Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 197
ÞJÓÐERNISSTEFNA OG RÆKTUN MENNINGAR
tímabila byggist alltaf á póbtískum þáttaskilum en aldrei menningarleg-
nm. Ef við lesum um að dagblað hafi verið stofnað hér eða kór þar, eða ef
við sjáum minnst á útgáfu á þjóðlögum eða á sögulegri skáldsögu er það
yfirleitt skýrandi dæmi sem þjónar aðeins þeim tilgangi að gefa til kynna
breiðari, ótilgreinda menningarlega venju eða aðstæður. Megindlegum
upplýsingum er sleppt; dreifingartölur eða sundurliðanir tölulegra upp-
lýsinga um innihald eru fátíðar; oft eru engar dagsetningar gefiiar upp,
eða í besta falli eitthvað svo yfirgripsmikið sem áramgur („áratugurinn
eftir Vínarfundinn/frelsisveitingu þræla...“)- Oft er ekki vísað í neitt ná-
kvæmara en hinn óljósa tíðaranda svo sem „útbreiðslu hugmynda Herd-
ers“ eða „rómantískan áhuga á miðöldum í stíl Sir Walters Scotts“. Les-
andinn fær ekki menningarlegar staðreyndir heldur menningarlegan
bakgrunn sem hægt er að staðsetja andspænis „beinhörðum“ staðreynd-
um. Menning er blær, ekki hlutur.
Samt sem áður hafa verið færð sannfærandi rök fyrir því í verkum
Miroslavs Hrochs að menningarleg viðfangsefni „endtuspegfi“ eða „fylgi"
félagslegri þróun eða pólitískum hreyfingum ekki átakalaust, heldur hafi
tilhneigingu til að koma á undan þeim.12 Menningarleg viðfangsefni þess
sem Hroch nefnir „a-fasa“ þjóðemisstefhu gera mögulegt að hugsa sér
þjóðríkið sem viðfang pólitískrar tryggðar. Félagslegar kröfur b-fasa þjóð-
emiskenndar, hvað þá heldur aðskilnaðarsinnuð aðgerðastefiia c-fasa,
fylgja og virðast reyndar ganga út frá menningarlegri vitundarvakningu.
Svo mikið er víst að „þriggja fasa“ líkan Hrochs býr yfir sínum eigin
innri flækjum og hefur í sumum tilfellum kahað fram spumingar. Varla er
annað hægt þar sem það felur í sér tiltekin kennsl á mismunandi „fösum“
þegar um er að ræða tilfelh mismunandi þjóða sem gætu leitt til áhtamála
ffá einu tilfelh til annars. Samt sem áður hefur líkanið á heildina htið í
grundvallaratriðum sýnt að hreyfingar aðskilnaðarsinna heþast oft í
vinnustofunni, að þeir kennarar og ljóðskáld sem safiia málsháttum og
þjóðsögum séu óafvitandi að ryðja brautina fyrir félagslega og pólitíska
aðgerðasinna og að þótt nákvæmt eðli þjóðemishyggju í a-, b- eða c-fasa
geti verið breytilegt frá einu landi til annars, standa menningarleg við-
fangsefni við upphaf stafrófsins. Fasalíkan Hrochs sneiðir hjá einu þrætu-
epli í rannsóknum á þjóðemisstefhu með því að lýsa nákvæmlega hvernig
12 Miroslav Hroch, Die Vorkcimpfer der natianalen Beivegnng bei den kleinen Völkem
Europas. Eine vergleichende Analyse zur gesellschaftlichen Schichtung der patriotischen
Gruppen, Prag: Universita Karlova, 1968; og In the National lnterest, Prag: Charles
University, 1996.
!95