Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 209
ÞJÓÐERNISSTEFNA OG RÆKTUN MENNINGAR
hafa skynsamlegan en þó ónákvæman skilning á orðinu. Frekar en að fá
sögulegar staðreyndir til að passa inn í fyrirfram gefnar skilgreiningar,
virðist ákjósanlegt að gera skrá yfir vitnisburði um það hvað er almennt
áhtið vera menningarviðleitni og að gera á þeim grundvelli tilraun til að
raða í kerfi á hagnýtan hátt. Þetta myndi í það minnsta fela í sér þekking-
argildi því hægt væri að „staðsetja“ tiltekna menningarviðleitni gagnvart
öðrum, að staðsetja tiltekna starfsemi innan fjölþætts kerfisbundins og að-
greinandi sniðmáts hugmyndarinnar um „menningu“ í virkri þjóðernis-
stefnu.
Líkanið sem ég kynni hér gerir ekki tdlkall tdl þess að endurspegla innri
byggingu eða fanga raunverulegt eðli „menningarlegrar“ þjóðernisstefhu.
Það er aðeins net, aðferð til þekkingarleitar, til að aðskilja og staðsetja
mismunandi þætti og venjur. Það er eins ósamhæft, tilgerðarlegt og tilvilj-
unarkennt og kerfi lengdar- og breiddarbauga er gagnvart útlínum heims-
álfa jarðarirmar: það lýsir jörðinni ekki eins og hún er heldur gerir okkur
kleift að ákvarða staðsetningu á yfirborði hennar.
Hvað er þá menning og hvemig er hún ræktuð? Fyrsta atriðið í að
kerfisbinda nálgunina tekur til þeirrar tegundar menningamúiF sem um
ræðir; fjögur slík svið virðast ná yfir flest gögn sem fýrir liggja á skilmerki-
lega aðgreindan hátt.
1. Fyrst af þessum þórum sviðum er bersýnilega svið tungumálsins.
Frá tíma Herder til kynslóðar Humboldts, Schlegels og Grimm-
bræðra, er farið að líta á tungumál sem kjama sjálfsmyndar þjóðar
og stöðu hennar í heiminum.35 Gríðarlegt magn þjóðmenningar-
legs ffamtaks varðar tungumálið: allt frá málfræðigreiningu til
hreintungustefhu,36 frá endurreisn tungumála til málstýringar.
2. Fast á efdr þessu er tvíburi tungumálsins samkvæmt hugsunarhætti
textafræðinnar: orðræðusvið bókmennta og lærdóms. Skáldsögur,
leikhús og Ijóð koma aðallega upp í hugann, en það ætti ekki að úti-
loka bókmenntagreinar þar sem ítarlega er fjallað um tiltekin mál-
La langne smrce de la nation. Messianismes sécnliers en Europe centrale et orientale (du
XVIIle au XXe siécle), ritstj. Pierre Caussat, Darius Adamsky og Marc Crépon,
Sprimont: Mardaga, 1996.
36 Umíjöllun um hreintungustefnu: Taaltrots. Purisme in een veertigal talen, ritstj.
Nicoline van der Sijs, Amsterdam/Antwerpen: Contact, 1996. Umfjöilun um
stöðlun tungumála: Language Reform: History and Future, ritstj. István Fodor og
Claude Hagége, 6. bindi, Hamborg: Buske, 1983-1994.
207