Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 10
ANNA ÞORBJÖRG ÞORGRÍMSDÓTTIR
Hugtakið menningararfur er í fræðilegu samhengi notað sem samheiti
f}TÍr sögusýn samtímans og miða rannsóknir að þH að varpa ljósi á hvern-
ig orðræða er sköpuð og sagan tiílkuð og nomð. I því samhengi er litið á
menningararf sem hugtak sem hefur „tilhneigingu til að smeygja sér und-
an skilgreiningum“ og tekur „til nánast alls sem er gamalt eða vísar til
hefða eða [einhvers sem] einhverjum þykir merkilegt í einhverjum skiln-
ingi.“3 Menningararfur gemr þanist eða þjrnnst og tekið til alls og ekki
neins, segir Olafur Rastrick sagnfræðingur og lýsir þar vel þeim vanda
sem fylgir notkun hugtaksins. Hvað telst vera menningararfur í þessu
samhengi er fyrst og fremst einstaklingsbundin upplifun, byggð á til-
finningu og minningum og segir meira um ríkjandi sögusýn en þá horfhu
tfma sem felldir eru undir hugtakið.4 5 Ríkrar tilhneigingar gætir til þess að
frysta menningararfinn og það er innbyggt í hugtakið að tími nýrrar túlk-
unar er liðinn. Hlutur, fyrirbrigði eða hugmynd sem er skilgreind sem
menningararfur er steingerðd I þessu samhengi hefur þjóðbúningur
kvenna verið tekinn sem dæmi. Við enduropnun Þjóðminjasafhs árið 2004
klæddist menntamálaráðherra upphlut í afabol og án skotthúfu.6 Þar með
var þjóðbúningahefðin brotin og vörslumenn menningararfsins brugðust
þegar við á opinberum vettt'angi. Tónninn í gagnrýninni var þó holur. Þó
að þjóðbúningurinn standi í dag í sterkum tengslum við söguvitund og
hugmyndir um klæðnað kvenna fyrr á öldum þá er hann hannaður af
Sigurði Guðmundssyni um núðja nítjándu öld. Þjóðbúningurinn er óneit-
anlega orðinn hluti af menningararfinum, áframhaldandi þróun hans er
því ekki möguleg og breytingar vekja hörð viðbrögð. Um leið hindrar
3 Ól-afar Rastrick, ,JVIeriningararfar í fjölmenningarsamfélagi. Einsleitni, fjöfhyggja,
t\nbendni“, Þriðja íslenska söguþingið 18.-21. maí 2006. Ráðstefnnrit. Ritstj. Bene-
dikt Eyþórsson og Hrafnkell Lárusson, ReykjaHk: Aðstandendur Þriðja íslenska
söguþingsins, 2007, bls. 333-341, hér bls. 333-334.
4 Valdimar Tr. Hafstein, ,JVIetmingararfiir. Saga í neytendaumbúðum", Fra' endur-
skoðun til upplausnar. Tvær prófritgerðir, einn formáli, þtjú viðtöl, sjö jræðigreinar,
fmnn Ijósmyndin einn eftirmáli og nokkrar ininningargreinar af vetwangi hugvísinda.
Ritstj. Hilma Gunnarsdóttir, Jón Þór Pétursson og Sigurður Gylfi Magnússon,
Reykjavík: Adiðstöð einsögurannsókna og ReykjavíkurAkademían, 2006, bls. 313-
328.
5 Sjá t.d. Ólafur Rastrick, !rMenningararfur í fjölmenningarsamfélagi", bls. 339-
34L
6 Itarlegri umræður um upphlutsmálið sjá: Valdimar Tr. Hafstein, ,JVIenningararf-
ur. Saga í neytendaumbúðum", bls. 319-325. Einnig: Guðni Elísson, „„Frægðin
hefur ekkert breytt mér“. Þjóðin, sagan og Þjóðminjasafhið“, Ritið 2/2004, bls.
137-165.