Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 203
ÞJÓÐERNISSTEFNA OG RÆKTUN MENNINGAR
Þáttur sem skiptir miklu máli er óskýrleiki í landfræðilegri afmörkun í
upphafi menningarlegrar þjóðemishyggju. Hann útskýrir allar landfræði-
póhtískar og svæðisbundnar deilur sem koma fram þegar þróun menning-
ar er þýdd frá sviði lærdóms og bókmennta yfir á svið félagslegra og póh-
tískra aðgerða. Menningarleg vitundarvakning hefur að gera með hefðir,
mynstur og hætti; á þeim grundvelli gerir pólitísk aðgerðastefna svæðis-
bundið tdlkall til sögusviðs þessara hefða og hátta og leiðir til landfræði-
legra krafna sem keppast um og takast á um blönduð svæði. Sú þýska
þjóðemisstefna sem kom ffam leiddi til erfiðra deilna um blönduð jaðar-
svæði svo sem Slésvík-Holstein, Limburg, austur-belgískar kantónur,
Lúxemborg, Alsace-Lorraine og Suður-Týról. Irsk þjóðernisstefna leiddi
af sér atburðina í Ulster-héraði, lengra í austur em það grísk-albönsku eða
grísk-makedónsku landamærin og raunar flest landamæri á Balkanskaga
sem og etnísk blönduð svæði, þar á meðal Vojvodina, Búkína og Transyl-
vanía.
Óskýrleild landfræðilegrar afmörkunar innan menningarlegrar þjóð-
emisstefhu þýðir að hægt er að setja allar evrópskar þjóðir hlið við hlið,
bera þær saman, tengja þær saman. Þær era allar næstu „sýndar-nágrann-
ar“ hver annarrar. Fyrstu menningarlegu þjóðemissinnamir og mennta-
mennimir unnu í þéttum mynstram gagnkvæmra áhrifa og víxlunar, jafn-
vel þó þjóðemiseinkennin sem um ræðir séu staðsett á fjarlægum stöðum
á Evrópukortinu. Litháinn Jonas Basanavicius og Ukraínumaðurinn Yurij
Venelin störfuðu í Búlgaríu og fjölluðu um hana, fulltrúar konunglega
portúgalska háskólans komu að máh við Slóveníumanninn Jernej Kopitar
varðandi útgáfu miðalda-cancioneiro. Jacob Grimm skrifaðist á við Finn-
ann Lönnrot og Bretónann La Villemarqué og gerði írska málfræðinginn
John O’Donovan að meðlimi í prússnesku akademíunni.22 I andlegri og
22 Umfjöllun um Basanavicius: Alffed Erich Senn, Jonas Basanavicius: the Patnarch of
the Lithuanian National Renaissance, Newtonville, MA: Oriental Research
Partners, 1980; Vlrgil Krapauskas, Nationalism and Historiography: the Case ofNi-
neteenth-Century Lithuanian Historicism, New York: Columbia University Press,
2000. Um Venelin: Hans Kohn, Pan-Slavism, its History and Ideology, bls. 66-67.
Um Kopitar og Cancioneiro da Ajuda: Carolina Michaélis de Vasconcellos, „Res-
enha bibliographica“, Cancioneiro da Ajuda. Edigao critica e commentada, ritstj.
Carolina Michaélis de Vasconcellos, Halle/Saale: Niemeyer, 1904, bls. 1-53. Um
bréfaskrifár og tengiliði Grirnms innan keltneskra fræða: Bemard Lauer, Bárbel
Plötner og Donatien Laurent, ,Jacob Grirnm und Th. Hersart de La Ville-
marqué: Ein Briefwechsel aus der Fruhzeit der modemen Keltologie", Jahrbuch
der Briider Grimm-Gesellschaft 1/1991, bls. 17-83.
201