Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 161
JOAN W. ScOTT
Sagnritun sem gagnrýni
Joan Wallach Scott er án efa einn þekktasti femíníski sagnfræðingur samtím-
ans. Hún hefux verið frumk\röðull í k\renna- og kynjasögu um árabil, auk þess
sem hún hefur verið ötull talsmaður akademísks írelsis í Bandaríkjunum og
víðar. I yfir tuttugu ár hefur hún verið prófessor við Institute of Advanced
Study í Princeton, en einnig hefur hún kennt við háskóla á borð við North-
westem University, University of North Carolina og Brown University þar
sem hún var einn af stofnendum The Pembroke Center for Teaching and
Research on Women, sem hefur verið í fararbroddi í raninsóknum á sögu
kvenna og kyngervi.
Scott er líklegast hvað þekktust fyrir grein sem birtist árið 1986, „Gender:
Á Useful Category of Historical Analysis",1 þar sem hún kynnti hugtakið
gender, eða kyngervi eins og það hefur verið þýtt á íslensku, fyrir sagnff æðing-
um og öðrum. I greininni lagði Scott áherslu á að líta á kyngervi, það hvað
telst vera karlmannlegt og kvenlegt, á gagnrýnan máta. Scott hélt því fram að
hugtökin karlmannlegt og kvenlegt væru félagsleg sköpunarverk. Þar af leið-
andi væri nauðsynlegt að stunda sagnfræðilegar rannsóknir á því hvemig
skilningur fólks á þessum hugtökum hefði breyst og hvað hefði mótað þann
skikiing hverju sinni. Með grein sinni var Scott ekki að hvetja til þess að
fræðimenn einblíndu á konur í rannsóknum sínum (þó að margir skilji orðið
kyngervi sem svo að það eigi aðallega við rannsóknir á konum) heldur að
fræðifólk h'ti með gagnrýnum augum á þá flokka og hugtök sem fólk í fortíð-
inni notaði til að skilgreina tilveru sína á hverjtun tíma. Þetta verkefni væri
1 Joan Scott, „Gender: A Useful Category of Historical Analysis“, í: Gender and the
Politics ofHistory, New York: Columbia University Press, 1999, bls. 28-50. Grein-
in birtist upprunalega í American Historical Revierw 91:5 (desember 1986), bls.
1053-1075.
Ritid 1/2008, bls. 159-188
159