytinu og ætlað er
að styrkja nemendur í framhaldsnámi við
H. í. Efling M. S. náms við deildina hefur
verið mjög háð þessum sjóði, sem á hverjum
tíma styrkti um 25 nemendur úr öllum
deildum Háskólans í tveggja ára námi. Inn-
ritun fyrsta nemandans í meistaraprófsnám
við raunvísindadeild var samþykkt í deild-
arráði 11.10. 1989. Á fyrstu fimm árunum
voru alls samþykktar innritanir 54 nemenda í
meistaraprófsnám. Af þeim voru 21 braut-
skráður, 4 höfðu hætt, en 29 voru í námi við
upphaf haustmisseris 1994.
Skipting 54 nemenda eftir námssviðum og stöðu í námi haustið 1994
Brautskráðir Hættir f námi Alls
Eðlisfræði 5 0 4 9
Jarðeðlisfræði 1 0 1 2
V ísindasaga 1 - - 1
Efnafræði 4 0 1 5
Matvælafræði 1 1 6 8
Líffræði 5 2 16 23
Jarðfræði 2 1 1 4
Landfræði 2 0 0 2
Samtals 21 4 29 54
Háskólafyrirlestrar
Á tímabilinu voru margir gestafyrir-
lestrar fluttir á vegum einstakra skora, en
aðeins tveir á vegum deildar. Václav Nemec
frá Tékklandi var annar þeirra, og flutti hann
fyrirlestur um stærðfræðilega jarðfræði 27.
apríl 1993.
Kennsluháttabreytingar
Kannanir sýndu, að eftir aldarfjórðungs-
kennslu í raunvísindadeild voru vinnuálag og
kennsluhættir mjög mismunandi á milli ein-
stakra námskeiða og á milli skora. Auk þess
var stundaskrárgerð, byggð á innritunum í
namskeið eftir frjálsu vali nemenda, orðin
mjög torveld. Tvær nefndir (kennsluhátta-
nefnd I og II) störfuðu hvor á eftir annarri að
því á tímabilinu 1992-1994 að gera tillögur
tú úrbóta og undirbúa framkvæmdir, og
haustið 1995 voru teknir upp nýir kennslu-
hættir við deildina í samræmi við tillögur síð-
ari nefndarinnar:
1. Tekin var upp föst stundaskrá. Öll fyrir-
lestrakennsla fer fram fyrir hádegi, og
raðast fyrirlestrar í svonefnt stokkakerfi,
þannig að námskeiðum er raðað í 7
stokka, sem fá föst sæti á stundatöflu.
2. Á fyrsta námsári eru fjögur jafnstór (4e)
námskeið á hvoru misseri. Á síðari náms-
árum geta námskeið verið ýmist 3e eða 4e.
3. Stefnt er að aukinni samræmingu grunn-
námskeiða deildarinnar á 1. námsári.
4. Skilgreint er mat á vinnustundum nem-
enda vegna fyrirlestra, æfinga og dæma-
tíma með leyfilegu hámarki 15 stundir á
viku fyrir hverja námseiningu.
Fjármál
Síðari hluti tímabilsins 1990-1994 ein-
kenndist af skertum fjárveitingum og hertu
aðhaldi í fjármálum Háskólans og deilda
hans, jafnframt því sem nemendum fjölgaði
stöðugt á tímabilinu. Af þessum sökum