Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2008, Blaðsíða 120
GUÐMUNDUR JÓNSSON
urinn, fortíðarvenileikinn í tilfelli sagnfræðingsins, sé óháður skj’njun
okkar eða hugsunum um hann. Hlutverk sagnfræðingsins er að endurgera
þennan veruleika - ekki í heild sinni en á sannferðugan hátt.
A hinum pólnum er sú afstaða sem kölluð er huglægni (e. subjectiviíy)
og byggist á því grundvallarsjónarmiði að þekkingin sé mótuð af sagn-
fræðingnum sjálfum (e. siibject), hugsunum hans og skoðunum og samfé-
laginu sem hann býr í. Af þessu leiðir að þekkingin er afstæð, háð þeim
sagnfræðingi sem býr hana til, viðhorfum hans og afstöðu, samfélagi hans
og tíma. Hvernig huglægni litar afstöðu vísindamanna hefur valdið heim-
spekingum miklum heilabrotum, en meðal þess sem nefht hefur verið er:
að hagsmunir geta haft áhrif á rannsókn og leitt til hlutdrægar niðurstöðu;
að val á rannsóknarefni ráðist af áhuga vísindamannsins; að rannsókn stýr-
ist af hugtökum og kenningum sem vísindamaðurinn þekkir og notar. Síð-
ast en ekki síst mótar gildismat og skoðanir vísindamannsins sjálfs val hans
á viðfangsefni og mat hans og túlkun á því.2-'’
Muninn á hlutlægri og huglægri sögu má setja myndrænt fram eins og
gert er í skýringarmynd sem sýnir á einfaldan hátt ferli þekkingarsköpun-
ar í sagnfræði.26 A myndinni kemur fram að orðið saga hefur tvær merk-
ingar sem mikilvægt er að greina á milli, annars vegar fortíð, sögulegur
veruleiki (saga^), og hins vegar þekking um fortíðina, sagnfræði (saga,).
Sögu, getum við aðeins nálgast fýrir milligöngu heimildanna. Hlutlæg
sagnffæði væri sú sem réðist eingöngu af fortíðarveruleikanum og heim-
ildunum um hann (vinstra megin á myndinni); það skipti í rauninni ekki
máli hvaða sagnfræðingur ynni verkið, ef hann kynni á annað borð vinnu-
brögð fræðigreinar sinnar. Gunnar Karlsson hefur orðað þetta þannig að
það að skrifa fullkomlega hlutlæga sögu er eins og að taka listaverk úr um-
búðum og afhjúpa það.27 Huglæg sagnfræði væri aftur á móti sú sem
stýrðist af hugsun sagnfræðingsins og hefði engin tengsl \dð sögulegan
veruleika (hægra megin á myndinni).
25 Sjá t.d. Mark Day, The Philosophy ofHistoiy. An Introduction. London: Continuum,
2008, bls. 156-159.
26 Myndin er fengin að láni úr riti Gunnars Karlssonar, Inngangur að sagnfræði-
heimspeki nútímans. Handrit, Háskóla Islands, 2006, bls. 5, en er ættuð frá H.P.
Clausen, Hvad er bistorie? Kobenhavn, 1963.
2/ Gunnar Karlsson, Inngangur, bls. 5.
118