Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Page 284
282
Árbók Háskóla íslands
Verkfræðingadagurinn var haldinn hátíðlegur 26. júní 1991. Þorsteinn Helgason, deildarforseti,
veitir hér á þessum degi nemendum sérstaka viðurkenningu fyrir frábæran árangur í námi.
þriðjudaginn 31. ágúst 1993. Andmælendur
voru Oddur Bjömsson og Carl-Johan Fogel-
holm. Páll Valdimarsson var sæmdur titlinum
doctor scientiarum ingeniarius.
Opið hús
Verkfræðideild tók þátt í Opnu húsi 29.
mars 1992. Tengiliðir deildarinnar voru
deildarforseti og skorarformenn, og einnig
mönnuðu stúdentar borð deildarinnar. Árið
1993 var Opið hús haldið 21. mars, og í þetta
sinn var starf deildarinnar kynnt í eigin hús-
næði og áhersla lög á rannsóknir. Umsjónar-
maður var prófessor Sæmundur Óskarsson.
Árið 1994 var ákveðið að kynna verkfræði-
deild með iðn- og tækninámi í Iðnskólanum
13. mars það ár í stað Opins húss eins og
verið hafði undanfarin ár.
Samstarf
Boð barst frá Verkfræðistofu Sigurðar
Thoroddsen um samvinnu við að kanna kosti
þess að framleiða sæstreng á íslandi. Sam-
starfi var komið á árið 1992 á milli verk-
fræðideildar og tækniháskólans í Kaunas í
Litháen. Prófessor Bollich frá tækniháskól-
anum í Dresden var væntanlegur í ágúst 1992
til að kynna skólann í Dresden. Fimmtudag-
inn 6. maí 1993 hélt Þorsteinn Halldórsson
frá Miinchen fyrirlestur á vegum deildarinnar
um MicroLas, verkefni, sem hann vann að t
samstarfi við prófessor Sigfús Bjömsson.
Tveir fulltrúar háskólans í Álaborg, Bendiks
Sko-Petersen og Anker Lohntan Hansen,
voru gestir deildarfundar, 2. júní 1993, og
kynntu möguleika á stúdentaskiptum við
verkfræðideild Álaborgarháskóla og önnur
samskipti.
Sjóðir
Sjóður Gustaves Magnels í Belgíu óskaðt
eftir tilnefningu á mannvirkjum til Golden-
Metal verðlauna. Fyrirtækið Pirelli í Bret-
landi lýsti áhuga sínum á að styrkja kennslu i
raforkugreinum við verkfræðideild Háskóla
íslands, en fulltrúi þess, Robert Rosevear, var
staddur hér í desember 1993. Veitt var árlega
úr Minningarsjóði Þorvaldar Finnbogasonar.
Styrkinn hlutu Ámi Guðmundur Hauksson
árið 1991, Agni Ásgeirsson 1992 og Ólafut
Öm Jónsson 1993. Veitt hefur verið úr
sjóðnum, síðan hann var stofnaður 1953.