Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 91
ÍSLAND Á LEIÐ TIL LÝÐRÆÐIS
k\ræði greiddn 580 (66%). Á kjörskrá 1908 voru hins vegar 2838 bæjarbú-
ar, þar af 1209 konur, og voru það tæp 20 prósent bæjarbúa. Þá neyttu 593
konur atk\ræðisréttar síns (49%) og 1027 karlar (63%) eða samtals ríflega
1600 kjósendur - 57% kjósenda.94 Þarna gerðist semsagt þrennt í senn:
mikil íjölgun varð á kjörskrá; konur kusu í fyrsta sinn og kosningaþátttaka
var mikil. Heimastjórnarmenn voru þó mjög kátir með úrslit kosninganna
enda fékk listi þeirra næstflest atkvæðin, 235, og þrjá fulltrúa, en listi höf-
uðandstæðinga þeirra, listi sjálfstæðismanna, hlaut aðeins 78 atkvæði og
einn fulltrúa.
Forysta Heimastjórnarflokksins, einkum ráðherrann og hópurinn í
kringum hann, virðist hafa upplifað þingkosningarnar 1908 sem tvöfalda
martröð. Flokkurinn hafði fengið alla þræði íslenska valdakerfisins í hönd
sér árið 1904. Hann hafði meirihluta á þingi og ráðherra hans réð yfir
stjórnsýslunni og Islandsbanka, eina alvörubanka landsins. En í einu vet-
fangi stóðu heimastjórnarmenn utan landsstjórnarinnar - og í þokkabót
var samþykkt áfengisbann sem margir heimastjórnarmenn töldu grófa
árás á persónufrelsi og friðhelgi einkalífsins. Allt þetta gerðist eftir að
kjósendum fjölgaði á kjörskrá og kosningaþátttaka varð mikil. I þingkosn-
ingunum 1908 þölgaði nokkuð á kjörskrá og kosningaþátttakan varð
miklu meiri en í þingkosningunum 1903, eða 75,7%, samanborið við
53,4%. Yrði almennur kosningaréttur að veruleika, eins og þingmenn
höfðu áður stutt, óttaðist forysta Heimastjórnarflokksins að pólitísk út-
legð hennar yrði varanleg. Flokkurinn kæmist aldrei aftur til valda og
Hannes Hafstein ætti ekki afturkvæmt á ráðherrastól.
Hannes Hafstein ráðherra vakti fyrstur manna máls á takmörkunum á
kosningarétti kvenna í þinginu 1909. Hann hélt málinu þó ekki til streitu
- enda var þess skammt að bíða að hann yrði að víkja efdr að mikill meiri-
hluti neðri deildar samþykkti á hann vantraust. Á þinginu 1911 varð ljóst
að stuðningur sumra þingmanna Sjálfstæðisflokks við kvenfrelsi gufaði
upp þegar þeir töldu eigin valdahagsmunum ógnað. Forystumenn flokks-
ins í Reykjavík studdu þá í þinginu tillögu Jóns í Múla um að skerða kosn-
ingarétt kvenna. Á þinginu lét nýr meirihluti heimastjórnarmanna til skar-
ar skríða og mikill meirihluti þingmanna sneri baki við frjálslyndri stefnu
og samþykkti skerðingu á kosningarétti og kjörgengi kvenna. Síðar voru
94 Isafold 9. febrúar 1903; Auður Styrkársdóttir, Barátta um vald, bls. 49. Sjá einnig
Guðjón Friðriksson, Saga Reykjavíkur. Bærinn vaknar. Fyrri hluti. Reykjavík: Ið-
unn, 1991, bls. 419.
89